Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 11
við kojuna sína í bæn og béðið fyrir skipshöfninni,
pegar skip hans barst áfram á öldum hafsins „i gegn-
um hættur, gegnum nevð. “
Sjómönnum hefi eg kynnst hvað best við prests-
pjónustu mina í Grímsey um áratugi. Margar helgar
stundirátti ég meðpeim í kirkjunnipeirra úti íeyjunni
og í daglegu lífi peirra.
Atvik kemur mér í hug frá peim árum. pegar póst-
báturinn Drangur gat ekki lagst par upp að bryggju,
en varð að bíða úti á víkinni meðan vörur og annar
flutningur var fluttur í smábátum milli skips og eyjar.
Eitt sinn sem oftar fór ég með Drangi í land eftir að
hafa messað i eyjunni. Þar sem ég gekk sunnan frá
eyjunni og sá til Drangs úti á víkinni, varð mér star-
sýnt á, hvernig hann kastaðist til á öldunum, pví að
mjög ókyrrt var í sjóinn pennan dag. í sama mund sá
ég, hvar nokkrir sjómenn komu út úr sjóhúsinu upp af
smábátabryggjunni berandi milli sín lítinn árabát.
Þeir sjósettu skektuna við fjöruborð. Þessi smákœna
átti pá að bera mig út í Drang.
Mér leist ekki á blikuna. Ég hugsaði með mér: Ekki
skal ég segja eitt orð. Þeir vita hvað peir eru að gera.
Þessir vinir mínir settust undir árar og peir kunnu
tökin, pekktu sjólagið. Þetta var peirra líf og iðja.
Þegar kom að hliðinni á Drangi, sem hóf sig upp og
niður, kastaðist árabáturinn peim mun meir og hraðar
í ölduganginum. En sjómennirnir pekktu rétta
augnablikið til að skila mér og „kasta mér“ um borð í
Drang.
„Navigare necesse est" — sögðu hinirfornu Róm-
verjar. í aldaraðir hafa pessi orð verið óskráð lög
íslensku pjóðarinnar. „Það er nauðsynlegt að sigla. “
Uafið í kring um landið okkar er Itelgað „púsund
feðra dáð". Við sóttum björg í bú út fyrir landsteina, út
á fjörðinn og djúpið. WilUam Shakespeare sagði:
„ Vér skulum trúa á Guð og trevsta á sjóinn, sem Guð
hefur gert að varnargarði um land vort. Vér skulum
pví verjast á vegum hafsins, örvggi vort er par í sjálfum
oss og Guði fólgið. " Þetta mætti eins segja um íslenska
sjómenn og pjóðina í heild. Og pað ættum við líka að
gera, sem vert er, að pakka Guði, að úr sjónum fœr
pjóðin auð sinn og björg sér til lífs kynslóð eftir kvn-
slóð.
Sjómannadagur er í senn hátíð sjómanna og pakk-
ardagur landsmanna. Kirkjan vill með boðskap sínum
helga líf og starf sjómanna sem annarra vinnandi
stétta í landinu. Þegar Kristur safnaði um sig hópi
lærisveina valdi hann pá úr röðum fiskimanna. t
kenningu sinni talaði hann á líkingamálið daglegs lifs
á ströndinni við Galileuvatn.
„Eeggpú út á djúpið, og leggið net yðar tilfiskjar. "
(Lúk. 5,4). Þessa hvatningu Jesú tók postulinn Pétur
til sín og sömuleiðis hafa íslenskir sjómenn gert pað
fyrr og síðar. Ekki var œvinlega mikil von um afla-
feng, pegar ýtt var úr vör. En samt hafðist pað og
stundum gerðust álíka kraftaverk og forðum, pegar
fiskimenn okkar fylltu bátana sina. Allt er Guðs og
honum að pakka, gjafaranum allra góðra hluta
Guðblessipjóðinni aflann, sem sjómenn færa henni
á land. Guð blessi sjóferðir far- og fiskimanna. Hann
blessi sjómannsheimilin. Blessuð sé minning peirra
sæfarenda, sem lögðust til hinstu hvíldar í hinni votu
gröf, og Guð huggi pá sem hryggðin slær.
Heill og blessun fvlgi lífi og starfi hinnar íslensku
sjómannastéttar. Til hamingju með daginn.
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 9