Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Side 1

Eimreiðin - 01.09.1922, Side 1
EIMREIÐIN Uppeldi og skólar. Eftir Sig. HeiðdaL Lífið hefir fyrir löngu kent okkur mönnunum, að það hefir sín eigin lög, og að það víkur ekki hársbreidd frá þeim, hvað sem menn segja eða gera. Hlýðni við lög lífsins veitir ríkuleg laun. Brot á móti lögum lífsins hefir í för með sér tilsvar- andi hegningu. Sérhver lifandi vera hefir í sér krafta, sem henni er ætlað að nota. Noti hún þá ekki, þá hegnir náttúran henni, með því að svifta hana kröftunum. Noti hún þá hæfilega, þá launar náttúran fyrir sig. Vöðvi, sem ekki er notaður ^'ssir máttinn, en hinn, sem reynt er hæfilega á, styrkist. Andlegir hæfileikar lúta sömu lögum. Alt, sem lífsanda dregur, smátt og stórt, einstaklingar og heildir, lýtur þessum lögum. ^raust, siðgóð, vitur og dáðrík þjóð er á vegi lífsins. Löt, ^itnsk, siðlaus og dáðlaus þjóð er á leið til grafar. Lífið er barátta. Einstaklingar og þjóðir heyja ævarandi kapphlaup á sheiðvelli lífsins, og sá sterki sigrar, ef réttlæti lífsins fær að nióta sín. ^essi bárátta er nú einmitt einhver mesta blessun lífsins, °,9 gerir það þess virði að lifa því. Hún er ódáinsfæða lífsins. (\n baráttu vinst enginn sigur og án sigurs engin framþróun. :~lver sem fæðist á að lifa og sigra. Ósigurinn er vægðarlaus e2ning lífleysingjans. Lífi manna í siðuðum þjóðfélögum er svo háttað, að það er enginn sjálfum sér nógur. Okkur nægir ekki að bíta grasið eins og dýrin á mörkinni, né að tína að eins ávextina af trján- nrn> eins og villimaðurinn í frumskóginum. Þarfir okkar eru öVo ^argbrotnar, að fáir geta sagt með skáldinu: 13

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.