Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 70
ávallt léku við hvem sinn fingur.
Þau voru furðanlega vel útlítandi
og fjörug með afbrigðum. Svo sem
vænta mátti, voru þau stundum
svöng, en aldrei sáust þau í
sníkjuferðum né heldur í neinum
óknyttum. Orð var á því gjört,
hversu glöð þau væru og siðlát,
námfús og viljug til snúninga, svo
og því, hversu mikið móðir þeirra
lagði á sig þeirra vegna. Hún sjálf
oft svöng og sárkvalin af gigtveiki,
en umbar þó fátæktina og óreglu
manns síns, en hann var drykk-
felldur nokkuð, með hinni mestu
þolinmæði og þrautseigju.
Heimilisfaðirinn tók
sjálfur á móti bömunum
Hinn bróðirinn eignaðist 16
böm, og dóu 8 þeirra á bamsaldri.
Hin, sem eftir lifðu og upp kom-
ust, urðu dugandi menn, og er nú
eitt bamabarn gömlu hjónanna
einn hinn athafnamesti maður og
efnaðasti hér í höfuðstaðnum.
Búslóð hjónanna var tvær kýr, 4
hross og tæplega 20 kindur. Tún
var þar lítið og engjar rytjulegar.
Nú er jörð þessi ein hin bezta þar
um slóðir.
Húsfaðirinn var formaður á
Stokkseyri og átti stundum hálft
skip það, er hann var með á vetr-
arvertíðinni. En hann var oftast
óheppinn með háseta og „lægstur
í hlutunum“ þar í veiðistöðinni.
Vor- og haustróðra stundaði hann
jafnan, er hann hafði tíma og
tækifæri til.
Svo mikil var (fátækt þessa
manns, að hann mátti ekki leyfa
sér að vitja yfirsetukonu, þegar
kona hans fæddi böm sín, og tók
hann því við þeim flestum sjálfur.
Þetta lánaðist allt vel, og ekki
munu böm þau, er önduðust á
unga aldri, hafa fallið frá sökum
fátæktarinnar eða harðréttisins,
heldur vegna ýmiskonar veiki,
einkum bamasjúkdóma, sem þá
voru algengir mjög, svo að ung-
böm hrundu niður hrönnum
saman. Læknishjálp var litla eða
enga að fá nær en austur í miðri
Rangárvallasýslu. Vitanlega hefur
þekkingu manna í þessum efnum
verið mjög ábótavant, en hitt er
víst, að foreldrar önnuðust böm
sín almennt betur þá en nú gerist
meðal margra. Þeir liðu beinlínis
vegna barna sinna sjálfir, einkum
mæðumar, og tóku bitann frá
munni sér til þess að bjarga þeim
við og hjúkra þeim á alla lund, án
þess þó að leita mjög á náðir ann-
arra nema þá sveitarsjóðsins, sem
oftast var að mestu þurrausinn
brunnur til annarra þarfa.
Húsmóðirin var dugnaðarkona,
en lingerð til heilsu, fremur þrifin
og vel að sér um flesta hluti.
Maður hennar var reglusamur á
vín, en vinnusamur var hann ekki.
Hann var greindur vel og góð-
lyndur, sæmilega til fara, en svo
fáklæddur, að hann skalf oft og
nötraði af kulda.
Þess má geta um bræður þessa
báða, að þrátt fyrir almenna fá-
tækt héraðsbúa, varð þeim báðum
vel til með ýmiss konar hjálp ná-
granna sinna og vina. Þótt annar
bræðranna tæki á móti flestum
bömum sínum inn í þennan heim,
voru flest þeirra tekin til fósturs
um einnar eða tveggja vikna
skeið, meðan móðir þeirra var
veik. Þá var ekkert bamahæli til,
engin mannúðarfélög og fáir, sem
hugsað gátu um aðra en sjálfa sig.
Híbýli þeirra bræðra voru svip-
uð um flest og húsmæðumar líkar
hjá báðum. Hjá öðrum bræðr-
anna mátti sjá hvalsliði tvo, er
notaðir voru í baðstofunni í stað
stóla. Yfir öllum rúmum voru
brekán og rekkjuvoðir, en koddar
engir.
j í þjónustu fiskveiða og
fiskiðnaðar
Pétur 0 Nikulásson
FYRIR FISKIÐNAÐINN:
GBO veiðarfæri og flot fyrir STEINBOCK gaffallyftarar.disel-. I Fyrir pækilsöltun: fiskkassar
aflamenn bensin-, gas- og rafmagnslyftarar úr stáli, galvaniseraöir og málaðir
PO Pétur 0 Nikulásson
TRVGGVAGÖTU8 SIMAR 22650 20110
68 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ