Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 59

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 59
Skipalest PQ 17 sökkt Rússarnir urðu að fá vörur og vistir hverju sem tautaði og hvað sem það kostaði. Og það kostaði mikið. Sífelldar árásir á skipalestimar, menn voru drepnir í þúsundatali eða frusu í hel í ísauðninni og verðmæti fyrir þús- imdir milljóna töpuðust. Frá flugstöðvum í Noregi komu þýzkar árásar- vélar hfaðnar sprengjum og tundurskeytum, með stefnu á skipalestimar, sem gat valdið ósigri eða sigri bandamanna . . . í tilkynningu frá skipulagsstjóm þýzka sjóhersins dags. 22. jan. 1942 segir svo: Foringinn er fullviss um að Nor- egur er veigamikill þáttur í hern- aðarátökum styrjaldarinnar . . . Foringinn fyrirskipar því veru- legu aukningu hermanna og her- gögnum í Noregi, hann væntir þess að sjóherinn geri sitt ýtrasta . . . Yfirmanni lofthersins hefir verið falið að auka styrjaldarað- gerðir . . . .. . með eða móti Þýzkalandi? Þegar maður hefir fengið vitn- eskju um, að Bandaríkin höfðu frá því í september 1941 til styrjaldar- loka framleitt og flutt: 375.883 vörubifreiðir 51.503 jeppabifreiðir 7.058 brynvarða vagna 8.075 traktora 35.107 mótorhjól 14.975 flugvélar 189.000 símatæki 1.900. járnbrautarvagna 4.5 milljón tonn matvæla og að Bretland hefði af sinni fram- leiðslu afgreitt 5.218 brynvarðar bifreiðir, 7.410 flugvélar og mikil- væg hráefni eins og aluminium og gúmmi og að megnið af öllum þess- um varningi var fluttur með skipa- lestum frá Islandi, framhjá Jan Mayen, uppundir Svalbarða milli Hopen og Bjarnareyja til Mur- mansk og Arkangelsk er auðvelt að átta sig á því, að Adolf Hitler og hans kumpánar hafi talið Noreg — þennan næsta nágranna skipalest- anna í N-Atlantshafi — mikilvægt styrjaldarsvæði. An þessarar aðstoðar frá Banda- mönnum hefðu Sovétríkin orðið að draga sig í hlé í styrjöldinni eða falla, — sem og Sovét-Ambassador- inn í London Maiskij gaf í skyn við brezka forsætisráðherrann á fundi 4. sept. 1941 þegar hann færði Churchill beiðni frá Stalin um stuðning. En sú tilvitnun gerði Churchill öskureiðan, svo að hann hreytti úr sér: „Gleymið því ekki herra minn, að það eru ekki liðnir nema fjórir mánuðir síðan, að við vissum ekki hér í landi hvort Sovét- ríkin myndu standa með eða móti Þýzkalandi . . . og hvað sem skeður, og hvað sem þið gerið, þá ættu Rússar að vera þeir síðustu til að álasa okkur!“ I yfirstjórn brezka sjóhersins var P. Q. Roberts falið það hlutverk, að skipuleggja skipalestir um Norð- ur-íshafið til N-Rússlands. Og þar með fengu skipalestimar kenni- nafnið P. Q. með viðeigandi númeri á eftir. Og síðan var hafist handa. P. Q. sigldu sem kunnugt var úr Hvalfirði, sú fyrsta 29. sept. 1941. Fyrstu 12 P. Q. skipalestarnar komust áfram án verulegs tjóns — aðeins tvö flutn- ingaskip höfðu tapast. Þýzku kaf- bátarnir höfðu nóg að gera í Atlants- hafi og Luftwaffe hafði meir en nóg að starfa í N-Afríku og á Sovétvíg- stöðvunum. En í ársbyrjun — sam- kvæmt fyrirmælum foringjans — breyttist aðstaðan. Þann 21. maí lagði P. Q. 17 af stað norður á bóg- inn, m. a. skipa voru 22 undir amer- ískum og brezkum fánum, 2 undir rússneskum fána, 2 voru skrásett í Panama og tilheyrði Hollenzku rík- isstjórninni. Heilsið Stalin! Um þetta leyti var 5000 tonna ameríska skipið „Bolton Castle“ að lesta sprengiefni í Glasgow. Full- trúi frá skipafélaginu kom um borð Efri myndin: Eftirlitsflugvél Egon Repers, að neSan flugmaSurinn sjálfur, sem fyrstur fann P. Q. 17 milli ]an Mayen og Svalbarða. til skipstjórans, hins gráhærða John Pascoe, læsti rækilega á eftir sér hurðinni og sagði alvarlega: — Þessi siglingaleið og takmark hennar er algjört leyndarmál, aðeins þú og 1. stýrimaður megið vita hana. Þið eigið að sameinast P. Q. 17 við ís- land og sigla til Arkangelsk. — Þú veizt að þetta er síðasta stóra skip Chalmers-skipafélagsins, þú skil- ur . . . Pascoe bauð upp á Sherry, þeir skáluðu, fulltrúinn þakkaði og kvaddi eftir stutta stund. Skipið átti að leggja af stað samstundis. — I dyragættinni sneri fulltrúinn sér við og sagði: „Þú manst, þetta er al- gjört leyndarmál.“ Eftir örskamma stund var land- festum að aftan og framan sleppt. Fulltrúinn horfði upp í brú til skip- stjórans og upp á bakkann til skip- verja sem voru að taka saman land- festar og veifa til hafnarverkamann- anna. Allt í einu hrópuðu nokkrir þeirra til skipverja. „Heilsið þið Stalin frá okkur!“ Fulltrúinn varð öskugrár í andliti . . . I brúnni stóð Pascoe skipstjóri orðlaus af undrun. Hann vissi að þýzkir skipanjósn- arar höfðu verið teknir fastir í Glasgow og öðrum höfnum við Clyde-mynni, en það væru ábyggi- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 45

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.