Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Síða 35

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Síða 35
Guðni Gunnarsson, verksmiðjustjóri. Geir Magnússon, skrifstofustjóri. 1 áratugi hefur bandaríski markaður- inn verið aðalsölusvæðið fyrir afurðir ís- lenzks hraðfrystiiðnaðar, og farið vax- andi á síðustu árum. Á árinu 1968 voru fluttar út 34.541 smálestir að verðmæti 1172,5 millj. króna. — Var það 66,3% heildarútfl. hraðfrystra sjávarafurða frá íslandi á því ári miðað við verðmæti. Tveir aðilar önnuðust útflutninginn —■ Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild SÍS. — Þessir aðilar starfrækja báðir fiskiðnaðarverksmiðjur í Bandaríkjunum, Coldwater Sea'food Corporation (SH) og Iceland Products Ltd. (SlS), og annast allar sölur á Banda- ríska markaðnum. Auk beinnar sölu til stórra kaupenda, er selt í gegnum umboðsmannakerfi, er nær til allra fylkja Bandaríkjanna. For- stjóri Coldwater Seafood Corp. er Þor- steinn Gíslason verkfræðingur, og Ice- landic Products Ltd. Othar Hansson ■fiskiðnfræðingur. Coldwater Seafood Corp. var stofnað árið 1947 til að annast sölu hraðfrystra sjávarafurða fyrir SH í Bandaríkjunum, og er stærsta fyrirtæki íslendinga erlend- is. — Frá árinu 1967 hefur heildarsala Coldwater aukizt úr um 18 mill. dollara í 31.5 mill. árið 1969. ijr vinnusal verksmiðjunnar, meirihluti starfsfólksins er hörundsdökkt fólk. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 21

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.