Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 56
nauðsynlegt til þess að tryggja að hrygn-
ingarstofninn sé ekki skertur umfram það
mark sem þarf til þess að halda uppi
eðlilegri nýliðun. Að því er loðnuna
varðar gefur auga leið að til þessa verður
ekki beitt ýmsum þeim aðferðum sem
gefið hafa hvað besta raun gagnvart
langlífari tegundum (t.d. aldurs-afla að-
ferðin). Hafa menn því orðið að leita
annarra ráða.
Fjöldi loðnuseiða og
merkingar sem mælikvarði
á stærð stofnsins
Upplýsingar um hlutfallslegan fjölda
loðnuseiða hafa legið fyrirárlega frá 1972
(7. mynd). Verulegar vonir voru bundnar
þessari aðferð og víst eru upplýsingar um
stærð árganga á seiðastiginu mjög gagn-
legar. Hinn takmarkaði fjöldi loðnuseiða
seinustu 5 árin bendir t.d. eindregið til
þess að stofninn þoli ekki slíkar veiðar
sem á honum hafa verið stundaðar þenn-
an tíma. Hins vegar er seiðafjöldinn einn
sér ekki nærri nógu nákvæmur mæli-
kvarði til stjómunar veiða, a.m.k. ekki
enn sem komið er. Seinasti bráðabirgða-
kvóti var settur á grundvelli slíkra upp-
lýsinga og stóðst ekki eins og allir vita.
Þá hafa merkingar verið reyndar en á
þeim eru ýmis vandkvæði. Vegna smæð-
arinnar er erfitt að merkja loðnu fyrr en á
seinasta aldursári og niðurstöður koma
því of seint. Ótrúlega erfitt er og tímafrekt
að finna og fylgjast með skilahlutfalli
merkja frá einstökum verksmiðjum og
ákvarða þarf dánartölu mérktu loðnunn-
ar sem getur verið mjög misjöfn eftir að-
stæðum. Merkingar gefa á hinn bóginn
óyggjandi upplýsingar um göngur fisks-
ins. Má í því sambandi nefna að á þennan
hátt sönnuðust göngurnar til og frá Jan
Mayen svæðinu á vertíðinni 1978—79 svo
ekki varð um villst.
Bergmálsmælingar á
stærð loðnustofnsins
Stærð hrygningarstofns íslensku loðn-
unnar hefur verið mæld reglulega með
bergmálsaðferðinni frá því haustið 1978,
seinustu 3 árin í samvinnu við Norðmenn.
Fram til þessa höfðu menn reynt að
meta loðnumergðina með samanburði
eftir minni eins og lýst hefur verið. Sú
aðferð hafði ekki gefið góða raun og var
sjáanlega alltof ónákvæm og einstakl-
ingsbundin til viðmiðunar við stjórnun
veiða.
Niðurstöður bergmálsmælinganna eru
sýndar á 8. mynd og tákna punktamir á
efstu línunni mælingar í október/nóvem-
ber og punktamir á miðlinunni mælingar
í janúar/febrúar árið eftir. Hafi rétt verið
54 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Hlutfallslegur fjöldi loðnuseiða í ágúst-
mánuði 1972—81.
mælt og hæfilegur endurvarpsstuðull
notaður ætti bilið milli hverrar punkta-
samstæðu að svara nokkum veginn til
þess afla sem tekinn var milli mælinga
auk nokkurra affalla. Neðsta línan fæst
þegar reiknuð hafa verið afföll af völdum
veiða og ránfisks fram að hrygningu og
tákna punktamir á henni hve mikið var
skilið eftir til að hrygna árin 1979—82
samkvæmt mælingum frá janúar/febrúar
sömu ár. Þetta er ljót mynd sem ásamt
lágum seiðafjölda seinustu 5 árin hlýtur
að tákna ofveiði ef rétt hefur verið að
mælingunum staðið. Og þá er eðlileg
spurning hvort hægt sé að sýna fram á að
svo hafi verið.
Áður var nefnt að fyrir þyrftu að liggja
haldgóðar upplýsingar um líffræði og
hegðun tegundarinnar. ítarlegar athug-
anir sem fram fóru í fjölmörgum svoköll-
1979—82 samkvæmt bergmálsmælingum.
Punktamir á efstu línunni tákna mælingar
að haustlagi, punktamir á miðlinunni
mælingar í janúar—febrúar. Neðst er
stofnstærð við hrygningu eftir að frá vetr-
armælingunum hefur verið dreginn afli og
afföll af völdum ránfisks.
uðum leitarleiðöngrum á tímabilinu
1966—78 bentu eindregið til þess að
haustið og veturinn væru þeir tímar ársins
sem langbest hentuðu til bergmálsmæl-
inga á hinum kynþroska hluta stofnsins.
Þá væri útbreiðslan minnst og loðnan
oftar í heppilegri dreif eða stærri torfum
en á öðrum árstímum. lllviðri og rekís
myndu að vísu stundum verða til trafala
og gætu menn því orðið að bíða færis.
í aðalatriðum hafa þessar ályktanir
reynst réttar. Tilraunir sem gerðar hafa
verið á tímabilinu júlí—september hafa
allar mistekist og það verið augljóst strax
meðan á þeim stóð. Sama máli gegnir um
tilraun sem gerð var í október á seinasta
ári. Þá voru aðstæður þess eðlis (mikill
rekís og hluti loðnunnar enn í ætisleit í
yfirborðslögum sjávar) að líklegt þótti að
niðurstöðutölur væru alltof lágar. Hins
vegar var mæld stofnstærð svo lág að
stjómvöld voru aðvöruð um að sennilega
væri ekki allt með felldu og best myndi
því að stöðva veiðar í bili jafnframt því
sem lagt var til að stærð stofnsins yrði
endurmæld. Svipað fyrirbrigði en vægara
kom raunar upp haustið 1979, en þá var
reynt að mæla óvenju snemma eða um
mánaðamótin september/október. Mjög
er erfitt og langoftast hefur reynst ófram-
kvæmanlegt að mæla á grunnsævinu við
S- og SV-land skömmu áður en loðnan
hrygnir enda þótt útbreiðslan sé þá hvað
minnst.
Ef frá eru taldar ofangreindar mæling-
ar, sem flestar má raunar flokka undir
tilraunastarfsemi, er samræmi milli þeirra
mælinga, sem saman eiga, gott. Þetta sést
greinilega á 9. mynd þar sem auðu súl-
umar tákna mælda stærð hrygningar-
stofnsins og þær skástrikuðu aflann sem
fékkst milli þeirra. Fyrir utan mælinguna
frá sept./okt. 1979 og áður var nefnd er
samræmið útrúlega gott og mismunur
ekki yfir 5—10% á annan hvom veginn.
Þá hefur alloft gefist tækifæri til að
endurtaka mælingar 2—3 sinnum á
skömmum tíma. Þannig var hrygningar-
stofninn t.d. mældur þrívegis haustið
1978. Þrátt fyrir óhagstætt veður við eina
mælinguna varð mesta frávik frá meðal-
tali ekki nema 18%. 1 febrúar árið eftir var
stærð þeirrar hrygningargöngu sem þá
var út af Austfjörðum einnig mæld þrisv-
ar. Mesta frávik var 6%. Þá var hinn hluti
hiygningarstofnsins mældur tvívegis í
sama mánuði út af Vestfjörðum. Mis-
munur varð ekki teljandi. I janúar 1981
var mælt þrisvar út af NA-landi. Mesta
frávik frá meðaltali varð þá 25%. Þetta er
óvenjumikið fyrir þennan árstíma og
stafaði fyrst og fremst af því að of langt
var milli leiðarlína í fyrstu tveim mæling-
unum miðað við aðstæður. Síðastliðinn