Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 47
má um þessa tilhögun deila. Til
álita kom óneitanlega að segja
sem svo: Skammtímalausn í þessu
efni er allsendis ófullnægjandi, og
því er ekki um annað að ræða en
halda á lofti kröfunni um nægilegt
fé til að reisa veglegt sjóminjasafn
á fyrirhuguðum framtíðarstað
þess. Nefndarmenn gerðu sér hins
vegar ljóst, að sú afstaða hefði
vafalítið í för með sér margra ára
— jafnvel áratuga — frestun á
framkvæmdum. Þess vegna varð
það niðurstaðan, að rétt væri að
hefjast handa í húsunum við
Vesturgötu. Sú er von nefndar-
innar að það geti orðið viðhlítandi
áfangi að settu marki og þurfi ekki
að hafa í för með sér mjög langa
frestun á að varanleg lausn fáist.
Enda þótt safnið verði opnað inn-
an skamms í Vesturgötuhúsunum,
verður þess full þörf að reisa á
næstu árum varanlegt húsnæði til
geymslu báta, véla og annarra
fyrirferðarmikilla sjóminja. Er
fyrirhugað að reisa þær byggingar
á Skerseyri, þar sem þær gætu
komið að fullum notum sem
geymslu- og sýningarhús síðar. Er
og ekki lengra á milli Skerseyrar
og Vesturgötuhúsanna en svo, að
eftir að vegur er kominn þar á
milli, má vel láta sér detta í hug að
um eitthvert skeið verði sjóminja-
safnið til húsa á báðum stöðunum.
Opnun sjóminjasafns og bygg-
ing geymsluhúsnæðis ætti að geta
stuðlað að aukinni söfnun og
bættri varðveislu sjóminja. Söfn-
unarstarfinu hefur lengi verið
ákaflega þröngur stakkur skorinn,
bæði vegna fjárskorts, en ekki
síður vegna skorts á húsnæði. Þó
er margt varðveitt, einkum frá
tímum áraskipanna. Ætlunin er
sú, að á safnið í Hafnarfirði verði
fluttar þær sjóminjar, sem nú eru í
Þjóðminjasafni og í geymslum
hingað og þangað á vegum þess.
Að því þarf að stefna, að Sjó-
minjasafn íslands verði ekki líf-
vana stofnun, sem telji það eitt
Hús Bjama ríddara til hægrí.
Brydehús við Vesturgötu í Hafnarfirði. —
verkefni sitt að safna fágætum
munum frá liðnum tíma. Mikil-
vægt er að slíkt safn geti orðið lif-
andi brunnur fróðleiks og þekk-
ingar, sem stuðli að tengslum
uppvaxandi kynslóðar við líf og
kjör forfeðra og formæðra. Væri
mjög æskilegt að með stjómend-
um safnsins og vistmanna á Dval-
arheimili aldraðra sjómanna, gæti
tekist samvinna, sem meðal ann-
ars yrði í því fólgin, að vistmenn
yrðu á safninu þegar það væri
opið almenningi, til eftirlits og
leiðbeiningar, útskýrðu notkun
áhalda og tækja og sýndu jafnvel
gömul vinnubrögð. Mætti þá
meðal annars skipuleggja heim-
sóknir skólafólks á safnið, þar sem
æskan ætti þess kost að kynnast
lífsbaráttu fyrri kynslóða.
Enda þótt til þess verði að ætl-
ast, að Alþingi og ríkisvald sýni
sjóminjasafnsmálinu aukinn
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 45