Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 79

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 79
Pétur Sigurðssoti: Skattfríðindi sjómanna Þeir sem fylgjast með skrifum og ræðuflutningi talsmanna helstu atvinnuvega okkar hafa sjálfsagt veitt því athygli, að oft hefur verið um lítt eða ódulbúnar árásir að ræða í hvor annars garð. Ýmsum framámönnum í ís- lenskum sjávarútvegi hefur stundum þótt, sem jöfrar íslensks iðnaðar hafi ekki kunnað sér hóf í árásum sínum á útgerðina, sem hefur m.a. komið fram í tillögum og fylgni við þær, um að þrengja hag hennar. Mörgum þykir þetta furðulegt þegar þess er gætt að allir at- vinnuvegir okkar, sem við fram- leiðslu fást, hafa búið við þröngan kost þótt fleiri greinar megi sjálf- sagt telja til. Samtök iðnrekenda virðast hafa komið ríkisstjóminni inn á þessar skoðanir sínar, því fylgdi sú ákvörðun forsætisráðherra að setja á stofn nefnd til að kanna aðstöðumun atvinnuveganna. Fyrir nokkru síðan barst frá þessari nefnd skýrsla um niður- stöður hennar. Nefndin tók sér sjálf nafnið „Starfsskilyrðanefnd“, en hún var skipuð af forsætisráðherra og verður því af mér kennd við hann. Ekki ætla ég að drepa efnislega nema á einn þátt þessarar skýrslu, um skattfríðindi sjómanna, aðrir hafa ritað og rætt um hana í heild og einn, sem gott vit hefur á öllum meginþáttum þessara mála, hefur komist að eftirfarandi meginnið- urstöðu: Þessi nefnd forsætisráðherra hefur ekki treyst sér að gera sam- anburð við sjávarútveg þeirra landa sem standa í samkeppni við okkur um markaði. Þó er vitað og viðurkennt, að sjávarútvegur sumra þessara landa byggir bein- línis tilveru sína á aðgerðum stjómvalda viðkomandi lands og eru þessar aðgerðir oftast í formi opinberra styrkja, beinna og óbeinna. Virðist erfitt að sjá hvemig nefndin telur sig ná fram réttum samanburði á starfsskil- yrðum íslenskra atvinnuvega öðruvísi en að taka tillit til stöð- ugrar glímu íslensks sjávarútvegs um markaði og markaðsverð við ríkisstyrktan atvinnuveg okkur ríkari þjóða. Sumir þeirra sem um hafa fjallað telja, enda þótt innlendi samanburðurinn sé eingöngu notaður, sé staða fiskiðnaðarins verri en samkeppnisiðnaðar. Öll- um má vera ljóst, að erfitt er að gera samanburð milli samkeppn- isiðnaðar og útgerðar, vegna þess hve greinamar eru ólíkar og er þá komið að því, sem nefnd forsætis- ráðherra telur veigamikinn þátt í betri starfsskilyrðum útgerðar en samkeppnisiðnaðar, en það eru skattfríðindi sjómanna. Að öllum líkindum hefði ég ekki hreyft þessu máli hér og nú, ef ég teldi ekki tímabært að sjó- menn og samtök þeirra færu að huga að sér, varðandi þetta mál í ljósi þess sem þegar er komið fram. Létu af stétta- og lands- hlutaríg sín í milli, en snérust til vamar allir sem einn, þegar sótt er að sameiginlegum hagsmunum þeirra eins og nú virðist að stefnt. Um leið og þetta er sagt eru hafðar í huga markvissar aðgerðir af hendi einstakra ráðherra til að kljúfa samstöðu sjómanna á síð- astliðnum vetri og brjóta þannig á bak aftur verkfall þeirra. Þá hefi ég einnig í huga aðra aðalfréttina á forsíðu annars að- almálgagns ríkisstjómarinnar 9. febrúar sl. á tveggja ára afmæli hennar, en þar segir m.a. og er vitnað í framangreinda skýrslu: „Með afnámi skattfríðinda sjó- manna mætti lækka tekjuskatt annarra um 5—6%.“ Og aftur er vitnað í skýrsluna m.a. það sem hér segir: „Fjárhagsleg og félagsleg rök voru færð fyrir lögbindingu þess- ara frádráttarliða. Þau rök voru grundvölluð á aðstæðum, sem síðan hafa breyst í veigamiklum atriðum. Að athuguðu máli verður að telja forsendur frádráttanna hæpnar nú“ (undirstrikun mín). Það sem kemur fram í þessum orðum nefndarinnar og víðar í skýrslu hennar, lýsir vel hversu fjarlægir nefndarmenn virðast allri þekkingu á félagslegri þróun síðustu áratuga, a.m.k. þegar launþegar viðkomandi saman- burðarhópa eiga í hlut, því mér virðist nauðsynlegt að því dæmi sé einnig stillt upp. Átakanleg vanþekking er til staðar á starfsskilyrðum íslenskrar sjómannastéttar. Sóknarþungi og afköst þeirra, sem ryðja eigin heimsmetum svo oft að ekki telst fréttnæmt lengur, á erfiðustu og hættulegustu fiski- miðum heims, verður ekki ein- göngu þakkað góðum skipum, SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.