Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Page 28

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Page 28
verður mér hugsað til þess, sem gerðist tveim dögum áður, en það tengist þessu atviki nokkuð. Svo var mál með vexti, að þetta var fyrsta vertíðin, sem Jón var vélamaður. Ég hafði verið véla- maður þarna árið áður, en nú hafði verið sett í bátinn ný vél, Skandía og það vildi svo til, að vélin bræddi úr sér tvisvar sinn- um. Vildi pabbi kenna Jóni bróð- ur um þetta. Hann væri svo ungur og hefði ekkert vit á þessu og ætl- aði að fá sér annan vélamann á bátinn. Úr þessu varð mikið hark, því við sögðum gamla manninum, að hann skyldi bara velja á milli þess að skipta um vélamann og sona sinna, því ef Jón yrði látinn fara, færum við af heimilinu. Og það stæði. Jón blandaði sér ekki í þessi mál, vissi ekki einu sinni um þessar orðræður. Við töldum, að ef Jón væri látinn hætta í vélinni, þá myndi það skaða hans framtíð og enginn maður myndi framar trúa honum fyrir vélgæslu. Við töldum okkur hafa vissu fyrir því, að óhöppin með nýju vélina hefðu ekki verið honum að kenna. Og það varð úr að hann varð að gefa eftir — og víst eins gott, því ef Jón hefði ekki verið til staðar, þegar Sigríður fór upp í klettana, er ekki gott að spá hvað gerst hefði. Það munaði því aðeins tveim dögum að Jón yrði ekki þarna með. — Og hvað með Jón? — Jón bróðir varð áfram á Sigríði, þótt það yrði nú skammur tími, eins og fram kom, en á hinn bóginn hélt hann áfram sjósókn og vélstjóm og við bræðumir vor- um saman til sjós og í útgerð í 30 ár eftir þetta. Hann býr í Vest- mannaeyjum. Vonin keypt frá Noregi — Sama ár og Sigríður fórst, þá keyptum við okkur svo bát frá Noregi, eða þá um haustið. Vor- um við fjórir, sem keyptum þenn- 26 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ an bát en einn gekk fljótlega úr skaftinu. Þetta var Vonin. Nú, hún varð síðan upphafið að þriggja áratuga sjósókn okkar bræðra. Vonin var 26 tonn og hana átt- um við í 17 ár, en létum þá smíða nýjan bát í Vestmannaeyjum. Við keyptum Vonina 1929, síð- asta árið fyrir kreppuna og vorum heppnir. Við fiskuðum vel og út- koman varð það góð, að við gát- um borgað bátinn að mestu leyti, sem var eins gott, því nú fóru erfiðir tímar í hönd. Hélst það basl allt þar til stríðið kom. Við vorum að allt árið. Oftast á dragnót, og reyndum að leggja upp fisk hvar sem var. Fiskuðum á erlenda tog- ara, lögðum upp hjá Steingrími í Fiskhöllinni, sem var prýðismað- ur. Og einhvemveginn blessaðist þetta, og í raun og veru máttu allir prísa sig sæla, sem náðu því að halda í horfinu. Fiskverð féll gífurlega og er óþarfi að rekja þá sögu hér. Hún er svo þekkt. Minnisstæð sjóferð — Hvað er minnisstæðasti róð- urinn frá þessum árum? — Ég veit það nú eiginlega ekki, en líklega er það róður í páskavikunni 1933, en þann at- burð hef ég skráð. Á skírdag, 13. apríl 1933, lögð- um við á gömlu Voninni á stað snemma morguns í róður, til að vitja um netin. Veðurspáin mun hafa verið vaxandi suðaustanátt þegar á daginn liði, — hvassviðri og snjókoma síðdegis. I birtinguna var komið að net- unum og er þá kominn frískur SA vindur. Strax var byrjað að draga og tvær 15 neta trossur dregnar inn, án þess að leggja þær aftur. Samt var afli mjög góður, sérstak- lega í þær miðjar. Nú er þriðja trossan dregin, sú lá í norður og suður þétt vestan við imikinn hraunstand, — og hún lögð á sama. Þá var farið í fjórðu tross- una og þá síðustu, því þá var há- markið að hafa 4 trossur. Hún lá sömu stefnu og þriðja trossan, nema þétt austan við standinn. Þessi trossa var einnig lögð á sama. Nú var lestin orðin full upp í lúgukarm og er þá ekki annað eftir en leggja 2 fyrstu trossumar á sama og þær voru dregnar upp af: aðra sunnan við standinn til vest- urs og hina þétt með honum að norðan í sömu stefnu. Lágu því tvær seinna lögðu trossurnar í þverkross yfir þær sem lágu aust- an og vestan við standinn, og hann því milli allra trossanna — inni- byrgður í ferhyrning af netum. Þegar við drógum þarna fyrst, 9. apríl, hafði ein trossan lent yfir fyrrnefndan stand, og slitum við þar niður 3 net. Setti ég þá bauju á standinn í þeim tilgangi að ná netunum upp við tækifæri. Þessi bauja stóð þama til 27. apríl, er við tókum netin upp. Þá var að verða tregt og því skipt yfir á lín- una. Eftir þennan hálfa mánuð, sem við höfðum netin í sjó, gáfu þau okkur 23465 fiska, eftir afla- skýrslu minni. 13 daga var dregið, páskadagarnir gengu úr og 25. og 26. apríl. Þar sem þetta var allt saman hraunafiskur eins og hann gerðist þá, með afbrigðum vænn — þá voru ekki neinir ókynþroska stútungar — hef ég áætlað þetta 230 tonn upp úr sjó, því stundum þurfti ekki 100 í tonnið. Á þessum tíma var fiskurinn talinn en ekki vigtaður. Það var seinna. Heimsiglingin Þá er að segja frá heimsigling- unni þennan skírdag. Stefnan var tekin norðan Smáeyja milli Dranga, sunnan Litlaboða, sem er suður af Þrídröngum. Þungt var í móti að sækja; komið rok og snjóslitringur en tiltölulega sjólít- ið. Gamla Vonin var mjúk í mót- stími og átti til að renna sér í öld- una og vera blaut á framendann.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.