Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 61
iVíe 110 vél Schlossteins flugforingja P. Q. 17 skipalestinni fpann 4. júní rétt fyrir árásina.
fenjamýrum 50 km. innan við rússn-
esku víglínuna og láta vita með
radíóskeyti hvar hann væri. Nokkr-
um tímum síðar tókst Handrich
flugforingja norðurdeildarinnar
(sigurvegari frá Olympíuleikjunum
í Berlín 1936), að lenda rétt hjá
þeim og taka þá upp í vél sína.
Þegar þeir voru komnir aftur til
Höybuktmoen, sagði Handrich: Það
er útlit fyrir að þér verðið að fara
strax af stað aftur og veita vernd
tundurskeytaflugvélunum í Skva-
dron 26. Þeir eiga að gera árás á
skipalest við Bjamareyjar.
En það var Kústenfliegelstaffel
1/406 með aðsetur í Solbergfjorden,
sem gerði fyrstu árásina. Þennan
sama morgunn hafði Hauptmann
Vater fengið fyrirskipun um árás á
skipalestina. Meðan flugvélar sveit-
arinnar voru hlaðnar benzíni, gerðu
vélfræðingar tundurskeytin klár til
árása. Rannsaka þurfti hvert tund-
urskeyti og síðan fylla þau með
þrýstilofti, vatni og spritti. Hvert
tundurskeyti var 7,5 m á lengd og
775 kg. að þyngd. Þar af voru 200
kg. sprengiefni. Þegar var sleppt í
árás mátti hraði vélarinnar ekki
vera meiri en 180 km. og hæð yfir
sjávarflöt ekki yfir 40 m en þá gátu
þau farið 2.000 metra með 33 mílna
ferð. „Hagkvæmasta“ fjarlægð frá
skotmarki var 800 m — raunveru-
leg sjálfsmorðs fjarlægð. Eftir 5 klst.
var allt tilbúið til ferðar.
Heinkel-vélarnar stungu sér nið-
ur úr þokunni, og allt í einu var
P. Q. 17 beint framundan. Aðvör-
unar- og fyrirskipunarmerki með
morselömpum glömpuðu um alla
skipalestina, en Hauptmann Vater
gaf merki um fyrirvaralausa árás,
og í miðunarsjónauka hverrar vélar
var eitt skip. Frá flutningaskipum
og varnarskipunum voru 126 fall-
byssur og 141 loftvarnabyssa við-
búnar árásinni.
P. Q. 17 skal sökkva!
Hauptmann Vater einbeindi árás
sinni á fylgdarskipið „Zamalek",
skothríðin dundi á brú þess og um
allt dekkið. Tuttugu sekúndum síð-
ar sprakk sprengja hjá öðru eftir-
litsskipi „Zafaaran“ undir vél
Hauptmanns. Honum var ekki ljóst
hvort flugvélin var eyðilögð, en
hann missti stjórn á henni, en tókst
þó að renna henni niður á milli skip-
anna, sem skutu stöðugt á eftir hon-
um, og lenda henni á sjóinn um
2 til 3 km. utan við skipalestina.
Tveir tundurspillar keyrðu frá lest-
inni í átt að óvinaflugvélinni, sem
var að byrja að sökkva, Hauptmann
og félagar hans tveir komust í gúm-
mífleka og sáu fyrir sér fangavist
það sem eftir var styrjaldar. En allt
í einu kom Heinkel vél svífandi til
þeirra og settist rétt hjá þeim. Þeir
klifruðu um borð af flekanum, og
vélin tók sig upp í skyndingu og
hvarf í þokumóðuna. A tundurspill-
inum „Pozarica“ tautuðu bretamir
sem misstu af bráðinni. „Þeir eru
ískaldir þessir Þjóðverjar, en ekk-
ert af tundurskeytum þeirra hefir
hitt, við erum enn með 1-0.“
Þann 4. júní kom enn árásarskip-
un til vélanna á Bardufoss flugstöð-
inni, það voru flugsveitirnar „Löwe“
og „Adler“ sem skömmu áður höfðu
komið frá Frakklandsvígstöðvunum.
Nú áttu þær að reyna sig við P. Q.
17, samtals 50 Ju 88 vélar.
Frá Billefjord lögðu á sama tíma
upp Heinkelvélar til verndar tund-
urskeytavélunum og Schlosstein frá
Höybuktmoen með sínar ME 110
árásarvélar. Nú var allt fljúgandi og
fljótandi árásarlið Þjóðverjanna á
leið út í Ishafið. Herskipin voru
farin af stað frá Trondheim, en þeg-
ar „Tirpitz“ lagði af stað frá Alta-
fjord þann 5. júní var öllu lokið.
Rúmlega 20 skip höfðu farist í
íshafið.
Flugvéladeildirnar „Löwe“ og
„Adler“, ásamt ME 110 deildinni í
samstarfi við kafbátadeildina
„Eisteufel“ höfðu lokið hlutverki
sínu. P. Q. 17 hafði verið splundrað,
rúmlega 20 skip höfðu verið sprengd
í loft upp eða sökkt og mörgum
skipum sem reyndu að komast
undan af eigin rammleik var einnig
sökkt. Aðeins um einn þriðji hlut-
inn af 200.000 tonna flutningi varð
komið til Arkangelsk. I fjórtán daga
héldu ýmis leitarskip bandamanna
áfram að leita að eftirlifandi sjó-
mönnum á flekum víðsvegar um ís-
hafið. Það tók nokkurn tíma áður en
herstjórn bandamanna var búin að
ná sér eftir þetta hroðalega tjón, til
þess að senda nýja skipalest af stað,
P. Q. 18, en þann 2. september lagði
hún af stað út frá Loch Ewe, 37
flutningaskip.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47