Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 72
Um borð í M/B FRÓÐA frá Stokkseyri á vetrarvertíð. Stokkseyringar og Eyrbekkingar
eiga góðan bátaflota, en bátar þeirra verða að leggja upp afla í Þorlákshöfn á vetrarver-
tíðunum, vegna hafnleysu heimafyrir. Brú á Ölfusárósa mun gjörbreyta aðstöðu fisk-
vinnslunnar í þessum þorpum, þegar þar að kemur.
Skoðun og viðgerðir
gúmmíbáta allt árið.
Ódýr teppi
fyrirliggjandi.
GLJMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN
Eyjargata 9 - Síml 14010
örflsey
Eyrarbakka, risið falleg og góð
íbúðarhús, og þar er nýtt hrað-
frystihús og mikil fiskvinnsla.
íbúar eru um 600 og þaðan eru
gjörðir út sjö bátar, þar af 4 sem
eru stærri en 100 tonn og komast
því ekki til heimahafnar. Stokks-
eyringar eiga, eins og fram kemur
hér að framan, þriðjung í togara.
Bátamir landa í Þorlákshöfn,
nema minni bátamir landa heima,
þegar veður er skaplegt.
Menningarlíf hefurávallt verið
með blóma á Stokkseyri og þar
varstofnaðurbamaskóli árið 1879.
Þar festi tónlistin fljótt rætur,
og munu þeir kunnastir þeir
ísólfur Pálsson, tónskáld og söng-
stjóri og sonur hans dr. Páll
ísólfsson, tónskáld.
Frá báðum þessum bæjum,
Eyrarbakka og Stokkseyri eru
ættaðir margir af þekktustu sjó-
mönnum Reykjavíkur og margir
þeirra hafa þess utan verið virkir í
samtökum sjómanna.
Sjómannadagurinn er hátíðis-
dagur á Stokkseyri.
Hér hefur verið gripið stuttlega
niður og reynt að lýsa kjörum sjó-
manna og almennings í tveim
þekktum verstöðvum, þar sem
róið hefur verið til fiskjar og
stundaðar siglingar frá landnáms-
öld.
Það mun ekki ofmælt, að ekki
hafi munað nema hársbreidd, að
þessar verstöðvar legðust af með
öllu, vegna hafnleysis. En nú hef-
ur tekist að byggja upp atvinnulíf
með nútímalegum hætti og þegar
brú verður komin á Ölfusárósa,
telja margir að framtíðin verði
trygg. Þá verður skammt í lífhöfn
Suðurlands, Þorlákshöfn.
70 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ