Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 91

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 91
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 89 Sigurðsson meðstjórnendur. Mikill hugur var í mönnum og að loknum fundi gengu sjómennirnir fylktu liði niður í bæ og sungu við raust í nætur- kyrrðinni úr íslendingabrag Jóns Olafssonar „En þeir fólar er frelsi vort svíkja“ o.s.frv. Mánuði síðar voru félagsmenn Bárunnar orðnir um áttatíu. Þá sendi stjórn féalgsins eigin „reglugerð" um kjör sjómanna til útgerðarmanna og var hún allfrábrugðin þeirri reglu- gerð sem Útgerðarmannafélagið við Faxaflóa hafði látið út ganga. Út- gerðarmenn vildu margir hverjir hunsa Bárufélagið og láta sem það væri ekki til. En sjómenn stóðu fastir fyrir og þegar í óefni var komið í ver- tíðarbyrjun 1895 hafði Tryggvi Gunnarsson, formaður Útgerðar- mannafélagsins, frumkvæði að því að forystumenn Öldunnar gerðust sátta- semjarar í deilunni. Tókst þá viðun- andi samkomulag þar sem útgerðar- menn féllu að mestu frá hinum upp- haflegu kröfum sínum. Þar með hafði félag útgerðarmanna í raun við- urkennt Báruna sem samningsaðila fyrir hönd sjómanna. En fyrsta kaup- samning sinn gerðu Bárumenn þó ekki fyrren 1902. Fjárhagur Bárunnar var alla tíð mjög þröngur, félagsgjöld voru lág og innheimtust seint og um síðir. Engu að síður réðust félagsmenn í það stór- virki að byggja sér félagsheimili á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu í Reykjavík sem kallað var Bárubúð. Það var reisulegt hús sem setti svip á bæinn (síðar KR-húsið) og ráku Bárumenn þar samkomuhús. Arið 1909 var Bárubúð tekin af félaginu upp í skuldir sem á húsinu hvíldu — og upp úr því lognaðist starfsemi Bárunnar út af. Báran starfaði af þrótti um skeið og á árunum 1896 — 1905 voru stofn- aðar deildir úr Bárunni í helstu ver- stöðvum syðra og önnur deild í Reykjavík. Á þeim árum varallmikil vakning meðal launafólks og stofnuð mörg félög verkamanna og iðnaðar- manna. Hæst reis sú vakningaralda með stofnun Dagsbrúnar 1906 og Verkamannasambands íslands 1907. En áköf sjálfstæðisbarátta (Uppkastið 1908) lægði þá öldu og á örskömm- um tíma urðu mörg hinna ný stofn- uðu félaga ekki annað en nafnið tómt. í sama mund og Báran leið undir lok var t.d. Múr- og stein- smiðafélaginu slitið, Félag bókbind- ara hætti störfum og Verkamanna- sambandið var lagt niður 1910. Þá gerðist það og að tilkoma vél- báta og togara varð að sumu Ieyti til að sundra samtökum sjómanna með því þilskipaútvegurinn dróst snögg- lega saman, en Báran var fyrst og fremst stofnuð til „að bæta hagsmuni þilskipaháseta," eins og mun hafa staðið í upprunalegum lögum félags- ins. Nafn Bárunnar er stórt í okkar verkalýðssögu. í bókinni Upphaf ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar segir Ólafur R. Einarsson: „Með stofnun Bárunnar hefst óslitin saga stéttarsamtaka á íslandi. Það er fyrsta fjölmenna félagið, sem verkafólk stofnar, og frá þeim tíma hélzt þráðurinn óslitinn. Þaðan í frá hafa starfað stéttarfélög hér á landi. í Bárufélögunum fengu menn reynslu í kjarabaráttu og félagsstarfsemi. Þaðan komu mennirnir, sem síðar veittu verkamannafélaginu Dags- brún, Hásetafélaginu og Alþýðusam- bandi íslands forystu á fyrstu árum þessara samtaka.“ Inokkur ár var ekkert hásetafélag starfandi í Reykjavík. Urðu þá örar breytingar í útgerðarhátt- um, svo sem fyrr segir, og kútteraút- gerðin lagðist af. Árið 1915 áttum við um þrjátíu togara og voru þeir flestir gerðir út frá Reykjavík og Hafnar- firði. Togaramenn mynduðu þá orð- ið kjarnann í sjómannastétt þessara miklu útgerðarbæja og um fjórðung- ur Reykjavíkinga hafði beinlínis framfæri sitt af togaraútgerð. Kjör sjómanna bötnuðu all mikið Á skútuöldinni bar oft mikið á frönskum duggum fyrir austan; þessar liggja á Norð- firði. Ljósm. Björn Björnsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.