Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Síða 59

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Síða 59
Skipalest PQ 17 sökkt Rússarnir urðu að fá vörur og vistir hverju sem tautaði og hvað sem það kostaði. Og það kostaði mikið. Sífelldar árásir á skipalestimar, menn voru drepnir í þúsundatali eða frusu í hel í ísauðninni og verðmæti fyrir þús- imdir milljóna töpuðust. Frá flugstöðvum í Noregi komu þýzkar árásar- vélar hfaðnar sprengjum og tundurskeytum, með stefnu á skipalestimar, sem gat valdið ósigri eða sigri bandamanna . . . í tilkynningu frá skipulagsstjóm þýzka sjóhersins dags. 22. jan. 1942 segir svo: Foringinn er fullviss um að Nor- egur er veigamikill þáttur í hern- aðarátökum styrjaldarinnar . . . Foringinn fyrirskipar því veru- legu aukningu hermanna og her- gögnum í Noregi, hann væntir þess að sjóherinn geri sitt ýtrasta . . . Yfirmanni lofthersins hefir verið falið að auka styrjaldarað- gerðir . . . .. . með eða móti Þýzkalandi? Þegar maður hefir fengið vitn- eskju um, að Bandaríkin höfðu frá því í september 1941 til styrjaldar- loka framleitt og flutt: 375.883 vörubifreiðir 51.503 jeppabifreiðir 7.058 brynvarða vagna 8.075 traktora 35.107 mótorhjól 14.975 flugvélar 189.000 símatæki 1.900. járnbrautarvagna 4.5 milljón tonn matvæla og að Bretland hefði af sinni fram- leiðslu afgreitt 5.218 brynvarðar bifreiðir, 7.410 flugvélar og mikil- væg hráefni eins og aluminium og gúmmi og að megnið af öllum þess- um varningi var fluttur með skipa- lestum frá Islandi, framhjá Jan Mayen, uppundir Svalbarða milli Hopen og Bjarnareyja til Mur- mansk og Arkangelsk er auðvelt að átta sig á því, að Adolf Hitler og hans kumpánar hafi talið Noreg — þennan næsta nágranna skipalest- anna í N-Atlantshafi — mikilvægt styrjaldarsvæði. An þessarar aðstoðar frá Banda- mönnum hefðu Sovétríkin orðið að draga sig í hlé í styrjöldinni eða falla, — sem og Sovét-Ambassador- inn í London Maiskij gaf í skyn við brezka forsætisráðherrann á fundi 4. sept. 1941 þegar hann færði Churchill beiðni frá Stalin um stuðning. En sú tilvitnun gerði Churchill öskureiðan, svo að hann hreytti úr sér: „Gleymið því ekki herra minn, að það eru ekki liðnir nema fjórir mánuðir síðan, að við vissum ekki hér í landi hvort Sovét- ríkin myndu standa með eða móti Þýzkalandi . . . og hvað sem skeður, og hvað sem þið gerið, þá ættu Rússar að vera þeir síðustu til að álasa okkur!“ I yfirstjórn brezka sjóhersins var P. Q. Roberts falið það hlutverk, að skipuleggja skipalestir um Norð- ur-íshafið til N-Rússlands. Og þar með fengu skipalestimar kenni- nafnið P. Q. með viðeigandi númeri á eftir. Og síðan var hafist handa. P. Q. sigldu sem kunnugt var úr Hvalfirði, sú fyrsta 29. sept. 1941. Fyrstu 12 P. Q. skipalestarnar komust áfram án verulegs tjóns — aðeins tvö flutn- ingaskip höfðu tapast. Þýzku kaf- bátarnir höfðu nóg að gera í Atlants- hafi og Luftwaffe hafði meir en nóg að starfa í N-Afríku og á Sovétvíg- stöðvunum. En í ársbyrjun — sam- kvæmt fyrirmælum foringjans — breyttist aðstaðan. Þann 21. maí lagði P. Q. 17 af stað norður á bóg- inn, m. a. skipa voru 22 undir amer- ískum og brezkum fánum, 2 undir rússneskum fána, 2 voru skrásett í Panama og tilheyrði Hollenzku rík- isstjórninni. Heilsið Stalin! Um þetta leyti var 5000 tonna ameríska skipið „Bolton Castle“ að lesta sprengiefni í Glasgow. Full- trúi frá skipafélaginu kom um borð Efri myndin: Eftirlitsflugvél Egon Repers, að neSan flugmaSurinn sjálfur, sem fyrstur fann P. Q. 17 milli ]an Mayen og Svalbarða. til skipstjórans, hins gráhærða John Pascoe, læsti rækilega á eftir sér hurðinni og sagði alvarlega: — Þessi siglingaleið og takmark hennar er algjört leyndarmál, aðeins þú og 1. stýrimaður megið vita hana. Þið eigið að sameinast P. Q. 17 við ís- land og sigla til Arkangelsk. — Þú veizt að þetta er síðasta stóra skip Chalmers-skipafélagsins, þú skil- ur . . . Pascoe bauð upp á Sherry, þeir skáluðu, fulltrúinn þakkaði og kvaddi eftir stutta stund. Skipið átti að leggja af stað samstundis. — I dyragættinni sneri fulltrúinn sér við og sagði: „Þú manst, þetta er al- gjört leyndarmál.“ Eftir örskamma stund var land- festum að aftan og framan sleppt. Fulltrúinn horfði upp í brú til skip- stjórans og upp á bakkann til skip- verja sem voru að taka saman land- festar og veifa til hafnarverkamann- anna. Allt í einu hrópuðu nokkrir þeirra til skipverja. „Heilsið þið Stalin frá okkur!“ Fulltrúinn varð öskugrár í andliti . . . I brúnni stóð Pascoe skipstjóri orðlaus af undrun. Hann vissi að þýzkir skipanjósn- arar höfðu verið teknir fastir í Glasgow og öðrum höfnum við Clyde-mynni, en það væru ábyggi- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.