Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Page 5

Eimreiðin - 01.09.1922, Page 5
eimreiðin UPPELDI OG SKÓLAR 197 okkar eins fullkomna og þeir eru hjá auðugu nágrönnunum okkar. En við getum þó stefnt í þá áttina, sem við vitum að hefir orðið öðrum þjóðum að góðu, og lagað skólana eftir þörfum okkar og megni. Aðal breytingar, sem eg vil gera á skólunum eru þessar: 1. Að gera líkamsæfingar (leikfimi) og vinnu, að höfuðnáms- greinum í skólunum auk móðurmálsins og reiknings. 2. Að breyta kensluaðferðinni í andlegu námsgreinunum á þá leið, er eg geri grein fyrir hér á eftir. Höfuðnámsgreinir í skólunum yrðu þá fjórar: móðurmálið, vinnan, reikningur og leikfimi. Móðurmálið og vinna ættu að taka álíka mikið rúm hvor um sig og meira en Ieikfimi og reikningur. Meiri hluti manna vinnur mestmegnis stritvinnu. Því hraust- ari, sterkari, liðugri og þolnari sem líkaminn er, því hæfari er hann til hvaða vinnu sem vera skal. Allir viðurkenna gildi leikfimi og íþrótta til þess að þroska líkamann. Geta nú skól- arnir gengið fram hjá þessum þætti uppeldisins, ef þeir eiga að fullnægja kröfum nauðsynjarinnar? Eg held ekki. Daglegar líkamsæfingar undir skynsamlegri stjórn, þó ekki væri nema 4 árshelmingar af vaxtartíð barnsins ættu að hafa mikil áhrif á líkamsþroska þess. Börnin hefðu ekki síður not af heimaleikj- um sínum úti og inni, þótt þau stunduðu líkamsæfingar í skól- nnum, heldur miklu fremur. En að treysta á börnin sjálf í þessu efni, láta þau sjálfráð um líkamsæfingar sínar að mestu eða öllu leyti, eins og nú á sér stað, er of djarft teflt, þó að mörg dæmi sanni, að það geti farið allvel. Hin dæmin eru miklu fleiri, sem sýna, hve illar afleiðingar afskiftaleysið í þessum efnum hefir. Fjöldi unglinga, bæði í sveitum og kaup- stöðum, bera þess ljósan vott í hreyfingum og látbragði, að t*á hefir skort líkamsæfingar í uppvextinum. Hálfbogin bök, þunglamalegur og þróttvana gangur, eða apalega teprulegur hjá stúlkunum, stirðleiki, vinnukvíði, áræðisleysi og þolleysi hefir alt sína vanrækslusögu að segja og er alt of títt með ung- ■uennum okkar, og þeim, sem að öðru leyti teljast hafa góða heilsu. Þess ber enn fremur að gæta, að þroski sálarinnar er í órofa sambandi við þroska líkamans. Ein aðaltryggingin fyrir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.