Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Side 62

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Side 62
Sjómannasfofa í Keflavík Þann 31. janúar sl. var opnuð Sjó- mannastofa í Keflavík, er hlaut nafnið „Sjómannastofan Vík,“ og með tilkomu hennar er náð merkum áfanga í þróun- arsögu byggðarlagsins, en um allmörg undanfarin ár hefir hugmyndin um sjó- mannastofu á Suðurnesjum verið ofar- lega í hugum framfaramanna þar í fé- lagsmálum, og ýmis félagasamtök með stúkuna Vík og Sjómannadagsráð í far- arbroddi unnið vel að þessu menningar- máli og safnað í sjóði til þess að standa straum af framkvæmdum. Við vígslu Sjómannastofunnar voru viðstaddir fulltrúar félagasamtakanna, er að þessum framkvæmdum stóðu, auk annarra gesta. Ræður og árnaðaróskir fluttu m. a.: Sveinn Jónsson bæjarstjóri, sr. Björn Jónsson, Ragnar Guðleifsson form. Verkalýðs- og sjómannafél. Kefla- víkur, og Jónína Guðjónsdóttir form. kvennad. S. V. F. I. í Garði, og Guð- mundur H. Oddsson ‘forseti F. F. S. 1., sem færðu Sjómannastofunni gjafir fé- lagasamtaka sinna. Sjómannadagsráðið festi kaup á hús- eigninni Hafnargötu 80 í Keflavík með velviljuðum stuðningi bæjarráðs Kefla- víkur, og hafa verið gerðar ýmsar lag- færingar á húseigninni til þessa verk- efnis, og eru húsakynni hin smekkleg- ustu. Hefir þannig verið ráðin lausn á þeim vanda, að tilfinnanlega hefur skort athvarf fyrir aðkomusjómenn í Keflavík á vertíðum, en jafnframt er Sjómanna- stofan menningartákn fyrir heimasjó- menn og ber glæsilegan vott um félags- legan þroska þeirra aðila, sem að þess- um framkvæmdum hafa unnið. Frá vígslu Sjómannastofunnar Víkur. Árni R. Ámason, framkvæmdastjóri, hýður gesti vel- komna og skýrir frá aðdraganda að stofnun sjómannastofunnar. Ný gerð fiskibáta. Norska skipabyggingastöðin Bátservice Verft A/S í Mandal, er nú farin að byggja nýja gerð fiskibáta, til veiða á heimamiðum, sem hafa vakið talsverða athygli. Fyrsti bátur þessarar gerðar var nefndur Glunt — og er þetta fyrirkomulag af því dregið og nefnt Glunt-gerðin. Er hún talin svo afbrigðileg frá eldri gerðum, að ekki sé um raunv.eru- legan samanburð að ræða. — Við byggingu þessarar bátsgerðar hefur v,erið haft sam- starf við eftirtalin tæknifyrirtæki: Norges tekniske högskole, Norsk Treteknisk Institutt, Skipsmodeltanken, Norsk Veritas, National Physical Laboratory, Ship Division (Eng- landi), Food and Agriculture Organization-Fishing vessel division (Ítalíu). Einnig var leitað samstarfs við starfandi sjómenn, veiðarfæraframleiðendur o. fl. — Við byggingu þessara báta er notað timbur og samansoðnir stálhlutar. Hliðsjón er höfð af því að skipin fari vel í sjó, nái góðum hraða, gott vinnupláss sé á dekki og mannaíbúðir hagkvæmar og þægilegar. — Bátum þessum er ætlað að geta stundað línuveiðar, reknet, togveiðar og dragnót, ennfremur að veta veitt með minniháttar hringnótum, og auðvelt á að vera að skipta yfir frá einni veiðiaðferð til annarrar með nokkurra klukkustunda fyrirvara, ef þörf gerist. Bátar þessir eiga að byggjast í fjöldaframleiðslu til þess að gera þó ódýrari. Hafa þegar verið byggðir tveir, sem reynzt hafa mjög vel, og er undirbúningur hafinn að smíði 25 báta á næstunni. (Úr MEA, jan. 1968). 48 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.