Eimreiðin - 01.09.1922, Side 9
EIMREIÐIN UPPELDI OG SKÓLAR 201
lesa hann fyrir þeim og benda þeim á, hverju helst sé vert að
gefa gaum. Myndirnar notar kennarinn sem mest og skoðar
dýrið sjálft, ef þess er kostur. Flestir kennarar, sem taldir eru
til betri flokksins, munu kenna þannig; en dæmi eru auðvitað
til þess, eða voru að minsta kosti, að kennarinn láti sér nægja
að hnoða í börnin svo miklu sem hann kemst yfir af því, sem
í bókinni er sagt, og kemur það sér auðvitað vel undir prófin,
ef prófdómarinn lítur að eins á kunnáttuna, en það munu
Prófdómendur neyðast til að gera, vegna fyrirkomulags þess,
sem er á kenslu og prófum. Flestir lærðir kennarar fyrirdæma
samt þetta minnisstagl, og fara sumir, að minni hyggju, of
langt í þeim efnum, því að sannleikurinn er sá, að það er
eins með minnið og margt annað, að það má ofbeita því, og
hinsvegar einnig vanrækja það, en minnið er þó eitt af hag-
drýgstu sálargáfunum, ef vel er með það farið.
Vil eg nú gera grein fyrir, hvernig fyrir mér vakir að kenna
t- d. náttúrufræði
Kennarinn kemur börnunum í skilning um, að hann ætli
að hjálpa þeim til þess að afla sér þekkingar á t. d. dýrun-
um, og byrjar auðvitað á líkan hátt og eg gat um hér að
framan, til þess að fá að vita, hve fróð börnin eru um þessi
efni. Þá ver hann allmiklum tíma í að kenna börnunum að
nota bókina og annað, sem hægt er að veita sér til stuðnings
yið námið. Eftir það gætir kennarinn þess sem best, að vera
tolandinn eða veitandinn, en fær börnin til þess að vera ger-
andann eða hinn starfanda aðilja. Þetta er aðalatriðið, sem
kennarinn verður að gæta. Kennarinn ver sumum kenslu-
stundunum eingöngu til þess að fræða og útskýra, en öðrum
Ver hann til þess eins, að láta börnin ræða efnið, spyrja sjálf
°9 athuga. Vrði úr þessu frjálsir samtalsfundir. Getur það vel
Sengið, ef aginn er góður, en án hans er kensla öll ónýtt. I
samtalstímunum kemst kennarinn að því, hvað af efninu er
orðið barnanna eign. Hygg eg að það sé sameiginleg reynsla
kennara, að einn mesti örðugleikinn í skólunum sje sá, að fá
ðörnin til þess að klæða hugsanir sínar í skipulegan búning
orðanna, er þau eiga að segja frá einhverju. Vita það allir,
að maður verður að kynna sér það efni vel og brjóta heilann
Um það, sem maður á að útskýra fyrir öðrum, sérstaklega ef