Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 17

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 17
Um borð í „Þórólfi“ á Halamiðum 1946. Greinarhöfundur með hattinn. (Ljósm. Hjálmar R. Bárðarson.) saman, þannig að hægt sé með stórátaki að lyfta þjónustu við aldraða á sama stig og þjónusta við aðra aldursflokka er í þjóðfé- laginu og jafnvel hærra. Sá samvinnuandi, sem einkennt hefur starf þeirra tveggja nefnda, sem áður hefur verið vitnað til, lofar góðu um áframhald þessa starfs. Eitt er þó meginmál og það er að fólkið í landinu fái þann skiln- ing á málefnum aldraðra, að hér sé um að ræða mál sem snertir alla, allar fjölskyldur, alla ein- staklinga. Til þess þarf ákveðna hugarfarsbreytingu til aukins skilnings og umhugsunar um þessi mál. Ég er þess fullviss að sú ákvörðun að helga árið 1982 mál- efnum aldraðra, getur orðið mál- efninu til góðs og vonandi endist áhuginn, sem skapast á þessu ári, fram á næstu ár því hér er um áframhaldandi og stórt verkefni að ræða. Þegar mér var boðið að rita í Sjómannadagsblaðið um málefni aldraðra, fór ekki hjá því að hug- urinn reikaði aftur í tímann, því ég man glöggt hinn fyrsta sjómanna- dag. Hjá fjölskyldum sjómanna var frá byrjun litið á sjómannadaginn sem hátíðisdag og það þótti alveg sjálfsagt að taka þátt í því, sem þá gerðist og að selja blaðið og merkið. Á þeim árum ríkti mikill ein- hugur meðal sjómanna og fjöl- skyldna þeirra þennan dag og jafnvel menn eins og faðir minn, sem hvorki var fyrir skemmtanir né íþróttir, fékkst til þess að taka þátt í róðri og reiptogi þennan dag. Nú hef ég ekki fylgst með há- tíðahöldum þessa dags nema úr fjarlægð í áratugi, en ég geri ráð fyrir að fjölskyldur sjómanna líti á daginn eins og áður sem sérstakan hátíðisdag, sinn og fjölskyldna sinna. Sú ákvörðun forustumanna sjómanna að byggja dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn náði stuðn- ingi þjóðarinnar allrar, og þótt vafalaust hafi oft vérið erfiður róður fyrir því málefni, þá voru ávallt til menn, sem unnu að málinu ötullega og bera dvalar- heimili aldraðra sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði vitni um það. Þessi heimili, sem upphaflega voru stofnuð til þess að vera at- hvarf sjómanna og fjölskyldna þeirra í ellinni, hafa orðið almenn dvalar- og hjúkrunarheimili, þannig að þau hafa komið lands- mönnum öllum að góðu gagni. Við, sem höfum til þess valist að vekja athygli á málefnum aldr- aðra sérstaklega í ár, gerum það af áhuga og þeirri vissu að of lengi hefur dregist að lyfta þessum málaflokki í sviðsljósið. Það munum við reyna að gera og heitum á stuðning allra áhuga- manna okkur til fulltingis. Takist það mun árangur starfsins verða sá, sem ég gerði að upphafsorðum þessa ávarps, okkur mun takast að gæða ellina lífi. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.