Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 35

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 35
33 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ að sötra kaffi; þegar hann svo kemur upp, fær hann á sig t>essa einu skvettu, sem kom á skipið rétt sem hann kom uPpúr lúkarnum, og hún kom inn við forvantinn, það kom varla dropi á nokkurn mann aftar á dekkinu, en aldan tók Guðmund fyrir borð og hann sást ekki meir. •lá, það var eins og hann hafi beðið eftir þessari öldu. Það er svona, þegar stundin er komin. Og fólk mundi ótal á$mi, þegar það lagði saman um undarlega hegðun ^Panna undir dauða stundina. Stundum gerði feigðin þá stjarfa, það hét þá feigðarstjarfi. Allir mundu mennina tvo á henni Sjönu, þegar hún fékk áfallið í Bugtinni. hetta voru harðfrískir menn, en þeir báru ekki við, að hreyfa sig til að hjálpa skipsfélögum sínum að rétta skip- 'ð, heldur stóðu báðir tveir aftur við rúffið og þaðan hreyfðu þeir sig ekki, hvernig sem kallað var til þeirra og Svo kom alda sem hreif þá báða fyrir borð. Þeir biðu barna eftir henni eins og dæmdir. Jú, það var síður en Svo ólíklegt að feigðin hafi lagzt á hann Jón. En það voru nu ekki allir jafntrúaðir á feigðarboðann og stundina ^ornna, og þessir sögðu Jón hafa alla tíð verið undarleg- an, og líkast til hafi verið komið á hann rutl. Það væri Svo hætt við því um menn, sem allt byrgðu með sér og bað var farið að tína til sitthvað sem benti til að Jóni þögla hafi ekki liðið vel í sálinnni, — hann sást ekki oft þrosa hann Jón, að ekki væri nú nefnt að hann hlæi, og nvað veit maður, hvað bærist með mönnum sem aldrei 'áta neitt uppi um hugsanir sínar og allt í einu var orðið fullt af mönnum, sem voru eins og Jón, höfðu bilast á Seðinu með aldrinum, menn mundu eftir slíkum fyrir Vestan, norðan, austan og sunnan og það þurfti svo sem ekki langt að leita, menn sáu nú Geirmund, þennan þ®gláta og fátalaða mann, sem farinn var að prédika á Sötum og gatnamótum og hóta fólki helvítis vist. Svo smáíjaraði út allt tal um þetta slys, það komu °nnur slys að tala um. Það var þó lengi svo, að væri tt’nnst á Jón þögla og hans dauðdaga, þá var viðkvæðið: ”áá, það var ekki allt einleikið um það, hann mun hafa verið orðinn eitthvað undarlegur.“ Togarinn, sem hann Sigurður í Jónsbæ var á, kom úr Sl§lingu tæpum mánuði eftir að slysið varð og Sigurður för rakleitt heim í Jónsbæ. k*au sátu lengi á tali um kvöldið, Sigurður og Margrét. ^targrét taldi sig geta haldið öllu í horfinu, bömin væru °rðin svo stálpuð og hjálpsöm að hún gæti haldið skepn- unum og gengið í fiskvinnu eftir því sem til félli. Það var ^omið undir miðnætti, bömin sofnuð og þau sátu ein við fVru í eldhúsinu. Þau höfðu talað flest sem máli skipti, þegar Sigurður sagði: „Það hefur vitað á eitthvað, að ég týndi pípunni minni, sem ég var búinn að eiga svo lengi, tter er alveg óskiljanlegt, hvað af henni hefur orðið.“ Margrét stóð á fætur og sótti pípuna og fékk honum. ’>hú hafðir skilið hana eftir á svefnherbergisborðinu.“ >,Já, nú man ég það, það var svo mikill asi á mér, ég varað verða seinn fyrir.“ ^lgurður kveikti í pípunni og reykurinn liðaðist um e|öhúsið og lagði fyrir vit Margrétar. _ »Það er mikið, sem þú getur púað,“ sagði Margrét, „ég Sa ekki handa minna skil í svefnherberginu, þegar þú varst farinn um daginn, og ég fann pípuna þína á svefn- herbergisborðinu." Ekki hafði hún fyrr sleppt orðinu, en það greip hana hugsun, sem aldrei hafði hvarlað að henni, þessari sóma- konu. Henni varð svo mikið um að hún heyrði ekki, hveiju Sigurður svaraði. Skýringin á síðustu orðum Jóns þegar hann gekk út úr bíslaginu — lengi skal manninn reyna — hafði verið henni mikið umhugsunarefni, hvað gat maðurinn hafa meint? Nú vissu hún það og henni varð að orði upphátt: „Guð almáttugur hjálpi mér, að hann skyldi hugsa svona um mig .. .“ Sigurður hváði en fékk ekki svar. Margrét starði fram- fyrir sig, stjörf í framan, eins og hún hefði séð draug, en svo smáslaknaði á andlitsdráttunum, og hún leit á Sig- urð, og það var alltí einu mikið líf í þeim augum, sem áður voru döpur, en hún talaði enn óskiljanlega, því hún sagði: „Af hverju ekki. . .?“ -----------------------------------N Kristján Karlsson AF EINARIÁ SJÓ Frá týndum bæjum sig bylgja bláir reykir um höllin. Einar rær einn til fiskjar. Vatnið er kyrrt; fyrir kjölnum kvistast og byltist smælkið, spegilinn brýtur bringa. Skugginn i vatninu, vinur, vindur sig langur og djúpur: blæjur fjalla sem bylgjast. Heiðamar dökkna, þó dimmir í djúpinu fyrr og þess myndir ýfa nú yfirbcrð vatnsins. Utar til, allan daginn alheill er spegill vatnsins. Einar kom ekki aftur, hann liggur í látbragði vatnsins. Allt glatast í látbragði ljóðsins sem er látbragðið eitt í fyrstu. V_____________________________________________)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.