Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 86

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 86
84 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Rudyard Kipling HVERNIG KOKIÐ Á HVALNUM VARÐ ÞRÖNGT Langt úti í hafi, börnin ung og smá, var einu sinni hvalur, og hann borðaði fisk. Hann borðaði ýsur ogjýs- ur, og hámerar og vogmerar, og skrápflúrur og kollúrur, og þyrskling og brisling, og hina snúandi, smjúgandi, dansandi, glansandi ála. Alla fiska, sem hann fann, hvar sem var í hafinu, borðaði hann með munninum — svona! Að lokum var aðeins einn einasti lítill fiskur eftir í öllu hafinu, og það var kænn lítill fiskur, og hann synti rétt fyrir aftan hægra eyrað á hvalnum, til þess að vera á óhultum stað. Þá reis hvalurinn upp, settist á sporðinn og sagði: „Ég er svangur." Og hinn kæni litli fiskur sagði með kænlegri röddu: „Tígulega, göfuga sjávarspendýr, hefur þú nokkurn tíma borðað mann?“ „Nei,“ svaraði hvalurinn. „Hvernig er hann á bragð- ið?“ „Fyrirtak," sagði kæni litli fiskurinn. „Fyrirtak, en beizkur." „Sæktu mér þá nokkur stykki,“ sagði hvalurinn og þeytti sjóinn með sporði sínum, svo að freyddi um hann allan. „Einn er nóg í einu,“ sagði kæni litli fiskurinn. „Ef þú syndir norður á fimmtugasta stig norðlægrar þreiddar og fertugasta stig vestlægrar lengdar,“ (þetta eru galdraorð) „þá munt þú finna þar sjómann, skipbrotsmann, sem situr á fleka úti á reginhafi, og er ekki í neinum fötum, nema einum bláum segldúksbuxum, og hefur axlabönd“ (þið megið ekki gleyma axlaböndunum, bömin ung og smá) „og sjálfskeiðing. En það er ekki nema sanngjarnt, að ég segi þér frá því, að þetta er með fádæmum snarráð- ur og ráðsnjall maður.“ Tcikningarnargerði Kipling. Svo synti hvalurinn og synti, unz hann var kominn norður á fimmtugasta stig norðlægrar breiddar og fer- tugasta stig vestlægrar lengdar, og þar fann hann einn einasta einmana sjómann, skipbrotsmann, sem sat á fleka úti á reginhafi, var ekki í neinum fötum, nema ein- um bláum segldúksbuxum, og hafði axlabönd (þið verð- ið umfram allt að muna eftir axlaböndunum, bömin ung og smá) og sjálfskeiðing. Og hann var að sulla með tán- um í sjónum. (Vegna þess, að hann var með fádæmum snarráður og ráðsnjall maður, hafði móðir hans leyft honum að fara á sjó, annars mundi hann aldrei hafa far- ið.) Þá glennti hvalurinn upp ginið, meira og meira og meira, þangað til það náði næstum aftur að sporði, og hann gleypti skipbrotsmanninn og flekann, sem hann sat á, og bláu segldúksbuxurnar hans og axlaböndin (sem þið megið ekki fyrir nokkum mun gleyma) og sjálfskeið- inginn — hann slumsaði þetta allt saman ofan í hlýja, dimma matarskápinn, sem hann hefur innan í sér, og svo smjattaði hann með vörunum — svona! — og sneri sér þrisvar sinnum í hring á sporðinum. En þegar sjómaðurinn, sem var með fádæmum snar- ráður og ráðsnjall, varð þess var, að hann var kominn ofan í hlýja, dimma matarskápinn innan í hvalnum, þá fór hann að hoppa og skoppa og stappa og klappa og özla og gösla og emja og lemja og smella og skella og arga og garga og brokka og skokka og fetta sig og bretta sig og dansa trítlvals, þótt hann hefði heldur átt að láta slíkt ógert á þessum stað. Og hvalnum varð ákaflega bumbult af öllum þessum látum. (Þið eruð þó víst ekki búin að gleyma axlaböndunum?) Þessi mynd er af hvalnum, þegar hann er að gleypa sjómann- inn, sem var með fádæmum snarráður og ráðsnjall, og flekann hans og sjálfskeiðinginn og axlaböndin, sem þið megið ekki gleyma. Þið getið séð hnappana á axlaböndunum og sjálf- skeiðinginn fyrir neðan þá. Sjómaðurinn situr á flekanum, sem hefur lotið á hliðina, svo að þið sjáið víst ekki mikið af honum. Hvíti hluturinn við vinstri hönd sjómannsins er spýta, sem hann var að reyna að róa flekanum með, þegar hvalurinn kom syndandi. Þess konar spýta er kölluð greypirá, sjómað- urinn skildi hana eftir fyrir utan, þegar hvalurinn gleypti hann. Hvalurinn hét Gleypir, og sjómaöurinn Alfur Kálfur Hálfsson. Hinn kæni litli fiskur felur sig undir kviðnum á hvalnum, þess vegna gat ég ekki látið hann sjást á myndinni. Orsökin til þess, að sjórinn sýnist svo gruggugur og úfinn er sú, að hvalurinn slokar hann í sig, til þess að geta gleypt Alf Kálf Hálfsson, flekann og sjálfskeiöinginn og axlaböndin. Þiö megið aldrei gleyma axlaböndunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.