Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Qupperneq 71
Lipurog persónuleg
þjónusta,
ó besta stað í bœnum
og nóg af bílastœðum...
Ef þetta eru atriði sem þú metur mikils að
peningastofnunin þín uppfylli, erSparisjóður
vélstjóra eitthvað fyrir þig.
Sparisjóður vélstjóra starfar í nýju og rúm-
góðu húsnæði að Borgarúni 18 og hefur frá
upphafi verið í fararbroddi í tölvuvæðingu og
hagræðingu. Þess vegna getum við tryggt
viðskiptavinum okkar hraða og örugga af-
greiðslu.
Ef þú hefur reglubundin viðskipti við okkur,
áttu svo að sjálfsögðu möguleika á lánafyrir-
greiðslu þegar hennar er þörf.
SPARISJÓÐUR
icb?; vélstjóra
' ' Borgartúni 18, s. 28577
Búsáhöld voru fá og eigi önnur
en askar, homspænir, mjólkur-
skjóla, strokkur og mjólkurtrog
eitt eða tvö.
Síðari bróðirinn færði frá hin-
um fáu kindum, sem hann átti,
rak lömbin á fjall, enda urðu
fjallskil hans á haustin hin
minnstu, sem um var að ræða í
sveitinni, eða þau „að standa á
Mosunum“, sem kallað var, eða
að standa í kringum safnið, með-
an réttað var og dregið í dilka,
enda voru þeim bræðrum gerð
sameiginleg fjallskil, því að þeir
voru í félagi með fráfærumar og
fjallskilin.
Þá hafði hann það fram yfir
heimili bróður síns, að hjá honum
var smiðja allgóð, þar sem hann
gat stundað nokkrar smíðar,
einkum jámsmíðar, amboð og
spóna. Þá var þar og skemma
sæmileg og önnur hús í viðunan-
legu ástandi.
Jarðeplagarður var þar góður,
en aðeins fyrir rófur og næpur, svo
og kartöflur hin síðari ár.
Björgunaræfing á Sjómannadaginn.
Húsbóndi var góður í umgengni
við aðra menn, oftast glaðlyndur
og spaugsamur, en græskulaust
þó.
Bæði voru heimili þeirra
bræðra kirkjurækin, börn þeirra
hrekklaus, ráðvönd og siðlát, en
sjáanlegt var, að þau höfðu alizt
upp við þröngan kost, þótt lítt
fyndi það á heilsufari þeirra, sem
var furðanlega gott.
Stokkseyri á
vorum dögum
Nú er öðruvísi umhorfs á
Stokkseyri. Þar hafa, eins og á
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 69