Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Page 39
Drangey er úr móbergi, þver-
hnípt berg að heita má alls staðar og
ekki fært upp á hana nema á ein-
um stað. Þó er sú leið enganveginn
auðveld nema færustu mönnum unz
komið hafði verið þar fyrir keðju
og stiga til að létta uppgönguna.
Heitir þar Uppgönguvík sem ráðist
er til uppgöngu á eyna. Varasam-
asti staður á allri leiðinni er svo-
kallað Gvendaraltari, en um það er
eftirfarandi þjóðsaga:
„Áður en Grettir kom í Drangey
var hún almenningur, en eftir það
hann var drepinn (1030 hér um bil),
komst hún undir biskupsstólinn á
Hólum í Hjaltadal, og höfðu því
Hólabiskupar mest umráð yfir eynni
og mestar nytjar af fugli og fiskafla.
En ekki var fuglatekjan annmarka-
laus í þá daga, því Drangey lítur
út eins og sæbrattur klettur úr sjón-
um á allar hliðar, hvar sem á er
litið. Framan af, meðan hér á landi
voru fullhugar og ötulir aflamenn,
sigu þeir mjög í bergið og sáust lítt
fyrir, enda var þá fuglatekjan ólíkt
meiri en nú, og urðu tíðum að því
ógurlegir mannskaðar og slys; fór-
ust menn úr vöðum og sigum,
sprungu á niðurfallinu, lentu á klett-
um svo hvert bein mölbrotnaði.
Þess þóttust menn og brátt vísir
verða, að jafnt fórust þeir úr berg-
inu, sem góðar festar höfðu, og hin-
ir, sem lakari vaði höfðu, og þótti
það ekki einleikið. Voru festar
þeirra þverkubbaðar sundur, er
upp voru dregnar, eins og þær væru
annaðhvort höggnar sundur með exi,
eða skornar með öðru eggjárni; og
ekki var trútt um, að mönnum
heyrðist högg í berginu, rétt áður
en menn fórust úr festum, og í því
festarnar fóru í sundur. Lagðist því
það orð á, að þeir einir mundu í
berginu búa, sem ekki vildu, að
landsmenn drægju allan afla úr
höndum þeim, og þóttust eiga eyjar-
gagnið eins vel og aðskotadýrin.
Við manntjóni þessu vannst enginn
líkn langan tíma, og var svo komið,
að menn voru heldur farnir að
heykjast á, að fara eins almennt til
eyjarinnar og fyrst hafði tíðkazt,
sökum mannskaða þeirra er þar
urðu. Leið svo þar til Guðmundur
góði Arason varð biskup á Hólum.
Guðmundur biskup var, sem kunn-
Gvendaraltari.
ugt er af sögu hans, nytsemdarmað-
ur mikill, með yfirsöngvum og
vígslum, og vann með því löndum
sínum löngum líkn og bót margra
meina, og réð af margar illar vættir.
Guðmundur biskup var góður við
snauða menn og tók hann þá æði
marga heim á staðinn, þegar hann
sat þar, og hafði jafnan margt af
þeim heim með sér, er hann reið um
land. Af þessu varð stundum vor-
sníkja hjá honum á staðnum og
þurfti föng til að fá, hver sem fást
máttu. Hann lét menn sína sækja
mjög til Drangeyjar á vorum, bæði
til fiskifanga og fuglatekju, og fór
brátt að bera á því, að vættir þær,
er á eynni voru, gengu eins í ber-
högg við biskupsmenn sem aðra, og
urðu af því mannskaðar stórir.
Biskupi er sagt til, hvern mannskaða
hann liði við eyna, og ræður hann
það þá af, að hann fer til eyjarinnar
með klerkalýð sinn og vígt vatn. I
kappgönguvík er Steinstalli nokkur,
sem lítur svo út sem hlaðinn væri,
og er hann kallaður Gvendar-altari.
Þegar biskup steig af skipsfjöl, segja
menn, að hann hafi sungið messu,
og haft þennan stall fyrir altari, en
aðrir segja, að hann hafi aðeins gert
þar bæn sína. Þeim sið halda menn
enn í dag, að enginn fer sá upp í
Drangey, eða ofan af henni, að hann
geri ekki bæn sína við stalla þenn-
an. En að því búnu fór hann til og
vígði eyna, og byrjaði nokkuð fyrir
norðan Hæringshlaup, útsunnan-
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 25