Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Qupperneq 85
1576 Kolbeinsey ÞH 10 430 brl. Byggð Slippstöðinni Akureyri 1981.
II. Steinolíudælan getur komist í ólag
af því, að óhreinindi setjist á speldin (þá
stöðvast mótorinn eða gengur óreglu-
lega), verður þá að taka lokin ofan af
þeim og þurrka þau með hreinni rýju,
ekki tvisti. (Gætið að fjöðrinni yfir stig-
speldinu.)
III. Komi óhreinindi á sæti áburðar-
speldsins (olían spýtist út) skal taka út
tappann á móts við áburðarspeldið og
snúa nokkrum sinnum, og verður það þá
vanalega þétt aftur.
IV. Stillir útblásturslokunnar getur
skrúfast upp og skal þá setja hann í lag, og
skrúfa herðiróna fasta.
Almenn regla
Notið við fyllingu blásturslampans og
steinolíukersins trekt, sem er kveikt í
nokkur lög af smágervum látúnsriðli
(síur) með því móti er hægt að komast hjá
ýmsum óþægindum".
Þannig var vélstjórum ársins 1914
kennd gæzla og hagnýting mótora. Ekki
er hægt að leggja frá sér almanakið án
þess að láta þessa auglýsingu landshöfð-
ingjans fylgja með
Auglýsing
20. apríl 1893
frá landshöfðingja
„Með því að yfirmaður hins- danska
herskips, er hér var í fyrra, hefir kvartað
yfir því, að íslensk fiskiskip á fiskiveiðum
innan landhelgi hafi þráfaldlega vanrækt
að draga upp flagg, þegar herskipið kom í
nánd við þau, og hafi því verið ómögulegt
fyrir hann að sjá, nema með óþarfri fyrir-
höfn, hverrar þjóðar skipin væru, þá
áminnist hérmeð skipstjórar allir á ís-
lenskum þilskipum um það, að draga upp
hið danska flagg þegar hið danska eftir-
litsskip kemur í nánd við þau.“
í þessu almanaki frá 1914 er birt fyrsta
heildarskipaskrá fyrir landið, sem gefin
hefur verið út hér á landi. I athugasemd-
um við hana segir „I skrá þessari, sem
tekin er eftir hinni opinberu fiskiskipa-
skrá geta verið skip, sem ekki eru lengur
til, ný skip komin til, sem þar eru ekki
talin og aðrir eigendur."
Samkvæmt þessari fyrstu skipaskrá
voru skráð samtals 181 skip (aðeins voru
skráð skip 126 brúttórúml. og stærri)
samtalsum 10.842 brúttórúmlestir.
Stærsta skip flotans þá var Ingólfur
Amarson RE 153 um 306 br.rúml. að
stærð og eigandi hans Fiskiveiðafélagið
Haukur, Reykjavík.
Hér á eftir birtist til fróðleiks tafla er
sýnir fjölda skipa eftir stærðarflokkum og
skrásetninganúmerum þeirra.
Ekki voru menn allskostar ánægðir
með útgáfu þessa og töldu hana eigi
nægilega áreiðanlega og bentu þá m.a. á
skipaskrána, er þeir töldu bæði villandi og
ranga.
Fljótlega komu því fram óskir frá út-
vegsmönnum um land allt, svo og m.a.
frá Fiskiþingi, þess efnis að Stjómarráðið
hætti útgáfu þessari og fæli Fiskifélagi
Islands hana.
Árið 1924 kom svo að því að stjómar-
ráðið fól Fiskifélaginu útgáfuna og 1925
kom svo fyrsta Almanakið út, og þar hef-
ur útgáfa þess verið síðan eða í 57 ár, og til
samanburðar er almanak 1982 samtals
um 740bls.aðstærðámóti 132blaðsiðum
ein og 1914 útgáfan var.
Eins og áður var um getið var ætlunin
hér að fjalla nokkuð um skipastólinn eins
og hann var um síðustu áramót, en þá
töldust vera 839 fiskiskip 1 flotanum sam-
TAFLAI Umdæmis- Skip Skip Skip Skip Samtals
númer undir 50 brl. 50—100 brl. 100—200 brl. yfir 200 brl. skip
RE 4 29 2 11 46
GK 8 16 2 — 26
S.H. 9 — — — 9
BA 15 4 — — 19
IS 36 5 — — 41
EA 23 2 1 1 32
TH 3 — — — 3
NS 3 — — — 3
sv — 1 — — 1
VE 1 — — — 1
Samt. 107 57 5 12 181
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 83