Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 55
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
53
saman. Það voru ótal skemmtilegar
sögur af gömlu góðu dögunum sem
komu upp í hugann og ekki allar þess
eðlis að hæfilegt þætti að setja þær á
þrykk! Við Guðmundur áttum sér-
lega ánægjulega samvinnu og ég er
þakklátur Örlygi Hálfdánarsyni út-
gefanda fyrir að hafa átt frumkvæði
að okkarsamstarfi.
Næsta sjómannabók? Hún er óráð-
in. Ég á mikið efni í fórum mínum,
bæði um sjómennsku og önnur mál,
en er ekki búinn að ákveða hvað ég
tek fyrir. Það er á hinn bóginn víst að
ég held áfram að skrifa — eftir því
sem frístundirnar gefa tilefni til. Og
vissulega er sjórinn og sjómennskan
alltaf ofarlega í huganum. Mér hefur
fundist það ákaflega þægilegt og
hvíld í því að skrifa um allt annað en
það sem ég fæst við hversdags, flugið
og ferðamálin, og ég býst ekki við að
ég fari að skrifa um flugið fyrr en ég
hætti störfum á þeim vettvangi, en
þar er líka efni sem af miklu er að
taka.
Nei, ég á óhægt með að gera upp á
milli minna bóka, mér þykir jafn
vænt um þær allar. Það er sannast
sagna að bók verður sjaldan læsileg
nema höfundinum sjálfum þyki
gaman að skrifa hana og finnist vænt
um hana eftir því sem líður á verkið.
Og sú hefur verið raunin með allar
mínarbækur.
Fyrir nokkrum árum hitti ég á
förnum vegi gamlan togaraskipstjóra
sem spurði hvort ég væri alveg hætt-
ur að skrifa.'Nei, ekki hélt ég það nú,
en það mætti kannski segja að ég
væri í hvíld. „Þú ættir að halda þessu
áfram, þetta er gott hjá þér,“ sagði
hann. Þetta var maður sem ekki
skjallaði fólk að óþörfu. Hann horfði
á mig þessi gamli togaraskipstjóri og
bætti við: „Það hefur komið fyrir að
ég hef lesið bækur frá sjónum, en
þegar ég Finn þar augljósa villu, eitt-
hvað sem ekki getur staðist, þá langar
mig mest til að grýta bókinni út í
hom — og taka hana aldrei upp aft-
ur. Það hefur aldrei hent þegar ég hef
lesið bók eftir þig.“ Þetta hefur mér
alltaf fundist vera mesta hrós sem ég
gæti fengið fyrirbækur mínar. .
J.F.Á.
LOGNSLÉTTUR SÆR
OG
BOÐAFALLANDI SÆRÓT
„Við íslendingar erum veiði-
menn. Þjóðfélag okkar veiði-
mannaþjóðfélag. Okkur er hentara
að afla mikils en að gera okkur
mikil verðmæti úr því, sem að landi
berst. Um þetta eru mörg dæmi. ís-
lenzkir sjómenn eru miklir afla-
menn. Þeir hafa um mörg undan-
farin ár verið í fararbroddi í hagnýt-
ingu nýrrar veiðitækni; staðið flest-
um framar þegar til kemur snar-
ræði, kjarkur, greind. Fiskveiðarnar
eru líkastar prófi, sem aldrei lýkur.
Fiskimennirnir eru sífellt í sviðs-
ljósi, brennidepli, sem þjóðin sjálf
beinir að þeim. Við heppni þeirra
og giftu í störfum eru svo margar
vonir okkur tengdar. Bregðist þeim,
daprast vonir um bætt lífskjör og
áframhaldandi uppbyggingu. Þótt
nýjar atvinnugreinar séu í uppsigl-
ingu, mun samt sjósókn og land-
búnaður enn um langan aldur
verða þeir hyrningarsteinar, sem
efnahagslegt sjálfstæði íslendinga
byggist á. Sveiflur í aflabrögðum og
afurðaverði mun því um ófyrir-
sjáanlega framtíð hafa áhrif á af-
komu landsmanna. Þannig mun
þetta verða þótt íjölgun þjóðarinnar
orsaki hlutfallslega fækkun í hinum
gömlu undirstöðuatvinnugreinum.
Því er spáð að svipaður íjöldi lands-
manna muni stunda sjóinn á næstu
áratugum.
Það verða áfram hlutfallslega fáir
menn, sem flytja aflann að Iandi, á
sólroðnum sumardegi eða um
stormasama skammdegisnótt. Því
hafið sýnir þeim sem það sækja ólík
viðmót. Ógleymanlegar eru sjó-
manninum stundir þegar siglt er
undir ísland á vomóttu. Himininn
og haf renna saman í eina heild,
rauða, bláa, gullna. Eða eru það
kannske aðrir litir? Einhverjir, sem
aðeins eru til um Jónsmessuleytið
við Norðurland. Hveijum gleymist
líka stjörnubjört nótt á úthafinu,
þegar skipið er eins og miðdepill
tilverunnar, en umhverfis óendan-
leikinn, víðátta hafsins. Kannske
varpar rönd af tungli daufu skini á
öldurnar og bryddar bárufaldan
silfri. Af sjómannslífinu við þessar
aðstæður eru fáar frásagnir. Meðan
veðurblíðan helzt gerist fátt sögu-
legt.
En eins og í mannlífinu sjálfu er
lognið ekki varanlegt. Áður en varir
fer stormurinn að. Kannske verður
hann að fárviðri.
Lognsléttur særinn verður á
stuttri stund að boðafallandi særóti.
Gárinn við stein að ólgandi brimi,
þar sem holskeflurnar falla með
þungum gný og útsogið æðir um
flúðir og hleina; ekkert fær staðist
ógnarkraft þess nema klettarnir,
sem hafið hefur sorfið og fágað um
aldaraðir, en jafnvel þeir láta undan
um síðir. Hverju fleyi sem nálgast
þá strönd er búið grand. Úti á haf-
inu rísa brotsjóir, sem mola hvað
sem fyrir verður. Særok og bylur
byrgja útsýn. Vitaleiftrin hverfa í
sortann. Siglingatæki verða óná-
kvæm vegna hafrótsins. Það er á
slíkum nóttum, sem harðast er
barizt. Það er það, sem hver og einn
berst fyrir lífi sínu og fyrir því að fá
að njóta samvista við fólkið, sem
bíður í landi. Sjómaðurinn er við
því búinn að takast á við náttúru-
öflin í trylltum ham.“
Sveinn Sœmundsson í eftirmála
bókar sinnar „I stríði og stór-
sjóitm"sem Setberggaf út 1968.