Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Qupperneq 28

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Qupperneq 28
Orustan um Sevastopol Eftir Eugene Petrov Tundurspillirinn Tashkent hafði fengið fyrirmæli um að brjótast í gegnum herkvína til Sevastopol, flytja þangað hergögn og hermenn og taka til baka konur, börn og særða menn. Það þýddi að tvíbrjóta um- sátrið. Þann 26. júní lagði hinn blámálaði tundurspillir af stað frá herskipalæg- inu. Það var varla hægt að hugsa sér verri kringumstæður til slíks verkefnis. Sólin skein björt og hrein frá skýlausum himni, sjórinn var rennisléttur eins og spegilflötur. Eg heyrði einhvern í brúnni segja: „Þeir ráðast á okkur undan sólu.“ En allt var hljótt og rólegt all langan tíma eftir að lagt var af stað. Ekkert truflaði kyrírðina þennan sólheita og fagra sumardag. Það var undarlegt að virða Tash- kent fyrir sér í þessari ferð. Ef ein- hver hefði árinu áður sagt sjómönn- unum — sem elska sitt fagra skip eins og hestamaðurinn gæðing sinn — að þeir ættu að sigla svona útlít- andi herskipi, hefðu þeir hlegið inni- lega að slíkri hugmynd. Öll dekk, gangar og skonsur voru troðfull af kössum, pokum og pinklum, svo enginn gat látið sér detta í hug, að þetta væri tundurspillirinn Tash- kent, fegursta og hraðskreiðasta skip Svartahafsflotans, heldur væri hér um að ræða þunglestaðan flutn- ingakláf. Farþegar í hundraðatali á 14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ herskipi. Gat nokkur látið sér detta slíka fjarstæðu í hug? En rússneska þjóðin hefir af reynslu margra styrjalda vanizt af því að undrast yfir hinu óeðlilega. Sjómennirnir gerðu sér grein fyrir því, að kassarnir, pokarnir og pinkl- arnir voru lífsnauðsynjar til þeirra sem vörðu Sevastopol fyrir árásum óvinahersveita og farþegarnir voru Rauða hers menn, sem áttu að taka þátt í örvæntingarfullri baráttu þeirra sem vörðu borgina svo hetju- lega gegn ofurefli. Aðkomumennirnir voru strax eins og heima hjá sér. á dekkinu. Sjó- mennimir virtu fyrir sér Rauða hers mennina — Síberíumenn, sem aldrei áður höfðu séð sjó — hraða sér að koma fyrir hríðskotabyssum aftur og fram á skipinu og raða sér á byssurnar viðbúnir að skjóta í all- ar áttir. „Þetta eru ernir, sem við erum að flytja,“ sögðu þeir, og strax mynd- aðist órjúfanleg samstaða milli sjó- manna og Rauða hers mannanna eins og þeir hefðu alizt upp saman. Klukkan 4 um eftirmiðdaginn hljómuðu viðvörunarmerki. Þýzk eftirlitsflugvél sást hátt á lofti. Hættumerkið hljómaði stöðugt og skerandi og verkaði eins og verið væri að draga fínan koparþráð gegn- um hjartað. Loftvarnabyssurnar geltu í gríð og erg. Njósnarvélin hvarf út í himinblámann og sól- skinið. Nú störðu hundruð augna til himins með sjónauka í allar áttir, ratsjár og mælitæki leituðu í allar áttir af margföldu kappi. I dauða- þögn keyrði skipið af fullri ferð í áttina að hinu hættu vafða takmarki. Orustan hófst klukkustund síðar. Við bjuggumst við árásum tundur- skeytaflugvéla, en þess í stað komu langfleygar Heinkel sprengjuflug- vélar. Þær komu í röð hver á eftir annarri undan sól og þegar þær voru komnar beint yfir skipið slepptu þær hinum þungu sprengjum sínum. Mér fannst þær gera þetta hægt og letilega. Nú var árangur ferðarinnar, örlög skips og manna í hendi eins manns. Stjórnanda Tashkent, Vasili Yaros- henko, maður af meðalhæð, þétt- vaxinn, svarthærður, með þykkt, svart efrivararskegg, hreyfði sig ekki úr brúnni. Hvíldarlaust gekk hann um brúna bakborða til stjórnborða, stöðugt horfandi til lofts. A broti úr sekúndu komu fyrirskipanir frá hon- um skýrri og sterkri rödd: „Hart í bak!“ „Hart í bak,“ svaraði maðurinn við stýrið. A hverju augnabliki frá því að or- ustan hófst, sveigði hinn hávaxni, bláeygði stýrimaður hjólið sem hann hafði hönd á, með eldsnöggum hand- tökum. Augnablik — sem í há- stemmdum skáldsögum væri talin eilífð — leið. Hvítir vatnsstrókar risu hátt í loft við hlið skipsins og fyrir aftan það og framan með sprengjubrotum í allar áttir. „Sprenging á stjórnborða,“ til- kynnti varðmaður. „Skjótið,“ hrópaði foringinn. Orustan stóð í þrjár klukkustund- ir nær óslitið. Meðan nokkrar Hein- kel vélar héldu uppi sprengjukasti, fóru aðrar og sóttu nýja sprengju- farma. Við þráðum myrkrið eins og maður í eyðimörku dropa af vatni. A brúnni gekk Yarcshenko hvíld- arlaust fram og til baka, horfandi eldsnöggum hreyfingum í allar áttir til lofts. Hundruð augna fylgdu hon- um ósjálfrátt eins og hann væri furðuvera. Eitt skipti sem ég horfði á hann ganga fram hjá, sá ég hann nísta tönnum og heyrði hann tauta. „Þessi djöfulgangur getur ekki end-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.