Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Síða 44

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Síða 44
Fulltrúar, stjórn og starfsfólk á 23. þingi F. F. S. f. FFSÍ — Þrjátíu ára gifturíkt starf Á 23. þingi FFSl síðastliðið haust var þess minnst, að þá voru liðin 30 ár frá stofnun sambandsins. Rakti núverandi forseti FFSÍ, Guðmundur Ff. Oddsson, aðdragandann að stofnun sambandsins og ýmis áhuga- og baráttumál þess á þessu tímabili, er ýtarlega skýrt frá því í Sjómannablaðinu Víking 1. tbl. þ. á. Starfsemi sambandsins hefir farið mjög vaxandi á undanförnum árum, með auknum meðlimafjölda, en innan þess eru nú öll skipstjóra- og stýrimanna- •félög landsins, Vélstjórafélag Islands, Mótorvélstjórafélag Islands, Félag bryta og Félag íslenzkra loftskeytamanna. Á öðru ári sambandsins hóf það út- gáfu tímarits er hlaut nafnið Víkingur- inn, síðan var brot þess stækkað og nafni þess breytt í „Sjómannablaðið Víking- ur“, og er það eina tímarit sjómanna- stéttarinnar á breiðum grundvelli, sem komið hefir út að staðaldri um áratugi. Blaðið hefir á margan hátt verið lyfti- stöng um málefni sjómanna og sam- bandsins og því til sóma. Fyrstu sambandsstjórn FFSÍ skipuðu: Ásgeir Sigurðsson skipstjóri, forseti, Þor- 30 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ steinn Árnason vélstjóri, varaforseti, Konráð Gíslason stýrimaður, ritari, Magnús Guðbjartsson vélstjóri, ritari, og meðstjórnendur Guðbjartur Ólafsson hafnsögumaður, og Sigurjón Einarsson skipstjóri. Guðmundur Jensson lofskevtamður hefir verið framkvæmdastjóri FFSÍ og Ásgeir Sigurðssott. meðritstjóri Sjómannablaðsins Víkings um 22 ár. Forsetar FFSl frá upphafi til þessa dags hafa verið: Ásgeir Sigurðsson skipstjóri, forseti frá 8. júní 1937 til dauðadags. — Hann varð bráðkvaddur 22. september 1961, þar sem hann var staddur á samkomu Norsk-íslenzka félagsins í Stavanger, en hann hafði skömmu áður verið kjörinn heiðursfélagi þess, sem stofnandi þess 9 árum áður. Ásgeir hafði því verið for- seti FFSÍ rúm 24 ár óslitið, og notið ein- dæma verðugs trausts og vinsælda í þvi vanda- og erilssama starfi, ólaunað að öðru en virðingu allra er kynntust ósér- hlífnu starfi hans í þágu sjómannastétt- arinnar, hvar sem því varð við komið. Egill Hjörvar vélstjóri, sem var vara- forseti er Ásgeir féll frá, gegndi því fram yfir 20. þing, 16. nóvember sama ár. Kristján Aðalsteinsson skipstjóri for- seti 1961—1963. Örn Steinsson vélstjóri, forseti 1963 —1965. Guðmundur H. Oddsson, forseti frá 1965.

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.