Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 82

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 82
Sjómenn, sem fórust af slysförum frá 1. maí 1981 til maí 1982 1981 5.5. Drukknaði Björgvin Emilsson, 26 ára, Fögru- brekku 1, Kópavogi, er hann féll út af v.b. Emmu G.K. 46, út af Þorláks- höfn. Lík hans fannst. 14.7. Fannst lík Þorsteins Ingólfssonar, 20 ára, skip- verja á Lagarfossi, sem féll fyrir borð 29.6. sl. Franskt skip fann líkið á reki á Norðursjó. Líkið var flutt til Bretlands. Finhleypur, bamlaus. 27.9. Drukknaði Daníel W.F. Traustason, 53ja ára, skipstjóri á Kóp VE 11 frá Vestmannaeyjum í höfn- inni á Neskaupstað. Mun hann hafa fallið á milli skips og bryggju. Lætur eftir sig eiginkonu og þrjú böm. Lík hans fannst í fjörunni. 5.10. Drukknaði Elías Valur Benediktsson, 23ja ára, Sjóslys og drukknanir frá maí 1981 til 25. mars 1982 Selfossi, skipverji á v.b. Jóhönnu ÁR 206 frá Þor- lákshöfn, í höfninni á Eskifirði. Einhleypur. 15.10. Lést Jón Ingimarsson, 41 árs, Suðureyri, Súganda- firði, er hann festist í spili á báti sínum v.b. Kristni ÍS 266,11 tonn. Er hann kom ekki að landi á tilsettum tíma var hafin leit. V.b. Ingimar Magnússon, v.b. Sigurvon og v.b. Ólafur Friðbertsson fóru til leit- ar, og fundu bátinn 11 sjm. NV af Súgandafirði, en Jón var einn á bátnum. Lætur eftir sig eiginkonu og dóttur. 17.11. Drukknaði Hafsteinn Jóhannsson, 23ja ára, Möðrufelli 11, Reykjavík, er hann féll útbyrðis af togaranum Ingólfi Amar- syni, á Jökultungu, 70 sjm. frá landi. Lætur eftir sig eiginkonu og 1 bam. Líkið fannst ekki. 1982 17.2. Drukknaði Pétur Her- mannsson, 24 ára, Smára- túni 46, Keflavík, í inn- siglingunni í Grindavík, er hann tók út af v.b. Emi KE 13, frá Keflavík. Lætur eftir sig unnustu og tvö böm. Lík hans fannst 9. mars rekið á fjörar í svo- kallaðri Staðarvör í Grindavík. 13. Drukknaði Jón Lövdal, 22ja ára, Hábergi 36, Reykjavík, er hann tók út af Grunnvíkingi RE sem var að veiðum um 2 sjm. undan Hafnarbergi. Ein- hleypur. 25.3. Drukknaði Ævar Ragnarsson, 35 ára, Hrísalundi 8, E, Akureyri, bátsmaður, er hann féll útbyrðis af flutningaskip- inu Suðurland, sem fórst 35—40 sjm. norður af Mykinesi í Færeyjumm Einhleypur. Samtals 9 sjómenn. 80 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.