Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 69
Slokkseyrarbátar í höfn á Sjómannadaginn í fyrra.
sýnir aðbúnað sjómanna í landi
hjá sjómönnum fyrri alda.
Kjör almennings virðast þó
hafa verið litlu betri, eftir lýsing-
um að dæma, og sjómannsheimili
á Stokkseyri á seinustu öld, lýsir
Jón Pálsson á þessa leið, og svip-
aðar munu aðstæður hafa verið á
seinustu öld á Eyrarbakka:
Sjómannsheimili
á seinustu öld
„Nú vil ég reyna að lýsa fáeinum
heimiluhi og háttum manna á
þeim. Þetta veitir þó ekki, eins og
að framan segir, fulla hugmynd
um háttu manna og atvinnu þar
eystra, en séu tekin þrjú eða fjögur
heimili, t.d. efnað, miðlungs- og
fátækt heimili, má í stórum drátt-
um sjá, hvemig viðhorfið var í
þessum efnum.
Annað fátækustu heimilanna á
Stokkseyri var í miðju þorpinu, en
hitt nálægt einni röst þaðan, svo
að segja mátti, að það væri „í
sveit“. Húsfeðumir voru bræður.
Annar þeirra, sá er neðar bjó, átti
fjórtán böm, og dóu 8 þeirra á
ungbamaaldri. Kona hans var
iðjusöm, myndarleg, nýtin og
greind vel, og raunar þau hjón
bæði, enda urðu böm þau, er upp
komust, vel að manni, og þrjú
þeirra urðu síðar bamakennarar.
Hin þrjú urðu liðtækir verka-
menn, og öll eignuðust þau mörg
böm.
Búslóð þessara hjóna var sem
hér segir: 3 hestar, 20—30 kindur
og kýr ein eða tvær, enda fram-
fleytti „jörðin“ eigi fleiri fénaði.
Húsfaðirinn var formaður á
skipum fyrir aðra, en fremur linur
sjósóknari og aflamaður í minna
en meðallagi. Á vorum og haust-
um eða milli vertíða var hann há-
seti hjá öðrum og oftast hjá góð-
um aflamönnum. Lítið var um
daglaunavinnu, og var því nytin
úr þessari einni kú eða tveim, svo
og sjávaraflinn búbjörg fjölskyldu
þessarar, auk einhvers lítils
sveitarstyrks árlega, þegar verst
gegndi og aflinn brást eða fén-
aðarhöldin.
Híbýlin hef ég engin aumari
séð. Baðstofan byggð úr grjóti og
torfi, eins og öll önnur „hús“ voru
byggð þá. Gluggi var á baðstofu-
stafni með fjórum rúðum í og eigi
allstórum. Stafgólfin voru 4 alls
eða 2 til hvorrar hliðar, bálkar
byggðir upp af grjóti með þurru
torfi ofan á grjótinu, mýrarhey þar
ofan á, engin ábreiða né sæng, og
bömin, sem þama „byggðu ból
sitt“, lágu og sváfu í þunnum
strigapokum, án þess að koddi
neinn, svæfill eða sængurfila væri
þar undir eða ofan á.
Sama máli var að gegna með
hjónarúmið að öðru leyti en því,
að pokamir, sem þau lágu í, voru
hærusekkir allvænir, lagðir ofan á
strigaábreiðu, er þakin var yfir
mýrarheyið.
Moldargólf var í baðstofunni og
bænum öllum, ávallt vel hreint,
sópað og þurrt. Rúmstokkar eða
milligerð milli rúma voru engir,
en þunn grjóthella aðskildi þó
flest rúmin hvert frá öðru.
Kálgarðshola nokkur, er sáð
var í gulrófna- og næpnafræi, var
fram undan bænum. Kálið og
rófurnar entust lengi fram eftir
vetrinum og „sættu soðið“ í
hrossakjötssúpunni, því oftast var
reynt að ná í húðarhest á haustin,
einn eða tvo, gegn einni eða tveim
vættum sölva, er aflað var að
sumrinu til. Allan ársins hring var
aðeins brennt mó og þurru þangi,
því að kol voru þá hvergi notuð né
fáanleg.
Húsmóðirin fór á fætur fyrir
miðjan morgun, klæddi krakkana
og þrifaði þá til, svo og híbýlin öll,
en húsfaðirinn fór á kreik ýmist
fyrr eða síðar og þá venjulega
niður að sjó til þess að snapa sér út
bita eða sopa hjá nágrönnunum
eða þá til þess að standa í vomum
meiri hluta dagsins og róa, ef á
sjóinn gaf.
Það var meðal annars hlutverk
húsmóðurinnar og elztu bamanna
að hirða um fénaðinn, hirða
þangið, elda matinn, búa um
rúmin og sópa gólfið. En ekki
þurfti þó mikinn tíma til þess að
hrista sængumar eða strjúka af
húsmununum, því að þar fyrir-
fannst ekkert af því tagi!
Hirðingin og snyrtimennskan á
öllu úti sem inni var konunni að
þakka. Hún var jafnan glöð í
anda, ástkær bömum sínum, sem
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 67