Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Page 42
byggt ferjulægi fyrir ferjuskipið
Herjólf, sem vígði svo höfnina
haustið 1976 með því að slíta
borða, sem strengdur hafði verið
fyrir hafnarkjaftinn. Ferja þeirra
eyjamanna hefur því verið starf-
rækt um tvö ár, og allt gengið vel.“
Síðan víkur Benedikt að vega-
málum, nauðsyn á vegi með
bundnu slitlagi til Reykjavíkur, en
þeirri framkvæmd er nú lokið,
þótt ýmsum hafi þótt miða heldur
seint.
Nú því er við að bæta, að Þor-
lákshöfn hefur reynst vel. Þaðan
eru gerðir út um 25 bátar og þrír
togarar, en auk þess leggur fjöldi
aðkomubáta þar upp afla, og á
þessa vertíð munu um 50 skip
landa afla í Þorlákshöfn.
Aðstaða til út og uppskipunar
er nú góð, nema höfnin er nokkuð
Meðal atríða í dagskrá Sjómannadagsins í
Þorlákshöfn er björgunaræfing. Hér er
verið að draga niann í björgunarstóli.
grunn. Tæknilega séð hefur þó allt
staðist, nema hvað sandburður
mun nokkur í höfnina.
Mannfjöldi hefur aukist mikið í
Þorlákshöfn. Árið 1950 voru
skráðir fjórir karlmenn í Þorláks-
höfn. 1951 eru komnar þangað
tvær fjölskyldur og telur staðurinn
þá 14 íbúa. Fyrstu húsin voru reist
þá, Holtabraut 2, 4 og 6. Eitt
þeirra húsa reisti Egill Thoraren-
sen. Nú búa í Þorlákshöfn rúm-
lega 1000 manns og yfirleitt eru
byggð um 25 íbúðarhús á ári, og
hefur svo verið um langt skeið.
Verið er að reisa fyrsta fjölbýl-
ishúsið, eða blokkina um þessar
mundir.
Samhliða þessu hefur verið
byggt upp mikið athafnalíf, eink-
um í sjávarútvegi og eru nú
margar stórar og afkastamiklar
5ERÐ NORMO
AÐALVÉLAR
VIÐGERÐAR- OG
TÆKNIÞJÓNUSTA
RAFSTÖÐVAR
3200 BERGEN DIESEL VÉLAR
ERU í GANGI í DAG
8000 TOGVINDUR
HAFA VERIÐ AFGREIDDAR
BEHGEN
-, OlCStl .-
LÁGÞRÝSTITOGVINDUR
EINKAUMBOÐ:
Björn & Halldór h/f
Síðumúla 19 — Reykjavik — Simi 36030-36930
40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ