Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 74

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 74
Fáein orð um kjör sjómanna á skútuöldinni Það var í maí mánuði árið 1910, skömmu eftir að vetrarvertíð lauk, að ungur maður Skúli Þorkelsson, þá 18 ára, kemur að máli við einn aflasælasta skipstjóra er stýrði skútum hér við land, Pétur Mikkel Sigurðsson, og ræður sig hjá hon- um upp á hálfdrætti, sem svo var nefnt, eða „hálfdrætti samkvæmt samningi“, eins og það er skráð í viðskiptabók piltsins. Pétur Mikkel var þá með kútter Bjöm Ólafsson, en í sögunni hefur hann orðið þekktastur fyrir að fá 100.000 fiska á vertíð, af stór- þorski, sem aðallega var veiddur á Selvogsbanka. Var þetta aflamet, sem hvorki fyr né síðan hefur verið í neinni hættu. 100.000 fiskar á kútter, sem veiðir með handfærum á vetrar- vertíð er ótrúlegt afrek, þegar þess er gætt, að skipverjar hausuðu allan fisk, flöttu og söltuðu og lönduðu síðan með handafli og uppskipunarbátum í Reykjavík og fluttu salt og vistir út með sama hætti. 100.000 fiskar munu vera 1000—1100 tonn upp úr sjó, sennilega þó nær 1100 tonnum, því 90—100 fiskar fóru í tonnið af stórþorski. Skúturnar byrjuðu seinna en vertíðarbátar gjöra nú eða 3.—15. febrúar og lokadagur var 11. maí. 1000 tonna vertíðarafli er sjald- gæfur á vélbáta enn þann dag í dag, þótt þeir hafa farið yfir 1000 tonn með nýjustu tækni. En þeir blóðga þó aðeins fiskinn um borð og eiga heimför og siglingu á miðin ekki undir vindum, alfarið. Menn hafa því allar götur síðan árið +919 velt því fyrir sér, hvers- konar mannskapur var hjá Pétri Mikkel Sigurðssyni, skipstjóra, það hljóta að hafa verið ofur- menni. Það segja afköstin. Það verða að teljast nokkur meðmæli með ungum manni austan úr sveit að fá skiprúm hjá Pétri. Hann er ráðinn upp á hálf- drætti, sem kann að þykja ein- kennilegt, því hálfdrættingur er núna heldur niðrandi 1 sjó- mennsku. Á skútunum voru allir á hinn bóginn upp á hálfdrætti, þ.e. sjómaðurinn fékk annanhvem fisk, en útgerðin hinn. Skipstjóri hafði þó sérstök kjör, átti gellur og það sem hann dró sjálfur, en auk þess hafði hann prósentur af afla. Kokkur hafði kaup og það sem hann dró. Pétur Mikkel ræður unga manninn á skip sitt 18. maí og hlýtur staðfestingu bæjarfógeta sama dag. Hefur ferðinni án efa verið heitið til Vestfjarða, en á þessum árstíma var þar helst afla- von fyrir skútur er voru á færum. Það er komið vor, klaki að fara úr jörðu. Vertíðarmennimir, sem oft voru úr sveitum, eru famir til að láta rigna framan í sig heima, bera skít á tún, sinna sauðburði og öðru. Nýir menn eru ráðnir í þeirra stað á skútumar, sem nú láta úr höfn og börkuð segl ber við hafsbrún. En hver voru kjör Skúla Þor- kelssonar og annarra skútumanna um borð í kútter Bimi Ólafssyni? í viðskiptabók eru skyldur og réttur sjómannsins skráðar, ýmist sem sjómannalög, eða farmanna- lög, eða sem reglugerð. Löggjaf- inn hefur þá fyrir löngu séð nauðsyn á að setja lög á skipum og Fiskiskúta af algengri gerð frá síðustu öld. 72 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.