Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 51

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 51
Mælingar á stærð síldar* og loðnustoína Inngangur Það er kunnara en frá þurfi að segja að bergmálstæki eða öðru nafni fiskileitar- tæki hafa verið notuð við athugun á síld- ar- og loðnugöngum undanfarin 30 ár. Fyrstu 20 árin sem þessar athuganir voru stundaðar var aðaltilgangurinn sá að finna og fylgjast með göngum þessara tegunda og leiðbeina flotanum þannig að sjómenn þyrftu sem skemmstan tíma að nota til leitar en gætu þess í stað einbeitt sér að veiðunum. Þá reyndu stjómendur leitarleiðangra á þessum árum einnig að gera sér nokkra grein fyrir magninu. Þetta var gert með því að virða fyrir sér og bera saman lóðningar frá leiðangri til leiðang- urs og frá ári til árs ekki ósvipað því sem sjómenn gera enn þann dag í dag. Með tilkomu svokallaðra tegrunarmæla frá Simrad fyrirtækinu breyttust síldar- og loðnuleiðangrar fljótlega til mikilla muna. 1 stað þess að virða lóðningarnar fyrir sér og úrskurða að hér væri mikið, á öðrum stað væri allmikið og hinum þriðja dálítið af síld eða loðnu metur tegrunar- mælirinn magnið á hlutlægan hátt og sýnir tölugildi um þéttleika hverrar torfu. Mat leiðangursstjórans er því ekki lengur háð því með hvaða hugarfari hann mælir síldina eða loðnuna heldur verður hann að sætta sig við úrskurð mælitækjanna. Þetta hefur m.a. það í för með sér að tækin verða að vera mjög nákvæmlega kvörðuð. Að öðrum kosti eru mælingam- ar hvorki sambærilegar frá ári til árs né nothæfar til að breyta mælieiningum í fiskmergð. Áður en stofnstærðarmælingar hefjast er nauðsynlegt að vita um útbreiðslu- svæði stofnsins. Af ýmsum ástæðum er æskilegt að það sé ekki mjög stórt og best er ef fiskurinn er í samfelldri og jafnri „dreif“ um útbreiðslusvæðið. Þá er einnig æskilegt að fiskurinn sé ekki mjög nærri yfirborði og heldur ekki alveg þétt við botn. Ástæðan fyrir þessu er vitanlega sú að fiskur rétt undir yfirborði sjávar lendir ofan við geisla leitartækisins en fisk sem er alveg við botn getur verið mjög erfitt að greina frá botnendurvörpum. Að sjálfsögðu er best ef lítið er af öðr- um tegundum á mælisvæðinu og veður þarf að vera skaplegt og helst gott. Það gefur auga leið að bestu a$stæður til bergmálsmælinga eru oft ekki fyrir hendi langtímum saman. Haldgóð þekk- ing á líffræði og hegðun síldarinnar og loðnunnar, náttúrufars á útbreiðslusvæði þessara tegunda auk tækjabúnaðar og reynslu við sjálfar mælingamar er því það veganesti sem þarf til þess að vænta megi viðunandi árangurs. kl on °s ......... -4—.......... ...................... i .....—......... Lóðningar á sumargotssíld á vetursetustöðvunum við Tvísker 1972. Þetta er síldin sem lifði af hrunið mikla. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.