Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 84

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 84
Guðmundur Ingimarsson: Fiskiskipastóllinn 1981 Ritstjórn Sjómannadagsblaðsins fór þess á leit við Fiskifélag Islands að gerð yrði nokkur grein fyrir fiskiskipastólnum eins og hann var skráður við síðustu ára- mót í Sjómannaalmanaki fyrir árið 1982 og mun það verða gert hér á eftir. En til gamans ættum við fyrst að líta á fyrsta almanakið sem gefið var út á Islandi og hét ALMANAK HANDA ISLENSKUM FISKIMÖNNUM útgefið 1914 af Stjórnarráðinu og í samráði við foringj- ann á varðskipinu, einsog segirá titilblaði almanaksins. Þetta fyrsta almanak, sem prentað var í ísafoldarprentsmiðjunni h/f, er lítil bók 132 blaðsíður að stærð. Þar er að finna margskonar upplýsing- ar og fróðleik fyrir skipstjórnarmenn svo sem lög og reglur um fiskveiðar og veiðarfæri, fiskinot, siglingareglur, flóð- töflur og ýmsar töflur um mál og vog svo ogannanfróðleik. Auk þesserþaraðfinna ýtarlega ættarskrá yfir dönsku konungs- fjölskylduna, er þá réði þar ríkjum. Kristján konungur X., konungur í Danmörku, Vinda og Gotna, hertogi af Sljesvík, Holtsetalandi, Stórmæri, þjóð- nterski. Láenborg og Aldinborg, fæddur 26. september 1870, kom til ríkis 14. maí 1912; honum gipt 26. apríl 1898 drottning Alexandrína Ágústa, hertogaynja af Mecklenburg-Schwerin, fædd 24. desem- ber 1879. Eins og sjá má var á þessum tíma talið nauðsynlegt að íslenskir sjómenn væru vel kunnugir konungi sínum og ætt- mönnum hans. Ein er sú reglugerð er birtist í þessari fyrstu útgáfu athyglisverð og ekki síst fyrir nútíma vélstjóra en hún bar yfirskriftina GÆZLA OG HAGNÝTING MÓTORA og birtum við hana hér óstytta: Gæzla og hagnýting mótora „I. Áður en mótorinn er settur í hreyf- ingu, er brennioddurinn leystur frá topp- stykkinu og sótið þurrkað, hið litla gat í oddinum er hreinsað með nál. Til þess að ganga úr skugga um að steinolíudælan sé í lagi, er hún hreyfð og á þá að koma mjó, 82 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ sterk buna úr brennioddinum, þegar hún er í lagi. II. Skrúfumöndullinn er gefinn úr tengslum. III. Lampinn er tendraður og settur á sinn stað, hann á að loga með sterkum, bláum loga. Olíubollarnir eru fylltir, gangráðurinn (regulator), hjólin og allir hreyfanlegir hlutir eru vel smurðir. IV. Útblásturslokan er sett í þær stell- ingar, sem hún á að vera í meðan vélin er sett af stað. V. Haninn á kælivatnspípunni er opn- aður, áður en mótorinn er settur í hreyf- ingu og er lokað, þegar mótorinn er stöðvaður. Þegar mótorinn er stöðvaður í frosti, verður að tæma vatnshylkið ásamt öllum pípum og dælum (opna tæmingar- hana á leiðslupípunni og taka burtu speldin í dælunni) því annars er hætt við að vatnshylki, pípur eða dæla springi. VI. Þegar toppstykkið er rautt orðið af hita, er brennioddurinn settur á sinn stað og mótorinn settur í hreyfingu með handafli. Þegar mótorinn er kominn í hreyfingu, er hjólið fyrir útblásturslok- unni sett í þær stellingar, sem það á að vera í meðan vélin er í gangi og skrúfuás- inn tengslaður við og lampinn slökktur. VII. Rjúki mótorinn um of fyrst eftir að hann er settur í hreyfingu, er það vott- ur ofmikils steinolíu-aðrennslis. Að- rennslið er minnkað með því að stytta builudráttinn. VIII. Mótorinn er stöðvaður með því að stöðva steinolíu-aðrennslið til sívaln- ingsins. IX. Til að smyrja sívalninginn, má ekki nota aðra olíu en „vélaolíu til innan- smurningar" (sívalningsolíu) — 10 til 20 dropa á mínútu—; til áburðará mótorinn er brúkuð góð vélaolía, en á stefnispípuna og skrúfuhausinn er þykk feiti bezt. X. Setja skrúfublöðin þannig að skrúf- an gangi jafnt. Hugsanlegir gallar og hvemig úr þeim verði bætt I. Hið smágjörva gat á brennioddinum getur stíflast (mótorinn stöðvast þá eða gengur mjög óreglulega), verður þá að stöðva mótorinn og hreinsa úr gatinu, og jafnframt er blásturslampinn settur að toppstykkinu til að halda því glóandi. Togarinn Coot, fyrsta botnvörpuskip í eigu íslenskra manna, gerður út frá Hafnarfirði, strandaði við Keilisnes 1908.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.