Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 54

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 54
A veiðum í Lusitaniu Einn af hörmulegustu atburðum heimsstyrjaldarinnar fyrri skeði h. 7. maí 1915, þegar Þjóðverjar sökktu bandaríska farþegaskipinu Lusi- taníu, undan ströndum Suður-ír- lands. Þau tæp 50 ár, sem liðin eru síðan, hefur flak skipsins legið óhreyft í sinni votu gröf, nema hvað kafarar hafa stöku sinnum farið þangað niður síðari árin í athugun- arferðir. Skipið liggur á 50 faðma dýpi, og má segja að svo til enginn sjávargróður hafi safnazt á það, þótt óvenjulegt sé. Kafararnir tóku eftir því, að mikið af fiski og margar tegundir héldu sig umhverfis flakið og í því. Þetta þótti veiðimönnum auðvitað góðar fréttir, enda leið ekki á löngu unz Lusitania var orðin þekktur og eftir- sóttur veiðistaður. Grein sú, sem hér fer á eftir, í þýðingu og endur- sögn, er rituð af fréttaritara blaðs- ins The Fishing Gazette & Sea An- gler og birtist þar h. 9. marz s. 1.: Hjónin Michael og Peggy Barring- ton-Martin hafa sennilega varið meiri tíma til veiða í flakinu af Lusi- taniu en nokkur annar. Þau hafa engan áhuga fyrir skipsskrokknum sjálfum, heldur lífi, sem í iðrum hans er og umhverfis hann. Já, þar er fiskur — og margir stórir: Langa, þorskur, lýsa, karpi, lýr, ufsi, há- karl og jafnvel einn og einn tann- hvalur hefur komið á stengur þess- ara djúpfiskiiðkenda og kunningja þeirra. Fyrir fimm eða sex árum reyndi ég, ásamt David Rapoport og Orgill ofursta í Kinsale að komast út að flaki Lusitaniu, til þess að veiða, en veðrið var vont og við höfðum eng- an hljóðdýptarmæli og urðum því að hætta við ferðina. Orgill ofursti var þó ákveðinn í að fara þarna út síðar og talaði oft um það, en svo þurfti hann að flytja til Indlands og þá var draumurinn úr sögunni. En á sama tíma var Kinsale að vinna sér nafn sem bækistöð fyrir 40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Lusitanici á hafsbotni. sjóstangaveiði..1) Veiðimenn frá flestum löndum Evrópu tóku að flykkjast þangað, þar á meðal Bar- rington-Martin hjónin, sem nokkr- um árum áður höfðu spreytt sig á stórfiskaveiðum hjá andfætlingum okkar á suðurhveli. Hjónin urðu strax hrifin af þeirri hugmynd, að veiða í skipsflakinu og það leið ekki á löngu unz þau eign- uðust bát og fengu bækistöð í Kin- sale. Báturinn var búinn öllum nýj- ustu og fullkomnustu tækjum, en þegar þau komu út á svæðið hafði þegar verið sett þar dufl. Þau voru því fljót að finna flakið með aðstoð hljóðdýptarmælisins. Það fyrsta, sem þau þurftu að at- huga, var hvernig skipsskrokkurinn snéri á botninum, því að lægi hann þvert á strauminn, yrði ekki hægt að hemja færið á staðnum nema nokkrar sekúndur í einu, en lægi skipið hinsvegar með straumnum var hægt að renna góða stund áður en bátinn ræki frá. Þau hófu tilraunir sínar þegar straumaðstæður voru beztar, og það leið ekki á löngu unz þau höfðu gengið úr skugga um að flakið lá með straumnum, eins og bezt hent- aði fyrir þau. Einnig kom strax í ljós, að án teljandi erfiðleika var hægt að láta reka alla skipslengdina; en svo kom nýtt athugunarefni til sögunnar, þegar þau uppgötvuðu, að sú hliðin, sem tundurskeytið hafði hitt, sneri upp og þar var gífur- lega stórt gat eða sprunga langt inn í iður skipsins. Hjónin gengu nú úr skugga um að fréttasenditækin væru í lagi og hófu svo veiðarnar; og þau þurftu ekki að bíða lengi eftir því að bitið væri á agnið. í þessari fyrstu ferð veiddu þau svo ótrúleg ósköp af 1) Flakið liggur út af Old Head viS Kin- sale. — Þýð. löngu, að því meti verður senni- lega aldrei hnekkt. Mest veiddist í rifunni á flakinu, og er engu líkara en að langan leiti þarna niður í hlé undan straumnum. Ég spurði Michael nokkuð um aðferðina og tækin, sem notuð eru við þessar djúpveiðar, og hann sagði mér m. a. að alltaf væru notaðir tveir önglar, því að jafnskjótt og beitan kæmi niður væri hún tekin; og þar eð alltaf mætti búast við að smátitt- ur gæti álpast á agnið, væri annað en gaman að þurfa að draga inn 300 feta línu fyrir slíka veiði. Væru öngl- arnir hins vegar tveir, kæmi æði oft vænn fiskur á annan þeirra. Síðar sama ár, þegar þau fóru til veiða í flakinu, gerðu þau nýja upp- götvun. I stað þess að beitan hafði áður sokkið hindrunarlaust til botns, stöðvaðist hún nú á þéttri ufsatorfu fyrir ofan flakið. Þar greip hann alltaf ufsi, og voru þeir flestir um 14 pund að þyngd. Michael reyndi ýmsar aðferðir til þess að komast gegnum ufsalagið og fann að síðustu það ráð að setja tveggja punda sökku á línuna og renna henni nið- ur á torfuna. Þannig komst beitan í gegn og niður þangað sem stóru löngurnar biðu hennar. Eitt af því athyglisverðasta, sem í ljós kom, var ef til vill það, að hver fisktegund var út af fyrir sig í flak- inu. A einum staðnum var t. d. ekk- ert nema þorskur, sumir mjög stórir, en á öðrum stað eintómur karpi og magnið gífurlegt. Lýrinn hélt sig meðfram flakinu, en fór ekki inn í það fremur en ufsixm. Lýrinn, sem þarna veiddist, er miklu stærri en sá, sem venjulega fæst á öðrum mið- um. Margt undarlegt kemur fyrir á þessum veiðum, en það einkennileg- asta er líklega sagan um sogfiskinn. Það kom all oft fyrir að hjónin drógu fiska, sem voru með sár á

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.