Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 94

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 94
92 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ lífið á íslenzku botnvörpungunum“ eftir „háseta“ og var höfundurinn Vilhjálmur Vigfússon, síðar Iögreglu- þjónn. „Háseti" sagði meðal annars: „Þegar bærileg er tíð, er alltaf verið að fiska, og eins og margir vita, eru engin vökuskipti á þessum skipum á fiskiríi, heldur standa allir í einu. Ef lítið fiskast, geta menn oft haft nægan svefn, en þó allt í smáskömmtum, t.d. oft ekki meira en ein klst. í einu, og þykir það gott; en svo fer að fiskast meira og þá fer nú að versna í því; nú líður fyrsti sólarhringurinn og svo annar, að ekki fær maður að sofna, en á þriðja sólarhringnum eru menn oftast látnir sofna eitthvað lítið. Ég veit, að fólki úr landi myndi oft bregða í brún að sjá þessa menn drag- ast áfram í fiskkösinni, eins og þeir væru dauðadrukknir, og undir eins og þeir setjast niður að borða, eru sumir steinsofnaðir með nefin ofan í diskunum sínum. Svona geta full- frískir menn á bezta aldri orðið, þegar búið er að ofbjóða þeim með vöku eða vinnu. — Nú er hætt að toga, og segir þá skipstjórinn, áður en hann fer niður að sofa: „Þið gerið svo að þessum fáu bröndum, piltar.“ Þessar „fáu bröndur" eru þá oft ca. 6—8 þúsund fiskar, og það endist mönnum eins og þeir eru nú á sig komnir, vanalega 8—10 tíma, og veit enginn nema sá, sem reynt hefur, hvað menn taka út í þessari síðustu skorpu; eru þá líka oft komnir 60—70 tímar frá því menn hafa sofið eða hvílt sig. Nú fær maður að sofna, vanalega í 5—6 tíma, svo byrjar sama skorpan aftur, en þá er maður orðinn úthaldslaus og þolir ekki að vaka jafnlengi næst, af því hvíldin var ekki nógu löng, sem menn fengu fyrst.“ Grein „háseta" vakti feikna at- hygli, enda mun hún vera „fyrsta greinin, sem lýsir lífinu og aðbúnaði á togurunum". Tveimur árum síðar var greinin að mestu endurprentuð í nýju verkalýðsblaði i Reykjavík, Dagsbrún, með þessu fororði: „Engin breyting til batnaðar er enn þá komin síðan þessi . . . grein var skrifuð“. Ólafur Friðriksson var þá kominn til skjalanna eftir átta ára dvöl í Danmörku. Hann stofnaði sem kunnugt er fyrsta „jafnaðarmanna- félag“ á íslandi á Akureyri 1914, en hélt síðan suður til Reykjavíkur „með áform um að gefa út blað,“ eins og hann komst að orði í viðtali. Eftir að hafa birt grein „háseta“ í blaði sínu hélt Ólafur áfram að vekja athygli á kjörum sjómanna, einkum hinum skefjalausu vökum og krafðist þess að sjómenn fengju lögboðinn hvíldartíma. Félagsskapur verkafólks var frem- ur máttlítill allt fram að heimsstyrj- öldinni fyrri, en þá færðist mikið líf í baráttuna og traustara skipulag komst á samtök launamanna; Al- þýðusamband fslands var t.a.m. stofnað 1916. Styrjöldin þrengdi kosti landsmanna á margan hátt, dýrtíð óx og kjör launafólks versnuðu. Árið 1918 var kaupmáttur tímakaups verkamanna t.d. aðeins 64 miðað við 100 í upphafi styrjaldar, 1914. í öldudal... Ioktóber 1915 skrifaði Finnur Jónsson, síðar alþingismaður, grein í Dagsbrún og hvatti eindregið til stofnunar sjómanna- félags. Finnur var þá póstmaður á Akureyri og um vorið þetta ár höfðu tveir togarasjómenn komið að máli við hann. Annar þeirra, Hjörtur Guðbrandsson, sagði síðar svo frá: „Á þessum árum var mikil og vax- andi óánægja meðal sjómanna og var oft rætt um málin um borð. Vorið 1915 var ég á „Nirði“ og þar var líka Jón Guðnason. Við hittum Finn Jónsson á Akureyri. Hann var bráð- lifandi áhugamaður og ungur að árum og ræddi hann við okkur sjó- mennina, aðallega þó við okkur Jón. Hann hvatti okkur til að gangast fyrir stofnun hásetafélags og benti okkur á Ólaf Friðriksson, sem þá var að heíja merki alþýðusamtakanna á loft í Reykjavík. Við hófumst handa þegar suður kom og töluðum við Ólaf, sem að sjálfsögðu var boðinn og búinn til þess að hafa forystu um allt og gera yfirleitt hvað sem væri til þess að við gætum stofnað félagið. Svo var efnt til undirskrifta og margir skrifuðu sig á stofnendalistann, enda var málefn- inu mjög vel tekið meðal sjómanna. Ég mætti á undirbúningsfundinum og var kosinn í fyrstu nefndina. Vit- anlega kunnum við sjómennirnir ekkert, eða sama og ekkert, til félags- málaefna, en Ólafur kunni það. Það var í raun og veru hann, sem fram- kvæmdi allt, lagði upp í höndur okkar skipulag félagsins, lög þess og áætlanir um starfsaðferðir. Við hefð- um ekki getað stofnað félagið án hans atbeina. Að vísu lögðu sjómennirnir í nefndinni margt til málanna, en það var Ólafur sem smíðaði úr brotabrot- unum og kom þeim saman í heild. Því má heldur ekki gleyma, að Jónas frá Hriflu var kosinn í nefndina og vann með okkur til að byrja með.“ Jón Guðnason, sem Vilhjálmur S. Vilhjálmsson vildi kalla „hinn raun- verulega frumkvöðul að stofnun Hásetafélags Reykjavíkur" sagði síð- ar í viðtali: „Það var ekkert annað en knýjandi þörfin, sem þrýsti fram stofnun Hásetafélagsins. Vitanlega hafði „Sjómannafélagið Báran“ sáð fræ- kornunum. Hefði Báran ekki starfað efast ég um að Hásetafélagið hefði verið stofnað svona snemma, já, og hefði Ólafur Friðriksson ekki hafið verkalýðsfánann á loft um þessar mundir.“ Sjálfur hafði Jón Guðnason verið Bárufélagi og einnig Jón Bach sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.