Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Page 26

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Page 26
Fiskirannsóknarskip sóttur allt að 100 til 250 mílur víðs- vegar um St. Lawrenceflóa og einnig frá öðrum útgerðarbæjum við fló- ann, en siglingar hafa aukizt þar mjög, einkum eftir að nýi skipa- skurðurinn kom. Einnig sækja stórir togarar, franskir, spánskir og portú- galskir, stundum þarna inn utan af N ewf oundlandsmiðum. „Stundið þið veiðarnar allt árið, hvernig er veðrátta þarna og hvernig er afkoma fiskimannanna?“ „Á togbátum frá Souris eru 4 til 5 menn, skipshöfnin hefur 40% af aflanum til skipta, en útgerðin 60%. Tekjur fiskimannanna eru yfirleitt betri en landverkamanna ef sæmi- lega gengur, veiðarnar eru almennt stundað 7 til 8 mánuði. Dýpi er víð- ast allmikið, þó allt frá 20 til 150 faðmar eftir því hvar verið er. Afl- inn er mestmegnis þorskur, en minna nú orðið um ýsu og kola. Utivist bátanna er 5 til 8 dagar, afl- inn er ísaður í lest innanífarinn og tálknin venjulega tekin úr, þar sem það gefur fiskinum talsvert betri geymslumöguleika. Meðalafla í túr mætti telja ca. 25 til 50 tonn og frystihúsin greiða fast verð fyrir aflann, mismunandi eftir fisktegund og fiskstærð. Bezti veiðitíminn er í maí, júní og júlí, en veiðar eru stundaðar frá því um miðjan apríl fram í miðjan desember. Veðrátta er góð að sumrinu, mikil suðvestan- átt yfirleitt, stillur og ekki harðir vindar, en þegar kemur fram í okt. nóv. gengur meira til norðaustan- áttar og þá eru oft allharðir stormar. Norðan úr Belle-sundi, sem er milli Labrador og Newfoundland kemur ísinn í janúar eða febrúar og framundir miðjan apríl og rekur inn í St. Lawrenceflóa miðjan og með vesturströndinni. Þá verður sjórinn vatnsmengaður, glær og átulaus. Um miðjan apríl koma hlýir straum- ar inn í flóann utan frá hafi og flytja með sér átu utan frá bönkunum og ísinn fer að þiðna mjög snögglega og jafnvel sekkur, því alltítt er um þetta leyti að fá ísjakabrot í tog- vörpuna.“ „Og nú ertu að eignast nýtt og stærra skip, er ekki svo?“ „Jú, það er 200 tonna stálskip af skuttogaragerð, sem nýlega var hleypt af stokkunum. Það er fyrsta 12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Þýzki fiskiðnaðurinn hefir fullan skilning á mikilvægi víðtækra fiski- rannsókna, en til þeirra eru stórir togarar útbúnir sem tilrauna og haf- rannsóknaskip, með góðum og dýr- um útbúnaði, taldir hagkvæmastir. Hornsteinar aukinna athafna á þessu sviði verða tvö ný rannsóknar- og tilraunaskip og hefir annað þeirra Walter Herwig nú þegar verið af- hent fiskimálaráðuneytinu. Það er byggt hjá Seebeck A.G. í Bremer- haven og er um 2.000 tonn að stærð, en það er um það bil helmingi stærra en Anton Dohrn, sem hóf rannsóknir sínar fyrir tíu árum. a Walter Herwig er eitt fullkomn- asta skip sinnar tegundar, sem nú ferðast um sjóinn. Þetta er diesel- skip, byggt sem skuttogari, en með útbúnaði til fleiri veiðiaðferða, þ. á m. hringnót. Fiskvinnsluvélar eru t. d. fiski- mjölsverksmiðja með 10 tonna af- köstum á sólarhring. Lifrarbræðsla og hraðfrystiútbúnaði fyrir heilfryst- an fisk og flök. Auk allskonar fisk- veiði- og vinnslutækja sem þaulvön- um fiskimönnum er ætlað að starf- rækja, er það einnig útbúið öllum nýjustu tækjum til hafrannsókna, straumrannsókna og veðurfræði- skip sinnar tegundar þarna við fló- ann tilbúið til útgerðar um miðjan júní og það gleður gamalt hjarta, að það heitir einnig Island.“ rannsókna, og verða vísindamenn í öllum þessum sérgreinum hluti af skipshöfninni, sem verður um 40 til 50 manns. Bandaríkjamenn og Japanir eiga tugi fiskirannsóknarskipa og sjósettu hvor um sig á síðasta ári stór og fullkomin skip þessarar tegundar. Norðmenn telja fiskirannsóknirnar einn þýðingarmesta þáttinn í fisk- veiðum sínum, en við Islendingar höldum að okkur höndum og velt- um vöngum. Við höfum á að skipa allstórum hópi velhæfra vísinda- manna á þessu sviði, en árangurinn af starfi þeirra takmarkast verulega vegna þess, að þeir hafa ekki til um- ráða vel útbúið rannsóknarskip. Alþingi hefir samþykkt lög um byggingu slíks skips, kostnaðar- áætlanir og teikningar gerðar, en fjárveitingar með hliðstæðu fyrir- komulagi eins og þegar barn týnir smáaura í sparibauk. I fjögur ár hefir verið að seytlast í þennan sparibauk hluti af útflutningsgjaldi sjávarafurða, sem nú mun vera um tíu milljónir króna. Það hafa staðið yfir að undanförnu viðræður við Seebeck Werft, að byggja fyrir ís- lendinga um 500 tonna rannsóknar- skip, það er vafalaust auðvelt verk að fá lán til byggingar þessa skips eins og annarra skipa, það skortir aðeins ákvörðunina um að gera hlut- inn, og það er alveg óverjandi að draga það lengur að hefjast handa.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.