Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Síða 33
Haraldur Guðmundsson
skipstjóri frá ísafirði
andaðist í Reykjavík í aprílmánuði
síðastliðnum. Hann hóf sjómennsku
á unglingsárum og var farsæll skip-
stjóri um áratugi. Haraldur var mjög
félagslyndur maður. Hann var for-
maður skipstjórafélagsins,, Bylgjan“
á ísafirði um mörg ár og fulltrúi fé-
lagsins á þingum FFSÍ. Hann var
fyrsti formaður sjómannadagsráðs á
ísafirði. Haraldur sat í bæjarstjórn
ísafjarðar um langt árabil og gegndi
ýmsum öðrum trúnaðarstörfum þar
sem hann hafði traust allra er til
hans þekktu. — H. J.
Svar menntamálaráðherra var á
þessa leið:
„Eg er fyrirspyrjanda alveg sam-
mála um það, að það er ekki viðun-
andi, að svo langur tími skuli hafa
liðið, sem raun ber vitni, án þess
að lóðamörk Sjómannaskólalóðar-
innar hafi verið endanlega ákveðin.
Og ég skal með ánægju lýsa því yfir,
að ég mun beita mér fyrir því, að
máli þessu verði komið endanlega í
höfn, og síðan í samræmi við vilja
húsbygginganefndarinnar, þegar
lóðamörkin hafa verið ákveðin, að
fé verði veitt til þess að ganga end-
anlega frá skipulagi og skreytingu
lóðarinnar.“
Sjómannaskólinn, norðurhlið.
Sjómannaskólinn, norðausturhlið.
því, að hrúgað verði á hæðina, þar
sem hann stendur á, svo miklu af
byggingum, að engin þeirra njóti
sín, að þar gerist svipuð saga og á
Skólavörðuholti, þar sem stórbygg-
ingar hafa risið og eru að rísa að
því er virðist skipulagslaust í ein-
um þéttum hnapp og æpa svo að
segja hver á aðra. I von um, að enn
megi takast að forða Sjómannaskól-
anum og hæðinni, sem hann stend-
ur á, að verða skipulagsleysinu og
stílleysinu að algerri bráð, er fsp.
mín fram borin.
Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð-
herra svaraði fyrirspurninni. I svari
hans kom fram, að þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir af hálfu bygginga-
nefndar skólans hefðu lóðamörk
hans ekki fengizt ákveðin enn. Væri
og ógerlegt að skipuleggja skólalóð-
ina fyrr en endanlegur úrskurður
væri fenginn um lóðamörkin.
Að fengnum þessum upplýsingum
tók Gils Guðmundsson aftur til máls
og skoraði á menntamálaráðherra
að beita sér fyrir skjótum umbót-
um í þessu efni: Fá því til leiðar
komið, að borgaryfirvöld stæðu við
gamalt fyrirheit um afhendingu
myndarlegrar skólalóðar, og afla
fjárveitingar til að gera lóðina vel
úr garði.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 19