Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 31

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 31
laugur mér að hann hefði álitið sig gera mest gagn með því að fara ekki úr gatinu, en breiða sem best úr sér, til að sem minnst kæmist niður af sjó. Þetta mun hafa verið hans fyrsta vertíð, þá 16 ára gam- all. Nú varð að giska á hvort nægi- lega langt væri komið til suðurs í flóann, til að taka stefnuna beint á hafnarmynnið. Frekar hallaðist ég að því að svo væri ekki, og tók því stefnuna meira vestlæga í fyrstu, — með sjó og vind á afturhomið bakborðsmegin. Ekki sást frekar en áður út fyrir borðstokkinn fyrir veðurofsanum, snjókomunni og náttmyrkrinu. Sjórinn hafði nú talsvert aukist í bátnum og dælumar voru ekki vel virkar. Hásetamir strituðu við dekkdæluna og Jón við lensidæl- una í vélarhúsinu við vondar að- stæður, því sjór var kominn upp á palla og vélin farin að hiksta, því að loftport hennar voru farin að soga til sín sjó. Þegar haldið hafði verið svona undan drjúglanga stund, finnst mér sjóimir vera orðnir svo ofsa- legir, að það dettur í mig, — eða það er eins og sagt sé við mig að við séum að keyra á land við Urðimar. Þrátt fyrir hættuna því samfara að leggja bátnum undir flatt í þessum ofsasjó, sný ég sam- stundist hart í stjór og held drjúga stund til norðurs. Enn hikstar vél- in en gengur þó. Eftir þessa drjúgu stund, sem ég man ekki til að hafa mælt á klukkuna, sný ég til vesturs. Og rétt í sömu mund og komið var á vestlægu stefnuna, grilli ég vitann í syðri hafnargarðinum og er hann þá lítið eitt til bakborða, svo ekki þurfti að breyta um strik innfyrir garð. En um leið og við sluppum inn fyrir garðinn stoppaði vélin, en nógur var krafturinn í veðrinu til að láta synda undan á reið- anum vestur að Básaskersbryggju, og var látið reka upp að við austurkantinn. Þó svo hafi átt að heita að ég héldi við stýrið í þessum páska- vikuróðri 1933, hefur annar okkur öllum æðri ráðið stefnunni. Það er oft örðugt að segja til um það, hvað auðnu ræður, en þama var haldið vemdarhendi yfir okkur. Ég er ekki einn um svona reynslu. Flestir skipstjómarmenn reyna eitthvað þessu líkt á löngum ferli, að yfir þeim er vakað. En nóg um það. Gott að fá stærri bát Á stríðsárunum létum við svo sem áður sagði byggja Vonina II. í Vestmannaeyjum. Byrjuðum á henni 17. mars 1943 og með hana var ég svo meðan ég var skipstjóri í Eyjum. Ég hafði þá verið 17 ár með gömlu Vonina og það voru mikil umskipti að fá þennan stóra og góða bát. Hann er enn til og er nú gerður út frá Homafirði. — Voru góð samskipti milli út- vegsmanna og sjómanna í Vest- mannaeyjum? — Já við höfðum með okkur mikil samtök og samvinnu um margt, því í raun og veru voru allir á sama báti. Þar var starfandi út- vegsbændafélag, tryggingafélag, sem mun vera elsta tryggingafélag landsins, Bátaábyrgðarfélag Vest- mannaeyja. Við höfðum ísfélag Vestmannaeyja, sem stofnað var árið 1901 og áttu það nú allflestir Eyjamenn framanaf að minnsta kosti. Það byijaði að fást við beitumálin, og vann þar mikið og þarft verk. Við stofnuðum líka lifrarsamlag. Allir útgerðarmenn- irnir áttu Lifrarsamlagið og þar bræddu þeir, eða létu bræða sína lifur, og með þessum hætti var unnt að borga mun hærra verð fyrir lifrina í Vestmannaeyjum en SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29 Skipshöfn Vonarinnar VE 113 á síldveiðum fyrir Norðurlandi 1946. Myndin tekin við Ásbyrgi í skemmtitúr sem farinn var snemma á úthaldinu. Frá vinstri: 1. Árni Guðjónsson frá Breiðhoiti; 2. Þorvaidur Öm Vigfússon frá Holti; 3. Rafn Kristjánsson frá Flatey á Skjálfanda; 4. Einar Sv. Jóhannesson (á Lóðsinum); 5. Guðmundur Guðlaugsson, Lundi; 6. Guðmundur Þorsteinsson, Landagötu; 7. Hermann Jónson, Háteigsvegi 5; 8. Jón Nikulásson, Kirkjubæ; 9. Guðmundur Vigfússon; 10. Guðlaugur Vigfússon; 11. Jón Vigfússon; 12. Kristján Bjömsson frá Kirkjulandi; 13. Bjöm Jónsson fráHofsósi; 14. Bernódus Kristjánsson frá Stað; 15. Gísii Friðrik John- sen, Brekku. Einn skipsverja, Jónas Guðmundsson frá Flatey, vantar á myndina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.