Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 41

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 41
altari þegar hann fór upp á eyjuna, en þegar hann tók að síga í bjargið annaðhvort losnaði hann úr festinni eða hún hjóst sundur og hrapaði Pálmi í sjó niður. Það vildi honum til lífs að bátur var staddur á þeim slóðum sem Pálmi lenti í sjóinn og tókst að bjarga honum ósködduðum. Ekki hafa allir verið jafn heppnir þeirra sem hrapað hafa í Drangey, en dæmi er þó til þess annað að menn hafi komizt lífs af. Getið er manns sem hrapaði fáum árum síðar á að gizka 25 metra fall, en komst þó lífs af. Má telja það næsta ein- stakt í sinni röð. Önnur hætta, og öllu meiri en sú að menn hrapi, er af grjótflugi í bjarginu þegar menn eru við sig. I þeim tilfellum hafa margir verið hætt komnir, enda er ekki sigið nú orðið í bjargið öðruvísi en með hjálm á höfði. í fyrri daga var ekki um þá að ræða, enda var grjótflugið örlagaríkt fyrir margan sigmann- inn. Síðast á þessari öld — og ekki fyrir ýkja mörgum árum — skeði það að steinvala féll í höfuð sig- manni, rotaði hann og braut höfuð- kúpuna. Annar góður sigmaður fór þá eftir hinum slasaða niður og kom með hann í fangi sér upp. Þótti það vasklega af sér vikið. Ekki komst hinn slasaði til meðvitundar það sem eftir var kvölds og nætur og ekki heldur morguninn eftir, en þó var alltaf lífsmark með honum. Sami maður og sótti hann daginn áður, lét þá binda hann á bak sér og seig með hann niður í fjöru. Þar beið bátur þeirra og flutti þá til Sauðár- króks. Þótti afrek þetta með ein- dæmum. En af hinum slasaða er það að segja að Jónas Kristjánsson, sem þá var læknir á Sauðárkróki, skar upp á honum höfuðkúpuna og maðurinn náði fullum bata aftur. En grjóthrunið í Drangey er í öðr- um skilningi örlagaríkt. Við höfum orðið þess áskynja á síðari árum að Drangey minnkar hægt og sígandi — en sífeldlega á hverju ári hrynur úr henni, stundum lítið, en stundum líka stórar og miklar bergfyllur sem hrynja niður í fjöru og mynda þar urð og stórgrýti. í jarðskjálftunum sem urðu á Skagafirði í fyrra varð mikið berghrun í Drangey og sömu tíðindi hafa borizt þaðan að norðan Sigmaður í Drangeyjarbjargi. Á baki sér hefur hann strigapoka, sem ltann stingur eggjunum í. í vetur. í gamla daga var stærð Drangeyjar miðuð við túnið á Hól- um í Hjaltadal og hvorttveggja jafn stórt talið. En nú er Hólatún stöð- ugt að stækka og Drangey að minnka. Og einhverntíma kemur að því að Drangey verður dálítill og ör- mjór Drangur — á stærð við Kerl- inguna. Einn góðan veðurdag vinn- ur sjór eða jarðskjálfti, frost eða vetur — einfaldlega tímans tönn — á þeim Drang líka, og þá er Drangey horfin í djúpið. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Bárugötu 11. Sími 16593. Pósthólf 425. Þorsteinn Jósepsson. Annast öll venjuleg sparisjóðsviðskipti. Opinn daglega kl. 4—6, nema laugardaga kl. 10—11. SJOMANNADAGSBLAÖIÐ 27

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.