Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 47

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 47
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 45 hún kom sér til hlés við sorpbílinn með kerruna sína á meðan hann var að gófla í sig góðgætið með brauki og bramli. Þó kann það líka að hafa verið kuldinn, þvíað hann var ijandi svalur, auk þess sem hún var kannski bögglulegri en ella í þessum nýju löggiltu verkalýðsflík- um afþví hún hafði girt vinnujakkann oní smekkbux- urnar einsog þær gerðu svo oft í gamla daga einsog við munum þeir eldri. Það næddi þá síður uppum þær eins- og gefur að skilja og svo þóttust þær víst ekki útaf eins luralegar fyrir bragðið, ekki útaf eins kallalegar. Svo mikið er víst að sem ég sat þarna á strandstaðnum og beið eftir því með miðstöðina á fullu að komast á auðan sjó, þá rann það upp fyrir mér að ég hafði séð bessa konu áður og það ótal ótal sinnum. Og í ótal ótal útgáfum. Stuttar og langar, mjóar og digrar, ljósar og dökkar. Ég hafði séð henni bregða fyrir gluggann í Ijósa- skiptunum á morgnana og séð hana paufast heim í bólið 1 rökkrinu á kvöldin. Ég hafði séð hana hlæjandi og sveiandi, hjalandi og bölvandi, híra og vingjamlega, illa °g þvera. Þvíað þama var komin ljóslifandi ein af verka- konunum sem hann Palli í Bjarnaborg átti svo undur fagrar minningar um úr verkfallinu norður á Sigló. Lit- urinn dálítið frábrugðinn satt er það þvíað hann vildi hafa að þær hefðu verið bláar. En frægasta verkakona þessa tímabils og ef ekki þessarar aldar var raunar ekki heldur blá. Kiljan, sem er vanur að fara sínar eigin götur, hefur það öðruvísi. Hann hefur Sölku sína á mórauðum buxum þarsem hún gengur í fiskinn hjá Bogesen. Eina ástarsögu kann ég og hana sanna þarsem sú al- þýðlega flík sjóstakkurinn skipti sköpum. Ég læt hana fljóta með að lokum afþví við vorum þarna snöggvast komin í síldina. Ungum sjómanni í landlegu varð reikað inná síldarplan einsog gengur að gapa á kvenfólkið eins- og gengur. Það var orðið áliðið sumars og gekk á með hryðjum og ein af síldarstúlkunum var hreinlega að leka niður: henni var svo óbærilega kalt. Hún var svona illa hlífuð annaðhvort af kjánaskap (ég þarf einhverntíma að spyrja hana) eða hún hefureinfaldlega ekki haft ráð á því að kaupa neitt almennilegt utanyfir sig af því þetta voru hallæristímar. Mér þykir það raunar sennilegra því að ég þekki hana ekki af rataskap og þaðan af síður af pjatti eða neinu þvílíku. Allavega glömruðu svo í henni tennurnar að ég hef fyrir satt að það hafi næstum yfirgnæft skellina í mótor- bátunum. Ungi sjómaðurinn gaf sig á tal við hana og sá strax hvernig hún varástigs og dreif sig niðrí bát og færði henni stakkinn sinn. Næst þegar þeir voru að Ianda þarna var hann aftur mættur með stakkinn, sem hún þáði með þökkum og einsog hún hefði himin höndum tekið þóað þá væri að vísu komið ljómandi veður og hún væri satt best að segja að stikna úr hita. Það er nefnilega svo, að allir ástarleikir, jafnvel þarsem sjóstakkar leika aðalhlutverkið, eru um leið dálítil refskák. Síðan endaði þetta auðvitað með trúlofun: það er eins satt og ég sit héma. Og síðan gengu þau fyrir prestinn og létu splæsa sig saman, og það er líka eins satt og ég sit héma. Og köttur í mýri setti upp stýri og úti er ævintýri. Úrvalskvikmyndir sem eru á dagskrá hjá Laugarásbíó í sumar: (júní, júlí og ágúst) Munið eftir úrvalsefni okkar á myndböndum á öllum betri leigum frá CIC Video og fleirum. Meöal efnis: MASK, BREAKFAST CLUB, FLETCH og fjölskylduefnið um LASSÍ og LONE RANGER. Laugarásbíó
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.