Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 53

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 53
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 51 ÞÚ ÆTTIR AÐ HALDA ÞESSU ÁFRAM ... Rætt við Svein Sæmundsson Eftir að hafa tekið sér ellefu ára hvíld frá bókagerð kom Sveinn Sæmundsson fram á sjónar- sviðið á nýjan leik á íslenskum bóka- markaði með metsölubókunum um Guðmund skipherra Kærnested. Sú bók kom sem kunnugt er út í tveimur bindum 1984 — 5 og seldist í risaupp- lagi. um 7000 eintök hvort bindi. Allar bækur Sveins hafa reyndar verið góðar sölubækur — og allar hafa þær fjallað um sjómenn og sjó- mennsku. Fyrri bækur sínar skrifaði Sveinn í einni lotu á árunum 1965 — 73: ævisögu Péturs sjómanns og sex aðrar bækur með frásögnum af „örlagaríkum atburðum á sjó, æðru- lausri baráttu við náttúruöflin, þar sem aðeins tilviljun ræður um sköp milli lífs og dauða, en maðurinn sigr- ar vegna þrautseigju og lífsvilja,“ eins og komist var að orði í Sjómanna- dagsblaði 1968 þar sem Sveini voru færðar þakkir fyrir að hafa „með rit- störfum sínum unnið mikilvægt starf í þágu íslenzkrar sjómennsku“. Tíðindamaður vor sótti Svein heim og fékk að spjalla stuttlega við hann um sjómannaskrif hans. Og þar eð Sveinn er uppalinn á Akranesi lá beint við að spyija hvort hann hafi ekki verið orðinn fullgildur háseti um fermingu? „Nei, svo gott var það nú ekki. Ég var lítið til sjós á mínum unglingsár- um. Það var eftirsótt að komast í gott skiprúm á Akranesi og ég var hvorki stór né sterkur eftir aldri. Þó var ég sumartíma á trillu. Mín sjómennska hefst ekki fyrr en ég fer á Goðafoss 1948. Þá var ég búinn að læra raf- vélavirkjun og starfaði sem verkstjóri hjá Bræðrunum Ormson. En mig langaði alltaf á sjóinn, útþráin togaði í mann; mig langaði til að sjá mig um í veröldinni. Ég hafði unnið mikið að viðgerðum um borð í skipum og þeg- ar fréttist að það ætti að ráða rafvéla- virkja á Eimskipafélagsskipin stóðst ég ekki freistinguna og sótti um. Ég var svo á Goðafossi allt til 1955 ef undan eru skilin tæplega tvö ár við framhaldsnám í Kanada og Þýska- landi. Sveinn Sæmundsson höfundur níu sjómannabóka og blaóafulltrúi Flugfélags íslands og síðar Flugleiða í nær 30 ár. Sjómennskan var góður tími og sannkallaður skóli. Og ég hefði ekki getað skrifað mínar bækur án þess að hafa kynnst sjómennskunni af eigin raun. Það er að mínum dómi nánast útilokað að skrifa bækur um efni sem menn hafa ekki kynnst sjálfir og sér- staklega á það náttúrulega við urn sjómennsku. Það er mjög sérstök reynsla að upplifa óveður á hafi úti eða taka land í vondu veðri. Maður verður að þekkja brimölduna stríðu af eigin raun til þess að geta lýst henni. Þá sakaði ekki að maður sá talsvert af veröldinni í siglingunum og til marks um það get ég nefnt að fyrstu tíu árin í fluginu kom ég aldrei til Iands sem ég hafði ekki komið áðurtil á skipi. Árið 1955 datt það í mig að fara í land og gerast blaðamaður. Ég hafði alltaf verið sískrifandi frá því ég var krakki og henti t.d. fullri skúffu af handritum þegar ég fór af Goðafossi. Blaðamennskan var mér því ekki eins fjarlæg og hefði kannski mátt ætla. Ég var tvö ár blaðamaður, fyrst á Tímanum, svo á Alþýðublaðinu og skrifaði um allt milli himins og jarð- ar — nema pólitík. Það var svo 1957 sem ég réðst blaðafulltrúi til Flugfél- ags íslands. Eftir að ég byrjaði hjá Flugfélaginu skrifaði ég áfram greinar um ýmis efni í blöð og tímarit. Þá samdist um það með mér og ritstjóra Fálkans að skrifa greinaflokk í blaðið um sjó og sjómennsku; Á sætrjám kallaði ég flokkinn. Meðal þess sem þar birtist var grein um strand togarans Goða- ness frá Neskaupsstað í Skálafirði í Færeyjum. Þá var ekki farið að hvarfla að mér að skrifa bækur. En ári síðar vildi svo til að ég fór með blaðamenn á vegum Flugfélagsins til Færeyja. Við sigldum meðal annars inn Skálafjörð og ég tók að segja fé- lögum mínum frá strandi Goðaness. Þá varð ívari H. Jónssyni að orði:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.