Eimreiðin - 01.09.1922, Page 10
202
UPPELDI OQ SKÓLAR
EIMREIÐIN
maður á að hafa það algerlega á valdi sínu og getur ekki
vænst aðstoðar úr neinni átt. Það er t. d. mun hægara fyrir
börn að láta leiða sig með spurningum en að verða að segja
frá eftir eigin megni án minstu aðstoðar.
Aðalatriðið er, eins og eg tók fram, að barnið verði ger-
andinn. Fyrsta skilyrðið til góðs árangurs er þess vegna að
vilji barnsins sé að starfi annaðhvort af beinum áhuga, sem
kennarinn hefir knúð fram í því með því að þroska í því
skylduhvöt, samviskusemi, lífslöngun, metnað o. s. frv. Verður
alloft ekki hjá því komist, að notast við þennan óbeina áhuga
að meira eða minna leyti, því að ekki eru öll viðfangsefni öllum
börnum jafnhugljúf. Eg vil, meira að segja, halda því fram, að
barninu geti verið hollara, að þurfa að taka á sjálfsögun til
þess að ráða við einhverja námsgreinina, en að alt sé því
jafnlétt og hugnæmt, og liggja til þess mörg rök, er ekki er
hér rúm að telja.
Það má skifta kensluaðferðinni í þrjú stig. Fyrsta stigið er
það, að kennarinn setur fyrir og hlýðir yfir, og er þá kennarinn
gerandinn, eða sá er þrýstir á minnisfjöðrina og fær málfærin
til þess að ganga, eins og vísinn á klukkunni. Þessi aðferð
er nú fordæmd, en með fordæming hennar hefir skolast burtu
of mjög tvent gott, er hún hafði við sig, en það var stæling
minnisgáfunnar og sjálfsögun sú, er þessi áðferð hlaut að hafa
í för með sér, vegna þess að börnin urðu oft að leggja all-
mikið að sér, til þess að skila Iexíum sínum á réttum tíma
og nákvæmlega.
Annað stig kensluaðferðarinnar er það, sem eg drap á hér
að framan. Kennarinn fræðir og útskýrir, spyr og rannsakar.
En í flestum tilfellum mun það vera hann, sem ræður ferð-
inni, og það er hann, sem er hinn starfandi aðilji. Arangurinn
fer þá eftir því, hve vel kennaranum tekst að ná tökum á
börnunum, er þau veita móttöku fræðslu hans og útskýring-
um. Úr hinu mun verða of lítið oft og tíðum, að þau sjálf
hugsi og álykti, rannsaki og útskýri.
Þriðja stigið er það, er börnin eru reglulegir starfsmenn.
Kennarinn útskýrir að vísu og fræðir, en hann Ieggur miklu
meiri áherslu en nú er gert á það, að láta börnin rannsaka
sjálf, hugsa, ræða og útskýra efnið. Svo kann nú að virðast