Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 50
sem ekki gera sér grein fyrir því
hvað þetta ráð hefur látið af sér
leiða fyrir utan það að sjá um
framkvæmd dagsins, en það hefur
gert það stórátak að reisa og reka
dvalarheimili Hrafnistu í
Reykjavík sem tók til starfa árið
1957 og rúmar yfir 400 vistmenn,
og í byggingu er einnig Hrafnista í
Hafnarfirði, sem að hluta hefur
verið tekin í notkun, en þar dvelja
um 100 vistmenn. Auk þessa rekur
ráðið sumardvalarheimili fyrir
böm sjómanna í Grímsnesi.
Það starf sem þama hefur verið
unnið fram til þessa dags er stór-
kostlegt. Hvemig væri málum
háttað í dag hvað varðar aldraða
ef Sjómannadagsráð Reykjavíkur
og Hafnarfjarðar hefði ekki verið
stofnað? Vissulega er langt í land
með að hægt sé að fullnægja
þörfinni, því sífellt eykst vandinn í
okkar velferðarþjóðfélagi hvað
varðar aldraða og skilningur
ráðamanna þjóðfélagsins verið
mjög takmarkaður fram til þessa,
þó hefur nú á síðustu árum verið
sýnd viðleitni af hálfu bæjar- og
sveitafélaga á byggingu íbúða
fyrir aldraða. Ég tel að forustu-
menn hinna ýmsu launþegasam-
taka ættu að taka sér samstöðu
sjómannasamtaka Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar til fyrirmyndar til
að byggja yfir sína öldruðu fé-
lagsmenn.
Erlendir gestir
Á síðasta ári voru hér f ulltrúar á
ráðstefnu sem haldin var á vegum
ITA Alþjóða flutninga verka-
mannasambandsins og var þeim
boðið til kvöldverðar á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Var þar sagt frá starf-
seminni og húsið skoðað, og þótti
öllum mikið til> koma m.a. japan-
ski fulltrúinn sem þar var vildi
ekki trúa því að slíkt og þvílíkt
væri hægt að gera fyrir aldraða
sjómenn. í annað sinn var að í
Reykjavík voru staddir fulltrúar
frá Norðurlöndunum og Græn-
landi, sem voru á ráðstefnu á veg-
um ASÍ sem haldinn var í Hvera-
gerði og höfðu þeir fengið einn
dag til að skoða sig um í Reykjavík
og m.a. komu þeir í Borgartún 18,
til að skoða aðstöðu SSI og FFSI
og kom þar til tals sú starfsemi
sem rekin væri á vegum Sjó-
mannasamtakanna. Var leitað
eftir því við forstöðumann Hrafn-
istu í Reykjavík að fá að koma
þangað með gestina og sýna þeim
starfsemina og var það auðsótt
mál, var gengið um húsakynnin
og starfsemin skýrð fyrir gestum.
Eftir þessa heimsókn bar þeim
öllum saman um að þetta hafi
verið það stórkostlegasta sem fyrir
þeirra augu hafi borið í íslands-
ferðinni.
I dag minnumst við þeirra sem
látið hafa lífið við skyldustörf sín á
sjónum og sendi ég ástvinum
þeirra mínar dýpstu samúðar-
kveðjur og í lokin óska ég öllum
sjómönnum og fjölskyldum þeirra
til hamingju með daginn.
O O
SEXTIU OG SEX NORÐUR
SJOFÖTIIM
SEM ÞEIR
UM
48 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ