Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 39
Egill Gr. Thorarensen, kaupfélagsstjóri á
Selfossi.
„Það mun hafa verið síðari
hluta vetrar 1933, að ég var við
sjóróðra á vertíð í Þorlákshöfn, þá
tvítugur unglingur. Staðurinn var
þá kominn í slíka niðumíðslu, að
aðeins einn bátur (opin trilla) reri
þama frá verstöðinni, þrátt fyrir
það að þama rétt upp við land-
steina var sjórinn svo morandi af
fiski, að einn daginn fengum við
til dæmis á fjórða þúsund fiska,
þrátt fyrir þær aðstæður sem þá
voru fyrir hendi. Og þeir sem við
þetta unnu voru aðeins menn úr
nágrenninu. Slík var nú trúin
orðin á framtíð staðarins.
Það var snemma morguns einn
dag áður en farið var á sjó, að inn í
verbúðina vatt sér maður einn
gustmikill og mikilúðlegur, og af
honum sindraði orka og fjör. Hér
var þá kominn forstjóri hins unga
kaupfélags, sem nýbúið var að
stofna í héraðinu. Maður þessi tók
sér sæti á rúmi formanns og fékk
sér hressilega í nefið. Síðan tóku
þeir tal saman, og fór ég að leggja
við eyra. Egill sagðist nú vera
kominn í þeim erindagjörðum að
skoða Þorlákshöfn, því að hann
hefði hugsað sér að láta kaupfé-
lagið kaupa jörðina. Síðan tók
hann að lýsa á sinn alkunna hátt
öllum þeim möguleikum, sem
þama væru fyrir hendi og verk-
efnum sem biðu þess að verða
leyst. Og ég, unglingurinn, hlust-
aði þama sem bergnuminn og
fannst sem ég hlýddi á ævintýri
„Þúsund og einnar nætur.“
Og kaupfélagsstjórinn var ekki
að tvínóna við hlutina fremur en
endranær. Strax um sumarið var
hafizt handa um lendingarbætur
og síðan útgerð. Fyrst í smáum stíl
en síðan vaxandi. Þannig hefur
þróunin haldið áfram, að vísu
með nokkru hléi á stríðsárunum
(þá dró „Bretavinnan" til sín allt
fáanlegt vinnuafl). En að lokinni
styrjöldinni komst nýr og aukinn
skriður á uppbyggingu Þorláks-
hafnar, og ekki hefur orðið lát á
því síðan.“
Um þennan þátt í frumlegu og
stórtæku sköpunarstarfi Egils á
vegum verklegra framkvæmda
hefur Þorsteinn Sigurðsson á
Vatnsleysu þetta að segja:
„Egill Thorarensen gleymdi
ekki sjónum og gjöfum hans.
Hann var líka vel minnugur
hafnlausu strandarinnar, sem
umlykur mesta samfellda búnað-
arhérað landsins. Hann sá, að
höfn yrði að byggja í hinni gömlu
verstöð við Eyrarbakkabugt, sem
helguð var hinum sæla Þorláki
biskupi, og hann sá fyrir sér stóra
hafnarborg rísa upp á hinni gróð-
urlausu örfoka sandströnd. Og
hann lét ekki sitja við hugsanir og
orðin tóm, það gerði hann aldrei.
K.Á. keypti þessa niðumíddu
verstöð, hóf hafnarbætur og út-
gerð, þar sem fiskurinn gengur
upp í landsteina á vetrarvertíð,
svo að þríróa má hvem dag, þegar
gæftir eru.
Eftir stríðið, sem endaði 1945,
endurreisti Egill í annað sinn út-
gerð í Þorlákshöfn, og þá stofnaði
hann sjálfur, K.Á., SÍS og fleiri
aðilar hlutafélagið Meitilinn í
Þorlákshöfn. Áður, árið 1938,
hafði Egill látið K.Á. hefja þar
byggingu hafskipahafnar. Að
heimsstyrjöldinni lokinni vaknaði
Aflaskipið JÓN Á HOFI ÁR-62. Jón Björgvinsson varð aflahæstur á vetrarvertíð í fyrrra,
en skipið heitir í höfuðið á afa hans Jóns á Hofi á Eyrarbakka.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37