Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Qupperneq 19
J ... .. v
Ar aldradra
> ■ r
Á síðasta aðalfundi Sjómanna-
dagsráðs sem haldinn var 2. og 9.
maí 1981 flutti stjómin tillögusem
samþykkt var samhljóða á aðal-
fundinum. Tillaga þessi hófst með
því að vitnað var til samþykktar
þings Sameinuðu þjóðanna um
heimsráðstefnu í Vín á árinu 1982.
Á það var bent í inngangi tillög-
unnar að fjölmargar þjóðir hefðu
þegar ákveðið að helga þetta ár
skipulagningu, umbótum og
framkvæmdum innan þessa víð-
tæka málaflokks i heimalöndum
sínum.
Sú tillaga sem fundurinn sam-
þykkti hljóðaði á þessa leið:
„Aðalfundur Sjómannadags-
ráðs í Reykjavík og Hafnarfirði
haldinn dagana 2. og 9. maí 1981
samþykkir að beina þeirri áskorun
til allra félaga- og hagsmunasam-
taka, sem hafa á stefnuskrá sinni
menningar- og mannúðarmál og
allra annarra, sem vilja starfa að
hagsmunamálum aldraðra, að
þeir vinni að því að árið 1982 verði
sérstaklega helgað málefnum
aldraðra hér á landi“.
Síðar var einnig samþykkt
ályktun um hvernig ætti að vinna
þessum málum lið af hendi
stjómar Sjómannadagsráðs og
voru nokkrar ábendingar þar um.
Einnig fól aðalfundurinn stjóm
ráðsins að koma samþykkt þessari
til hagsmunasamtaka eins og Al-
þýðusambands íslands, BSRB,
FFSÍ, Sambands ísl. sveitar-
stjóma, þjóðkirkjunnar, Rauða
kross íslands, Oddfellowreglunn-
ar, Lions- og Kiwanishreyfingar-
innar, sérstökum félögum aldr-
aðra og þeim mörgu félögum og
samtökum kvenna sem vinna að
mannúðarmálum. Þótt orsakir
væru margar fyrir þeirri atburð-
arás sem í hönd fór, sem var m.a.
stofnun Öldrunarráðs íslands og
fylgni við þessa ályktun aðal-
fundar Sjómannadagsráðs á
opinberum vettvangi og innan
þeirra samtaka sem hér hafa verið
nefnd, má örugglega telja að þessi
samþykkt Sjómannadagsráðs hafi
verið sú kveikja, sem til þurfti til
þess að ná þessu markmiði, að
helga árið 1982 málefnum aldr-
aðra hér á íslandi, gera það að ári
aldraðra.
Það sem kannski gleður þann er
þetta skrifar enn meir er að í ann-
arri tillögu, sem þessi sami aðal-
fundur samþykkti, virðumst við í
Sjómannadagsráði hafa markað
rétta stefnu og stigið rétt spor er
við tókum okkar þýðingarmiklu
ákvarðanir í framhaldi stefnu-
mörkunar fyrri ára. Á ég þar að
sjálfsögðu við, að áfram skyldi
haldið byggingarstarfinu í Hafn-
arfirði með þeim krafti sem okkar
geta leyfði, um leið og stefnt væri
að því að hin nýja hjúkrunardeild
í Hafnarfirði yrði íbúðarhæf sem
allra fyrst. Við sjáum fram á að
það verður í iok þessa árs, — ef
guð lofar.
Pétur Sigurðsson.
Síðari hluti samþykktarinnar
sem ég vitnaði til, um að við eflum
eigið starf okkar og samvinnu við
aðra aðila þ.á m. sveitarfélög og
verkalýðssamtök, til leiðbeining-
ar, fræðslu, þjónustu og hjálpar
við allt sem fellur undir fyrir-
byggjandi starf í öldrunarmálum
höfum við staðið við og verið þar
með mótandi aðgerðir. Við dróg-
um réttilega ályktanir af þessari
stefnu okkar sem fólust í eftirfar-
andi orðum:
„Þetta mun stuðla m.a. að því
að aldrað fólk geti sem lengst af
verið á eigin heimilum í öryggi en
með vaxandi aðstoð ef þörf kref-
ur, og átt aðgang að heilsufræði-
legri, félagslegri og andlegri þjón-
ustu í samvistum og nábýli við
annað fólk.
Samtökin vinni jafnframt að
því að valkostir séu á sérhönnuðu
vemduðu húsnæði aldraðra,
standi sjálf fyrir byggingu slíks
húsnæðis, aðstoði aldraða og félög
þeirra við slíkar framkvæmdir, og
við að koma á fót öryggisþjónustu
á heimilum þeirra.
Unnið verði að samstöðu aðila
um skipulegt heilbrigðiseftirlit og
reglulegar heimsóknir til aldraðra.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 17