Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Page 27

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Page 27
Liverpool er sii siglingaborg Bretbnds, þar sem flest flutningaskip sem sigla undir brezkum fána eru skrásett. Frá hafnargörðunum í Mersey sigla skip meS vörur víðs- vegar að úr Bretlandi og Skotlandi út um allan heim. Hofnarborgir Hafnarborgir Vestur-Evrópu geta flestar rakið sögu sína langt aftur um aldir allt frá því að siglingar hóf- ust. Fyrstu sagnir um hafnarborg- ina Sunderland á norðausturströnd Englands eru skráðar af Pudsey biskup 1154, og fyrstu kolaútflutn- inga frá Sunderland er getið 1396. í lok 12. aldar er skýrt frá miklum verzlunarviðskiptum frá Antverpen- höfn sjóleiðina til Bretlands og Þýzkalands. Koparstunguteikning frá því um 1400 sýnir mikinn fjölda skipa í Antverpenhöfn. Það hlýtur að hafa verið mikið tæknilegt afrek og stórkostlegt á fjárhagslegan mæli- kvarða, árið 1239, þegar ráðist var í byggingu hafnarmannvirkja fyrir 5.000 stpd. á þeim stað þar sem nú stendur hafnarborgin Bristol. Kaup- mannahöfn var opinberlega talin vera grundvölluð árið 1167, en árið 1615 er skýrt frá því að það ár hafi 1327 erlend skip siglt um höfnina. Sumar hafnarborgirnar auðguðust vegna viðskipta við Indland og Rúss- land, aðrar við önnur Eystrasalts- ríki eða nýlendur í Ameríku. Flestar þessar hafnarborgir hafa einhvern- tíma orðið fyrir árásum, áþján eða eyðileggingu vegna styrjalda, en allar hafa þær eins og fuglinn Phönix risið uppúr öskunni að nýju, því það er óhjákvæmileg staðreynd, að Evrópa getur ekki þróast menning- arlífi án viðskipta sjóleiðis við um- heiminn. Meginhluti íbúa Evrópu og iðn- aðarborgir hennar er staðsett langt frá sjávarmáli eins og á sér stað um N-Ameríku. En Evrópa er betur sett að því leyti að fjöldi stórfljóta eins og Rín og Elbe renna til sjávar og mynda samgönguleiðir langt inn í meginlandið, með prömmum og vatnabátum sem flytja vörur að og frá hafnarborgunum. Annar megin- munur á Evrópuhöfnum og Norður- Ameríkuhöfnum er sá, að í Norður- Ameríku eru legupláss skipa byggð eins og fingur út í sjóinn, en í Evrópu eru hafnargarðar með byggðir jafn- hliða strandlengjunni og oft eru þessir garðar þannig uppbyggðir að þeir mynda lokaðar kvíar svo sjáv- arföll hafa ekki áhrif á vinnu við skipin. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.