Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 89

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 89
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 87 efla sjálfsmenntun og fagran félags- anda hjá sjó- og verkamönnum, hvort heldur þeir eru utanbæjar eða innan“. Var Þorlákur Ó. Johnson forgöngumaður um stofnun klúbbs- ins og sotti fyrirmyndina til Eng- lands. Fékk hann í lið með sér Árna Thorsteinsson, landfógeta, Egil Egilsson kaupmann og séra Matthías Jochumsson sem þá var ritstjóri Þjóðólfs, — en það var Þorlákur sem var Iífið og sálin í starfi klúbbsins. Þessir menn vonuðu að Sjómanna- klúbburinn myndi veita sjómönnum og verkamönnum í bænum athvarf í tómstundum þeirra: í klúbbinn gætu þeir komið til að lesa, spjalla saman, hlusta á fyrirlestra, hafa skemmti- fundi, sitja að tafli o.s.frv. Naut Sjó- mannaklúbburinn mikilla vinsælda og samkomur hans fjölsóttar: lét nærri að sum kvöldin væri íjórði hver bæjarbúi á samkomu klúbbsins (um 500 manns). Ennfremur stóð Sjó- mannaklúbburinn fyrir merku kennsluhaldi fjögur kvöld í viku um tíma og kenndu þar m.a. séra Matt- hías og Benedikt Gröndal. Jón Borgfirðingur sagði Jóni frá Gautlöndum frá starfsemi Sjó- mannaklúbbsins í bréfi; kvað klúbb- inn stofnaðan „til að draga menn frá klúbb Bakkusar,4' — og: „í klúbb þessum er spilað, teflt, og talað á kveldin, fyrirlestrar haldnir af Stein- grími Thorsteinssyni og Matthíasi, báðum höfuðskáldum landsins. Á sunnudagskveldum er þar andleg tala og veraldleg krambúð gerð að and- legri, öfugt við það, sem musterið var forðum. Svona á tíðarandinn að taka framförum.“ Því miður átti Sjómannaklúbbur- inn sér ekki Ianga sögu. Á harðinda- tímanum sem í hönd fór lagðist starfsemi klúbbsins niður. r sjómannasögu okkar er 1893 merkisár. Þá útskrifaði Stýri- mannaskólinn fyrstu nemendur sína með fullum skipstjórnarréttind- um; Tryggvi Gunnarsson varð bankastjóri í Landsbankanum, stór- jók útlán til fiskveiða og stuðlaði með því manna mest að uppbygg- ingu þilskipaútgerðar við Faxaflóa; og þetta ár var stofnað í Reykjavík skipstjórafélagið Aldan sem kalla má með rétti elsta starfandi stéttarfélag á íslandi. Á fundi í Öldunni 28. október 1893 var samþykkt að skipstjórar skyldu „fara fram á við útgerðar- menn sína að fá rýmkvuð kjör sín“, eins og segir í fundagerðarbók félags- ins. Útvegsmenn þilskipa gengu þá í félag saman til að sameinast um ráðn- ingarsamninga við sjómenn og stofnuðu Útgerðarmannafélagið við Faxaflóa. Það var haft eftir einum frumkvöðli Útgerðarmannafélags- ins að það hefði verið stofnað „vegna heimtufrekju sjómanna“ en tilgang- urinn var raunar að knýja fram kauplækkun á þilskipaflotanum því að fískverð hafði þá farið Iækkandi. Þetta nýja félag útgerðarmanna var fyrsta atvinnurekendafélag á íslandi. í september 1894 birti Útgerðar- mannafélagið einhliða reglur fyrir félagsmenn sína um ráðningarkjör sjómanna. Þær „reglur“ vöktu mik- inn urg með sjómönnum því að þær þýddu skert kjör. Lægra kaup bættist nú við vosbúð og lélegt fæði. Og sjó- menn, þ.e.a.s. undirmenn, brugðust snarlega við. Einum og hálfum mán- uði síðar stofnuðu þeir í Reykjavík sitt eigið félag til að standa vörð um kjörsín, sjómannafélagið Báruna. Tveir nemendur við Stýrimanna- skólann voru helstu hvatamenn að stofnun Bárunnar, þeir Geir Sigurðs- son og Ottó N. Þorláksson, síðar fyrsti forseti Alþýðusambands ís- lands. í viðtali við Þjóðviljann 14. nóvember 1944 lýsti Ottó stofnun Bárunnarsvo: „Útgerðarmannafélagið sýndi, hvað það ætlaði sér með því að setja reglur um ráðningu sjómanna, sem voru þeim mjög óhagstæðar. Mér datt í hug, að það væri fjandi leiðin- legt að geta ekki hamlað eitthvað á móti með samtökum sjómanna. Ég var þá í Stýrimannaskólanum og reyndi að fá skólafélagana í lið með mér, reyndi víst við þá alla, en eng- inn var fáanlegur nema Geir Sigurðs- son .. . Hvorugur okkar Geirs hafði hafði verið í nokkrum félagsskap, nema í einhverri skólafélagsnefnu, en einhverjir skólabræður okkar voru templarar og töldum við helzt að leita þangað eftir félagsfyrirmynd. Við höfðum eitthvað kynnzt Jóni Jónssyni, hann var gagnfræðingur frá Flensborg, en hafði stundað sjó- mennsku, var nokkur eldri en við og templari. Það varð úr, að ég fór til hans að tala um félagsstofnunina og fékk hann eftir langa mæðu til þess að verða formaður. Við fórum svo að ganga milli sjómanna og fengum góðar undirtektir“. Stofnfundur Bárunnar var háldinn í veitingahúsinu Geysi á Skólavörðu- stíg 12 í Reykjavík að kvöldi dags 14. nóvember 1894. Þar voru um þrjátíu sjómenn samankomnir og sam- þykktu lög fyrir félagið og kusu þrjá menn í stjórn þess: Jón Jónsson fyrir formann og Hafliða Jónsson og Geir Segltogari dreginn á miðin. Af þessu hugkvæmdist mönnum að nota gufudráttarbáta við botnvörpuveiðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.