Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Page 93

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Page 93
Nýtt írystiskip: Frosinn íarmur yfir Atlantshaí — bádar leiðir Norskt útgerðarfélag hefur ný- verið fengið smíðað nýstáriegt frystiskip, er verður notað til flutninga á frystum sjávarafurðum yfir Atlantshaf, til og frá Evrópu- höfnunum og Bandaríkjunum og Kanada. Skipið sem er 2.150 tonn D W og hlaut nafnið NORCAN var byggt hjá Halto A/S í Ulsteinvik og var því hleypt af stokkunum með pomp og pragt. Kona Aspers forstjóra Frionor, sem er stærsti útflutn- ingsaðilinn á frosnum sjávar- afurðum frá Noregi, gaf skipinu nafn, en Frionor er einn af eig- endum skipsins. Annars eru eigendur skipsins auk Frionor Sunmore útgerðarfé- lagið og kanadíska fyrírtækið National Sea Products og H.B. Nickerson and Sons. Fiskurínn á brettum. Nýja frystiskipið er mjög vel búið og er gert ráð fyrir að fisk- kassamir verði á brettum. Lestar- rými er 2.548 cub.m. og það er með Lehmkul frystikerfi og kæli- kerfi. Hliðardyr eru á síðu skipsins og má lesta það og losa með lyftur- um, auk þess sem tveir losunar- kranar eru á þilfarinu. Skipið mun lesta blokk og flök í Noregi frá frystihúsum Frionor í Norður-Noregi í fiskréttaverk- smiðju fyrirtækisins í New Bed- ford. Að losun lokinni mun skipið lesta frystar sjávarafurðir í Kan- ada og sigla með til Evrópuhafna. Þetta er mjög athyglisvert framtak, er íslendingar þyrftu að kanna. Frystiskip okkar koma yfirleitt með stykkjavöru frá Bandaríkjunum og hálfgerður miðaldabragur er á lestun og los- un farma. Bretti eru ekki notuð, þótt frystiskip Eimskipafélagsins (sum) séu byggð með brettaflutn- inga í huga, heldur er kössunum raðað í lestina. Þetta tekur langan tíma, bæði í losun og lestun. Það er að vísu rétt, að með þessu móti kemst meira af fiski í lestamar, en hver dagur í höfn er líka dýr, og það væri einnig mikill ávinningur ef unnt væri að fá frystifarma til baka yfir Atlantshafið. Það er rétt að víða út um landið er ekki aðstaða til þess að afgreiða fisk á brettum, en að þessu þyrfti að vinna markvisst til að ná meiri hagræðingu. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 91

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.