Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 89

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 89
Minningt Gudmundur Jensson Kvedja frá stjórn F.FJS.Í. Guðmundur Jensson, fyrrver- andi ritstjóri Víkingsins lést í Reykjavík 12. febrúar sl. Hann var fæddur 7. júlí 1905 að Hóli í Ön- undarfirði. Foreldrar hans voru Jens Albert Guðmundsson kaup- maður á Þingeyri við Dýrafjörð og Margrét Magnúsdóttir ljósmóðir. Guðmundur sótti skóla bæði að Núpi í Dýrafirði og við heima- vistarskólann að Hrafnseyri við Amarfjörð en gagnfræðaprófi lauk hann við Menntaskólann í Reykjavík 1922. Ungur að árum hóf hann sjó- mennsku, því föður sinn missti hann 12 ára gamall og systkinin voru ellefu. Stundaði hann störf sem 2. vélstjóri á línuveiðurum og fór m.a. í siglingar á erlendum skipum í tvö ár. Ekki hafði hann vélstjóraréttindi svo staðan var ótrygg. Þá ákvað Guðmundur að afla sér starfsréttinda sem loft- skeytamaður. Þeirra réttinda afl- aði hann sér meðan hann starfaði á togaranum Belgaum, notaði til þess frívaktirnar sem flestum nýt- ast best til hvíldar. Árin 1931—1945 sigldi hann sem loft- skeytamaður á togurum og flutn- ingaskipum, en á þeim árum var mikið undir loftskeytamanninum komið, hann náði upplýsingum frá öðrum á morse og þær upp- lýsingar gátu skipt sköpum um veiðina. Einnig var mikilvægt að fylgjast með viðskiptum enskra togara og það var Guðmundur vel fær um því hann var góður enskumaður. Guðmundur var einn þeirra manna sem alla tið vann af ósér- hlífni og samviskusemi að mál- efnum sjómanna sem og annarra landsmanna til velfamaðar þjóð- lífinu. Árið 1945 réðist hann til Farmanna- og fiskimannasam- bandsins en það var stofnað 1937. Starfsemi sambandsins hafði að mestu leyti verið fólgin í því að gefa út Sjómannablaðið Víking og kom það því í hlut Guðmundar að marka stefnuna í málefnum þeim er sambandið kynni að hafa af- skipti af umfram blaðaútgáfuna. Og þar var af nógu að taka, mörg og vandasöm verkefni lágu fyrir. Niðumíddur skipastóll blasti við eftir að stríðinu lauk og gramdist Guðmundi sinnuleysi margra um nauðsyn þess að endumýja skipa- stólinn. Barðist hann ótrauður fyrir því að endumýjunin gengi fljótt og vel. Menn voru ekki sammála frekar en nú um það hvað gjöra skyldi og eins og mönnum er í fersku minni, sem þá voru að slíta barnsskónum, hættu eldri útgerðarfélögin flest útgerð eða drógu mjög saman seglin, svo það fé sem lagt hafði verið til hliðar til endurnýjunarflotans, fór til annarra kaupa svo sem á postulínshundum og fleiru. Guð- mundur var ekki ómyrkur í máli um þessar ráðstafanir fjármagns- ins og taldi slíka meðferð óhæfa. Síðar komu fleiri stórmál sem vörðuðu íslenska sjómenn miklu, eins og landhelgismálið. Vann hann af heilum hug að framgangi þess og lagði marga góða tillögu fram til hagsbóta íslenskum fiski- mönnum. Kjarabaráttan var oft hörð á þessum árum og áttu far- menn e.t.v. erfiðast um vik í sókninni að bættum kjörum. Ein harðasta barátta sem háð var í sögu þeirra eru átökin sem urðu 1957 þegar verkfall farmanna stóð á þriðja mánuð og hafði slíkt aldrei gerst áður í þeirra baráttu. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.