Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 51

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 51
lieagle (makríll — hákarl) veiðum, hafa skip þessi reynzt vel og verða þau sem nú eru í smíðum með frysti- útbúnað. Meirihluti skipanna er í eign gam- alla ættarfélaga, sem sjálf verka allan sinn fisk, selja skipunum það sem þau þurfa til veiðanna og jafn- vel fjölskyldum þeirra sem við þau starfa. Þetta fyrirkomulag var nær einráðandi þar til fyrir fáum árum, en styrjöldin og stofnun félagssam- taka sjómanna hafa gjörbreytt þessu fyrirkomulagi, þannig að nú eiga allmargir fiskimennirnir sín eigin skip, en meirihlutinn er þó í eign eldri félagssamtaka, en með frjáls- ara fyrirkomulagi. Færeysk fiskiskip em nú að gera tilraunir með nýjar veiðiaðferðir, eins og fyrr segir verða nýju skipin með frystiútbúnaði, tilraunir hafa verið gerðar með kraftblokkir við síldveiðar og heppnuðust vel, auk makrílveiðitilrauna verða einnig gerðar tilraunir með túnfiskveiðar. I Færeyjum er nú verið að reisa síld- arverksmiðju. En mestar vonir eru byggðar á því, að landhelgin verði stækkuð í 12 mílur, svo að draga megi úr þeirri ofveiði, sem átt hefir sér stað umhverfis eyjarnar, og það sem meira er, slíkt gæti stuðlað að því að meira fiskaðist á heimamið- um, þannig að grundvöllur myndað- ist til þess að reisa fleiri fiskvinnslu- stöðvar, svo sem frystihús, er skapað gæti vinnu fyrir fólkið í landi og hækkað verðmæti útflutningsins. Arið 1962 skiptist aflinn þannig til útflutnings: 28,5% þurrkaður salt- fiskur, 28,2% óverkaður saltfiskur, 12,5% saltsíld, 17,5% nýr fiskur, 6,2% fryst fiskflök, 5,5% annar fisk- ur og aðeins 1,6% ósundurliðað, heildarverðmæti aflans varð 126,3 millj. Dkr. ★ Sportveiðimaðurinn spurði bóndann hvort hann mætti renna í ánni í landar- eign hans. „Já velkomið," svaraði bóndinn. „Nú, það er þá enginn glæpur þó mað- ur fái hér fisk?“ „Nei, ekki aldeilis, það væri miklu fremur kraftaverk." Heiti skipafélaga Ástæðnrnnr fyrir því hvaða heiti skipafélög nefna starfsemi sína, er eitt af því margbreytilega í skipasiglingamálunum. Cunard-línan er heitin í höfuð stofnanda hennar, Samuel Cunard. Nafn Union Castle Line varS til úr samsteypu tveggja samkeppnisfélaga: Union Line og Castlie Line. United States Line, French Line og Italian Line. Hið fræga nafn Blue Funnel Line varð til fyrir smávægilega tilviljun. Þegar Alfred Holt hóf starfsemi sína í skipasiglinga- málum árið 1852 keypti hann gamalt þrímastraS seglskip, sem var útbúiS meS tveimur litlum gufuvélum og mjög háum „reykspúa". Meðal birgða skipsins var talsvert af blárri málningu, sem skipverjar notuðu af sparsemisástæðum til þess aS smyrja á skellóttan „reykspúann, en sem siðar varð að fastri venju á síðari skipum félagins. Nú er Alfreds Holts-flotinn orSinn yfir 60 skip af ýmsum gerðtim, öll með blámálaðan reykháf og svartri rönd að ofan til sólhlífar. Nú ferðast þessi skip t reglubundnum siglingum víðsvegar um hnöttinn. Frá Bretlandi og meginlandi Evrópu til Afríku og Átralíu og frá austurströnd Bandaríkjanna um Kyrrahaf til Philippseyja, Hong Kong og Malaya. Veiðinn varalitur. Vorið 1961 barst sú fregn frá Noregi, að í Solvær við Lofoten hafi sala á varalit skyndilega aukizt svo gífurlega, að enginn myndi annað eins: En hið undarlega var, að það var ekki kven- fólk, sem keypti, héldur voru það veðtirbarðir sjámenn, sem hópuðust inn í búðirnar til þess að biðja tim þessa vöru. Afgreiðslufólkið hélt fyrsta daginn, að mennimir hefðu gert samtök um að hressa upp á útlit kvenna sinna, en svo reyndist þó ekki. Varcditurinn var ekki konum ætlaður. Þeir voru að kaupa hann handa þorskinum! Menn höfðu komizt að því með einhverjum hætti, að gott væri að smyrja öngulinn með varalit — „þá tekur þorskurinn eins og óður", sagði einn sjó- maðurinti. Vill einhver ykkar reyna þetta við laxinn, piltar! SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 37

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.