Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 35
Þorlákshafnarbátur JÓHANN GÍSLASON kemur til hafnar.
í Þorlákshöfn, en hann var nafn-
togaður skipstjórnarmaður og réði
yfir Súðinni, haffæru skipi, en
hann sigldi sjálfur, meðal annars
margsinnis til Noregs.
Ekki er unnt að rekja hér langa
útgerðarsögu Þorlákshafnar, en
einkennileg tilviljun er það, að
tveir frægðarmenn koma þar
seinast við sögu, Þorleifur ríki á
Háeyri, útvegsbóndi, kaupmaður
og alþingismaður, er segja má að
væri seinasti ábúandi í gamla stíl,
meðan róið var á áraskipum, og
Egill Gr. Thorarensen í Sigtúnum,
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ár-
nesinga, er menn nefndu oft Jarl-
inn í Sigtúnum. Hann fékk kaup-
félagið til að kaupa Þorlákshöfn
og er réttur faðir Þorlákshafnar
eins og hún er í dag.
Svo skemmtilega vildi til, að við
hér á blaðinu hittum að máli syni
þessara tveggja höfðingja, þá
Benedikt Thorarensen, fram-
kvæmdastjóra hjá Meitlinum hf.
og Sigurð Þorleifsson, Guð-
mundssonar á Háeyri, en báðir
eiga þeir heimili í Þorlákshöfn, og
ennfremur Gunnar Markússon,
bókavörð, en hann er einnig
fróður mjög um sögu staðarins.
Og á frásögnum þeirra og öðr-
um upplýsingum, rituðum, skal
hér reynt að gjöra nokkra grein
fyrir Þorlákshöfn að fomu og
nýju, það er Þorlákshöfn Þor-
valdar á Háeyri og Þorlákshöfn
Egils í Sigtúnum.
Þorlákshöfn í
byrjun aldar
Þorlákshöfn liggur í vesturjaðri
Ámessýslu og svonefnt Hafnames
skýlir höfninni í suðlægum og
suðvestlægum áttum og síðan er
landvar frá hendi náttúrunnar allt
að ASA. Landsynningur eða suð-
austanáttin var erfiðasta áttin, því
þá stóð upp í víkina.
Að norðan og austanverðu
markar Skötubótin og síðan
Hafnarskeið Þorlákshöfn, eða
„Höfninni“ bás, en fyrrgreint
svæði, þótt opið sé, er einstakt í
óvogskorinni og skjóllausri strönd
Suðurláglendisins.
Þorlákshöfn varð því snemma
lífhöfn manna á þessum slóðum.
Þorleifur á Háeyri bjó í Þor-
lákshöfn á árunum 1914—1927 og
gerði þar út. í hans tíð munu
skipin (áraskipin) flest hafa orðið
30 talsins. Þetta voru teinæringar,
er sumir nefna 12 róin skip.
Til eru góðar heimildir um skip
í Þorlákshöfn á þessari öld og
munu þau um aldamótin hafa
verið um 20 talsins og árið 1901
voru þau 27. En flest urðu þau
árið 1916, eða 30, en úr því fer
skipum að fækka í Þorlákshöfn.
Nýir tímar fóru í hönd í útgerð, og
menn leituðu á aðra staði, þar sem
náttúruhafnir voru fyrir skútur og
togara. Árið 1923 voru aðeins 5
skip eftir, sem réru frá Þorláks-
höfn. Vélbátaútgerð var ekki
stunduð í tíð Þorleifs á Háeyri.
Bryggja var engin og allt varð
að bera. Róið var út í saltiskip og
saltið borið í sekkjum í hús og
fiskinum var skipað út með sama
hætti, róið var í skip. Út og upp-
skipun fór fram við Hellumar,
Norðurhellu og Suðurhellu. Að-
allega var þó skipað út við Suður-
helluna, því þar var fiskinum
pakkað í húsi, er þar stóð, og nefnt
var Bakkapakkhús, en Einars-
hafnarverslun átti það hús. Salt-
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33