Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 88

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 88
86 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ HVER BÁRA TALAR MÁLI SEM ÞEIR SKILJA ... Horft um öxl á 70 ára afmæli Sjómannafélags Reykjavíkur Ondvert við það sem gerðist víða um lönd voru sjómenn brautryðjendur í okkar verkalýðssögu fremur en daglauna- rnenn í landi. Ef undan er skilið stutt tímabil á þjóðveldisöld voru fiskveiðar undir- grein landbúnaðar í okkar atvinnu- sögu allt fram á nítjándu öld. Til þess liggja vitanlega margar ástæður, svo sem fátækt okkar um aldirnar, ófrelsi og mannfæð, en ekki síst að bænda- stéttin sem var allsráðandi í landinu hafði ekki hag af framkvæmdum í stórútgerð og stóð stuggur af auknum fiskveiðum sem hefðu óhjákvæmi- lega dregið mannafla úr sveitum. Sjómannastétt á íslandi er því jafn- an talin myndast á síðari hluta nítj- ándu aldar með uppgangi þilskipaút- gerðar. Um 1870 voru gerð út héðan 64 þilskip og tæplega 3400 opnir bát- ar og mun þá tíundi hver landsmaður hafa stundað fiskveiðar senr aðalat- vinnugrein. Þilskipin voru flest gerð út fyrir vestan, en einnig fyrir norðan (hákarlaskip), og gekk útgerð þeirra vel. Eftir Bjarna Sívertsen (1833) varð þrjátíu ára deyfð í þilskipaútgerð við Faxaflóa, eða þar til Egill í Minni- Vogum hóf útgerð Lovísu 1863. Hófst þá jagtatíminn við Faxaflóa. Þremur árum síðar festi Geir Zoéga kaup á Fanneyju — og er það tíma- mótaatburður í sögu Reykjavíkur. Þilskipaútgerðin fór síðan vaxandi, skipin stækkuðu og þeim fjölgaði; hafði stofnun Landsbankans (1885) og Tryggvi Gunnarsson rnikil áhrif þar á. Kútteratíminn hófst 1897 þeg- ar við keyptum segltogara (kúttera) af Bretum sem þá voru að hefja gufu- togaraútgerð. Kútteratíminn stóð með mestum blóma frá aldamótum og fram til 1910 og voru kútteramir flestir 1905—6, 166. Eftir það fækk- aði þeirn jafnt og þétt; 1920 voru þeir að mestu horfnir. Þeir stóðust ekki' samkeppnina við vélbáta og togara. Haustið 1888 flutti Gestur Pálsson sinn fræga fyrirlestur um Lífið í Reykjavík. Hélt hann því fram að það væri „fimrn mannflokkar" i bænum sem greindu sig „stranglega hver frá öðrunr; þeir eru: embættis- menn, kaupmenn, námsmenn, iðn- aðarmenn og sjómenn.“ Um sjó- manna-flokkinn sagði Gestur: „Sjómennirnir hér eru engir eftir- bátar iðnaðarmanna í samtakaleys- inu. Það er meira að segja sannreynt, að það er lítt vinnandi vegur, að fá þá til að bindast samtökunr til þess að tryggja dálítið líf sitt og gera atvinnu- veg sinn svolítið hættuminni með því að hafa með sér kjölfestupoka og bárufleyg. En þeir hafa annað þýð- ingarmikið atriði fram yfir iðnaðar- mennina, og það er mikil ræktarsenri til stéttarbræðra sinna.“ Gestur formælti mjög „búðarstöð- um“ sjómanna, þ.e. að þeir skyldu safnast saman í landlegum í búðum kaupmanna og hanga þar daglangt, en kvað iðjuleysið ekki verstu afleið- inguna af búðarstöðunum heldur væru „þessar auðmýktarsetur . . . eit- ur fyrir alla stéttargöfgi sjómanna, en gróðrarstía fyrir húsgangsandann." Siðan sagði Gestur: „En þrátt fyrir allt þetta get ég ekki neitað því, að af öllum stéttunr hér í bænunr er mér lang-hlýjast í hug til sjómannanna; getur verið, að það sé að nokkru leyti af því, að ég þekki þá minnst persónulega; það fellur eng- inn skuggi af einstaklingununr á þá stéttarhugmynd, sem ég geri mér af sjómönnunum. En auk þess hafa þeir líka einn aðalkost fram yfir allar aðrar stéttir; þeir standa langnæst náttúrunni. Sjómennirnir eiga meira af óveikluðum náttúrukröftunr held- ur en allar aðrar stéttir hér í bæ til samans. Þeir eru eins og kjarngott og kostamikið land, lítt yrkt, en líka lítt spillt af mannahöndum. Og þessi ei- lífa barátta við hafið, hið voldugasta og fegursta af öllu, sem til er á þessari jörð, gefur sjónrönnunum meira þol- gæði en flestunr öðrum mönnunr og gerir þeirra líf alveg samvaxið náttúr- unni. Hver bára, sem rís á sjónum, hver stormhvinur, sem þýtur um, talar máli, sem þeir skilja og hefir sérstaka þýðingu fyrir þá. Og við þetta bætist svo daglegur lífsháski, sem leggur yfir þeirra æfi einhvern þunglyndisblæ af sérstakri lífsreynslu og einkennilegu sigurstriti." Þegar Gestur mælti þessi orð voru þó ekki nema rúmt tíu ár frá því sjó- rnenn komu saman í Glasgow, stærsta samkomusal Reykjavíkur, og sungu: Haf að sækja víðar, víðar vantað hefir dug; nrorgunandinn okkar tíðar örvar framtaks hug. Út á haf í Alvalds nafni, ei er hugur veill; Guð í hjarta, Guð í stafni gefur fararheill. Þetta er erindi úr Sjómanna söng Steingríms Thorsteinssonar og var kvæðið sungið í heild við lag Jónasar Helgasonar í samsæti Sjómanna- klúbbsins í Reykjavík 1. apríl 1876. Sjómannaklúbburinn var stofnað- ur í byijun nóvember 1875 til „að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.